Stjörnurnar stunda kynlíf í háloftunum

Chrissy Teigen og John Legend.
Chrissy Teigen og John Legend. AFP

Sumum þykir eftirsóknarvert að komast í hinn umtalaða þúsundfetaklúbb en aðeins þeir sem hafa stundað kynlíf í háloftunum eru gjaldgengir í hópinn. Margar stjörnur hafa tjáð sig um kynlíf sitt í háloftunum eins og Cosmopolitan fór yfir. 

Chrissy Teigen og John Legend

Fyrirsætan segir að hún hafi verið á leið til Taílands með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum John Legend. Flugu þau á fyrsta farrými og fengu greinilega gott teppi enda átti sér eitthvað kynferðislegt stað undir teppinu. 

Miranda Kerr

Fyrirsætan greindi eitt sinn frá því að hún hefði eiginlega stundað kynlíf í flugvél þar sem hún hefði fengið fullnægingu í háloftunum, ein og með öðrum. 

Miranda Kerr.
Miranda Kerr. mbl.is/AFP

Kris Jenner

Raunveruleikastjarnan greindi frá því að hún hefði stundað kynlíf inni á klósetti með þáverandi eiginmanni sínum Bruce Jenner, nú Caitlyn Jenner. Þau héldu að þau hefðu komist óséð frá verknaðinum en í lok flugsins notaði flugþjónn kallkerfið og óskaði Jenner-hjónunum til hamingju. 

Kim Kardashian

Ólíkt móður sinni kann raunveruleikastjarnan sig og sagðist hafa stundað kynlíf í einkaflugvél að næturlagi og var því enginn að trufla. 

Kim Kardashian og móðir hennar, Kris Jenner.
Kim Kardashian og móðir hennar, Kris Jenner. AFP

Cara Delevingne

Fyrirsætan segist oft hafa stundað kynlíf í flugvél og alltaf hafi það komist upp. Sagði hún mjög erfitt að komast frá kynlífinu án þess að fólk taki eftir. Einu sinni hafi hún sjálf kvartað í flugfreyju yfir því að farþegi horfði of mikið á. 

Cara Delevingne.
Cara Delevingne. AFP

Liam Neeson

Leikarinn segir það hafa gerst fyrir mörgum árum í flugi með Lufthansa. 

Liam Neeson.
Liam Neeson. AFP

Janet Jackson

Söngkonan sagði undarlegasta staðinn sem hún hefði stundað kynlíf á vera í flugvél. Sagðist hún hafa gert það í venjulegri farþegaflugvél, ekki inni á klósetti heldur í sætinu sínu. 

Janet Jackson.
Janet Jackson. AFP

John Travolta

Leikarinn flýgur sjálfur og hefur því að sjálfsögðu stundað kynlíf í háloftunum með eiginkonu sinni Kelly Preston. 

John Travolta og Kelly Preston.
John Travolta og Kelly Preston. AFP

Gwyneth Paltrow 

Leikkonan viðurkenndi að hafa stundað kynlíf í flugvél en greindi ekki nánar frá atvikum. 

Gwyneth Paltrow.
Gwyneth Paltrow. AFP

Zoe Saldana

Fáránlegasti staður sem leikkonan hefur stundað kynlíf á er í flugvél. 

Zoe Saldana.
Zoe Saldana. mbl.is/AFP

Richard Branson

Sem stofnandi flugfélags hefur Branson auðvitað stundað kynlíf í flugvél. Þá var hann reyndar 19 ára og stundaði hann kynlíf inni á klósetti með konu sem hann hitti í flugvélinni.

Richard Branson.
Richard Branson. AFP

Ralph Fiennes

Leikarinn stundaði eitt sinn kynlíf með flugfreyju sem varð til þess að hún missti vinnuna. Sagðist hún ekki hafa séð eftir kynlífinu þótt hegðunin væri ekki til fyrirmyndar. 

Ralph Fiennes.
Ralph Fiennes. AFP
mbl.is