Pabbinn er fullur á pabbahelgum

Íslensk kona hefur áhyggjur af börnunum sínum.
Íslensk kona hefur áhyggjur af börnunum sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem skildi fyrir sex árum og hefur miklar áhyggjur af börnunum sínum. 

Sæll Valdimar,

Ég skildi fyrir sex árum og hef miklar áhyggjur af börnunum mínum sem fara núna til pabba síns aðra hvora helgi. Hann er kominn með kærustu og hélt ég að ástandið myndi batna eitthvað við það. Hann myndi sinna þeim betur ef honum liði betur með nýjum maka en það er alls ekki raunin. Málið er að börnin eru algerlega afskiptalaus þegar þau eru hjá pabba sínum. Hann og kærastan eru annaðhvort að drekka, að horfa á sjónvarpið eða í tölvunni. Börnin eru því bara lokuð af inni í herbergi og líður mjög illa. Á ég að halda áfram að senda þau til pabba síns eða á ég að reyna að stoppa þetta?

Ég óttast mjög mikið að ég sé að vinna þeim tjón með því að láta þau fara til þeirra um helgar, þótt það sé bara aðra hvora helgi. Það er mjög erfitt að senda börnin sín þangað sem þau vilja ekki vera. Svo heldur eitt barnið því fram að pabbinn og nýja kærastan séu mjög dónaleg við hana og hin systkinin taka undir það.

Mér líður svo hræðilega illa yfir þessu að ég veit ekki hvað ég á að gera. Auðvitað vil ég að börnin umgangist pabba sinn en þegar það veldur þeim svona miklum sársauka þá er ég mjög efins. Hvað finnst þér að ég ætti að gera.

Kveðja, XXX

Valdimar Þór Svavarsson, fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson, fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

Góðan daginn og takk fyrir að senda þessar spurningar.

Umgengni barna er eldfimt efni sem reglulega ratar inn á borð ráðgjafa og fjölmargir hafa sent fyrirspurnir hér á Smartland í tengslum við þetta efni. Ég mæli hiklaust með að skoða fyrri spurningar og svör um þetta málefni svo að þú getir fengið betri innsýn í þá umræðu. Með því að smella HÉR getur þú skoðað eitt af þeim svörum.

Ég vil hrósa þér fyrir að leggja þig fram við að fá svör við þessum spurningum, það besta sem börn geta fengið eru foreldrar sem eru metnaðarfullir í að sinna þörfum þeirra og vernda þau fyrir óréttlæti og hvers konar ofbeldi. Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum og reyndar mætti segja að þær séu fleiri þegar kemur að umgengni barna. Það er hlið móður, hlið föðurins, hlið stjúpforeldra og hlið barnanna sem koma til sögunnar og allir hafa sínar meiningar um það hvernig málin ganga. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða einhvern punkt sem gengið er út frá, og í þessum málum er hann alltaf sá sami: Öryggi og hagsmunir barnanna eiga að ganga fyrir, við eigum að bera ábyrgð á velferð þeirra. Ef það eru ástæður til að ætla að aðstæður barna séu óásættanlegar, að þeim sé hætta búin eða beinlínis vanrækt eða beitt ofbeldi, þá er mikilvægt að bregðast við. Sem betur fer má í langflestum tilvikum segja að fólk er virkilega að gera sitt besta þegar kemur að uppeldi barna. Þar erum við eins misjöfn eins og við erum mörg. Sumir hafa fengið góða fyrirmynd varðandi uppeldi á meðan aðrir fengu slæmt uppeldi og eru jafnvel að viðhalda því af því þeir kunna ekki annað. Það er ein af ástæðum þess að það sem einum þykir fullnægjandi uppeldi og framkoma við börn, gæti öðrum þótt mjög ábótavant. Best er að sjálfsögðu ef fólk getur sest niður í ró og næði og átt yfirvegað samtal þar sem rætt er um hvað betur mætti fara í umönnun barnanna. Þetta er mjög vandasamt og reynir á að báðir aðilar geti sýnt þroska og talað saman án þess að beita ásökunum og stefna fyrst og fremst að því að bæta líf barnanna sinna og sitt eigið í leiðinni. Mörgum þykir gott að halda slíka fundi með þriðja aðila, einhverjum ótengdum aðila sem getur aðstoðað við að samtölin byggi á virðingu og fókus á að ná framförum. Þegar þessir möguleikar eru ekki til staðar, þ.e.a.s tala saman eins og fullorðið fólk og/eða að hittast sameiginlega hjá fagaðila sem getur aðstoðað við framvindu mála, þá getur næsta skref verið að leita til viðkomandi félagsþjónustu og fá aðstoð þaðan. Mörgum hrýs hugur við þeirri hugsun að leita til félagsþjónustu og mögulega barnaverndar en það er alveg óhætt að segja að í langflestum tilvikum starfar þar mjög gott fólk sem leggur sig fram við að aðstoða í krefjandi verkefnum sem þessum. Þar starfa einstaklingar með reynslu af umgengnismálum og þekkja þær reglur sem þurfa að gilda í samskiptum fólks og umönnun barna.

Vonandi nýtast þessar upplýsingar þér við að stíga næstu skref í þessari vinnu.

Kær kveðja, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

mbl.is

10 ráð til að vernda heilsuna

20:00 „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

17:00 Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

14:00 Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

09:30 Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

05:00 Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

Í gær, 23:55 Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »

Flestir fá það í trúboðanum

í gær Stundum er einfaldasta leiðin besta leiðin og það virðist eiga við í svefnherberginu.   Meira »

Framhjáhaldsskandalar tortímdu pörunum

í gær Beyoncé og Jay-Z eru kannski enn saman þrátt fyrir ótrúnað rapparans en það eru ekki öll sambönd í Hollywood sem standast álagið sem fylgir framhjáhaldi. Framhjáhöldin eru fjölmörg en sumir skandalar hafa verið stærri en aðrir. Meira »

Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu

í gær Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal... Meira »

Ljómandi og frískleg húð í sumar

í gær Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, er mjög hrifin af náttúrulegri og frísklegri húð yfir sumartímann. Meira »

Hvers vegna var Díana engin venjuleg prinsessa?

í gær Díana prinsessa braut blað í sögunni þegar hún sagði tryggðarheitin í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins árið 1981.   Meira »

Var 130 kíló: Léttist á því að borða heima

í gær Við útskrift úr háskóla var áhrifavaldurinn Meghan 130 kíló. Hún grenntist meðal annars með því að telja kaloríur en er í dag ekki hrifin af aðferðinni. Meira »

Notalegasta kynlífsstellingin

13.7. Sumar kynlífsstöður taka meira á en aðrar. Þessi stelling er fullkomin þegar þið nennið ekki miklum hamagangi í svefnherberginu. Meira »

„Barnsmóðir mín notar hörð efni“

13.7. „Ég er búinn að tilkynna þetta til barnaverndar í bæjarfélagi okkar en þeir virðast ekki geta gert neitt. Mér finnst eins og mæður fái betra viðmót með svona upplýsingar til féló heldur en feður. Alla vega er eitthvað gert strax í málunum þegar mæður tilkynna svona...“ Meira »

Gerir þú þessi mistök í þínu sambandi?

13.7. Fólk sem hefur verið í sambandi í langan tíma á það oft til að falla í sömu gildrurnar. Sama hversu einstök við teljum okkur vera þá má sjá mynstur hjá fólki í samböndum og iðulega koma upp sömu mistökin sem fólk gerir. Meira »

Hvenær á að æfa til að grennast hraðar?

13.7. Það er ekki óalgegnt að spyrja að þessu þegar markmiðið er að losa sig við nokkur kíló. Vísindafólk hefur rannsakað þetta og er svarið líklega ekki það sem flestir vonast eftir. Meira »

Hönnunarparadís í 104 Reykjavík

13.7. Við Sigluvog 11 stendur glæsilegt Sigvaldahús sem byggt var 1960. Falleg málverk og húsgögn prýða þetta einstaka hús.   Meira »

Eftirsóttustu einhleypu konur Íslands

13.7. Sum­arið er tím­inn til að finna ást­ina og þá er ágætt að vita hverj­ir eru áhuga­verðustu ein­hleypu konur Íslands. Eins og sést á list­an­um eru margir kvenskörungar í lausagangi. Meira »

Gerðist vegan til að minnka verki

12.7. Tónlistarkonan Jessie J ákvað að hætta að borða sykur til að ná stjórn á krónískum verkjum. Síðan ákvað hún að hætta borða kjöt og núna er hún orðin grænkeri. Meira »

Á Harry bara eitt par af skóm?

12.7. Harry Bretaprins virðist alltaf vera í sömu skónum og spyrja aðdáendur hans nú hvort prinsinn eigi ekki fleiri skópör.   Meira »

Tinna Brá selur sumarhúsið á Þingvöllum

12.7. Tinna Brá Baldvinsdóttir eigandi Hrím hefur sett sinn fallega sumarbústað á sölu. Bústaðurinn er litríkur og skemmtilegur eins og flest sem Tinna Brá kemur nálægt. Meira »