Meðvirkni á vinnustaðnum

Þegar fólk fær tækifæri á að vera besta útgáfan af ...
Þegar fólk fær tækifæri á að vera besta útgáfan af sér á vinnustaðnum breytist líðan viðkomandi. Meðvirkni á vinnustað hefur mikil áhrif. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kona sendir inn bréf vegna þess að vinnustaðurinn hennar er farinn að finna fyrir því að einn starfsmaðurinn er að þróa með sér fíkn í áfengi. Hún biður um ráð þar sem hún er orðin veik af meðvirkni eins og restin af vinnustaðnum. 

Sæl Elínrós.

Mig langar að falast eftir upplýsingum tengdum meðvirkni á vinnustöðum. Tekur þú að þér að skoða slíkt?

Málið er að ég vinn á frábærum vinnustað þar sem mikils er ætlast til af manni, verkefnin eru frekar skýr og endurgjöf góð. Hins vegar hef ég grun um að það sé undir niðri rosaleg meðvirkni í gangi hér. 

Það er mjög margt ekki sagt upphátt, heldur liggur í loftinu. Fólk vinnur hér löngum stundum, þó að við fáum einungis greitt fyrir átta stundir á dag. Einhvers staðar erum við öll í leik, til að þóknast yfirmanni okkar. Við dönsum í kringum einn millistjórnanda sem er að þróa með sér áfengisfíkn að ég held. En enginn segir neitt. 

Sem dæmi þá fórum við öll út saman nýverið og þessi millistjórnandi missti sig alveg í drykkju. Hann byrjaði að ýta við okkur sem störfum með honum, sagði hluti sem ég skil ekki alveg hvaðan koma.

Síðan mætum við öll í vinnu eftir helgina og enginn segir neitt. Ég sé að mannauðsstjórinn er að reyna að taka á þessu af sínum veika mætti. En hvernig get ég sem vinn með honum látið í ljós að hann sé að fara yfir mörkin mín? Hvernig get ég tekið þátt í að vera ekki meðvirk með þessu ástandi.

Þetta er góður starfskraftur, en hann er ekki heiðarlegur þegar kemur að vinnu eða einkalífi sínu. 

Hvað myndir þú gera til að aðstoða okkur? Hvað myndir þú gera sem stjórnandi fyrirtækisins í þessu máli?

Kærar, ein að ég held meðvirk. 

Elínrós Líndal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi, sérhæfir sig í meðvirkni og ...
Elínrós Líndal, einstaklings- og fjölskylduráðgjafi, sérhæfir sig í meðvirkni og fíknisjúkdómum. mbl.is/Eggert

Sæl og takk fyrir að senda inn þessa spurningu. 

Það sem þið þurfið er utanaðkomandi einstakling sem kann að takast á við fíknivanda og meðvirkni. Fíkn er sjúkdómur sem fer vanalega versnandi með tímanum. Hægt er að þróa með sér fíkn í mat, áfengi, vímuefni og fólk (ástarfíkn) svo eitthvað sé nefnt. Einn af hverjum tíu körlum í landinu hefur leitað sér aðstoðar á Vog vegna áfengis- og/eða
vímuefnaneyslu. Mörg hjónabönd upplifa stjórnleysi sökum ástarfíknar eða vanda og talsvert margir í þessu landi eru í basli með þyngdsína. Af þessum sökum verðum við
að gera ráð fyrir því að hluti fólks á vinnustöðum sé í vanda og sumir jafnvel að byrja að þróa með sér fíkn.

Af því þú spyrð mig beint hvað ég myndi gera til að aðstoða ykkur og hvaða ráð ég myndi gefa stjórnanda ykkar þá myndi ég gera eftirfarandi:Stjórnandi ykkar þarf að vita hvernig hann getur orðið hluti af lausninni. Ég veit að ef hann fær aðstoð frá fagaðila til að taka það sem kallast „intervention“ fengi hann fræðslu um fíknisjúkdómnn, hvernig best er að taka á honum og hvernig hann getur orðið hluti af bata þess sem er að þróa með sér fíknina.

Meðvirkni er að láta sem ekkert hafi gerst. Það þarf hugrekki í þessa aðgerð. Samtalið er vanalega gert undir handleiðslu og fer fram á þann hátt að stjórnandi sest niður með
starfsmanni og bendir á að hann telji að um vandamál sé að ræða.
Best er að hafa samtalið hlýlegt og þægilegt. Eins er mikilvægt að vera með hugmynd að lausn í sjónmáli. Flottustu leiðtogarnir bjóða upp á nokkrar lausnir í samtalinu. En það
þarf góðar upplýsingar til þess að vita næstu skref og þau ættu að vera leidd áfram af fagfólki.


Ég er á því að minnsta inngripið sé alltaf best, en mjög oft er nauðsynlegt að viðkomandi starfsmaður fari í meðferð.
Ef stjórnandinn getur leitt starfsmann sinn í áttina að bata, mun hann án efa vera með afar þakklátan einstakling í vinnu til frambúðar.

Mikilvægast er að gera samninga í þessum viðtölum.
Það sem vinnustaðurinn þarf aðstoð með að skilja er að það velur sér enginn að vera ekki með stjórn á því sem hann borðar, hvern hann elskar eða hvað hann drekkur mikið. En
það er alltaf staður og stund til að taka ábyrgð og gera eitthvað í hlutunum.

Að takast á við meðvirkni á vinnustaðnum er áhugavert verkefni. Starfsmenn sem ná tökum á meðvirkni eru opnari og ánægðari í vinnunni en þeir sem eru meðvirkir.

Hægt er að vera með vinnustofur, einstaklingsfundi og fræðslu um heilbrigð samskipti og meðvirkni.

Rithöfundurinn Norman Vincent Peale sagði hluti af því að vera lifandi, sé að vera með vandamál og verkefni að leysa.

Heilbrigðustu vinnustaðirnir að mínu mati gera ráð fyrir því.

Kær kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

Í gær, 23:30 Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

Í gær, 19:00 Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

Í gær, 17:00 Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

Í gær, 11:49 Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

Í gær, 10:00 Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

Í gær, 05:00 „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

í fyrradag Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

í fyrradag Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

í fyrradag „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

í fyrradag Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

í fyrradag Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

22.3. Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

22.3. Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

22.3. Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

22.3. Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

21.3. Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

21.3. „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

21.3. Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

21.3. Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

21.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »