Þarftu hagfræðing í ástarmálin?

Grundvallareglur hagfræðinnar ríkja á stefnumótaforritum að sögn sérfræðings. Tinder sem …
Grundvallareglur hagfræðinnar ríkja á stefnumótaforritum að sögn sérfræðings. Tinder sem dæmi er best fyrir skyndikynni. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Paul Oyer er einn áhugaverðasti hagfræðingurinn um þessar mundir ef marka má BBC News og fleiri fjölmiðla. 

Hann starfar sem prófessor við Stanford-háskólann og heldur því fram að hægt sé að kynnast öllum helstu hagfræðireglum með því að skoða stefnumótaforrit.

Í viðtali við BBC segir hann m.a. um Tinder:

„Tinder er frábært fyrir fólk sem hefur áhuga á vinum og skyndikynnum. Ég veit að ég er að undirselja Tinder, en ef þú vilt vera vinsæll á Tinder þá viltu fá marga til að líka við þig. Ef þú ert með síðu á Tinder þar sem þú gefur vísbendingu um að þú sért að leita að langtímasamböndum, þá ertu ekki eins vinsæll á Tinder og aðrir. 

Ég mæli með öðrum forritum fyrir þá sem langar í gæðasamband til lengri tíma.“

Oyer ræðir um vinsælt hugtak innan hagfræðinnar sem kallast „signaling“.

„Á Tinder notar fólk þessa aðferð mikið. Það tekur sér tíma á síðum annarra og sendir svo skilaboð um að þeir hafi tekið eftir því að manneskjan er með sama smekk og þeir þegar kemur að tónlist og kvikmyndum sem dæmi. Fólk reynir að nota þessa leið á trúverðugan hátt, en oftar en ekki er fólk að halda fram hlutum sem það getur síðan ekki staðið við. Þegar kemur að trúverðugleika er mikilvægt að nota þessa aðferð sparlega.“

Þátturinn fjallar um hvernig stefnumótaforrit eru að gera ástina að söluvöru. Hvernig hér á árum áður fólk kynntist í kirkju og í gegnum vini. Nú fer fólk á stefnumótaforrit, sem einhver hefur búið til og grætt peninga á. Síðan fer mikill tími í að skoða vænlega einstaklinga. Ef ákveðið er að fara á stefnumót, er farið á sem dæmi veitingastað, sem kostar peninga og fleira í þeim dúrnum. 

Spurningin er þá alltaf, hver græðir mest á rómantískum hugmyndum okkar um ástina? 

mbl.is