Er makinn sjálfselskur í rúminu?

Góð samskipti skipta máli í kynlífi.
Góð samskipti skipta máli í kynlífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kynlíf eins og svo margt annað snýst um að gefa og þiggja. Jafnræði ætti að ríkja hjá fólki sem stundar kynlíf saman. Þó smá sjálfselska sé mikilvæg getur hún verið of mikil eins og ráðgjafi í viðtali við Men's Health greindi frá og nefndi fjögur atriði sem benda til þess að makinn sé sjálfselskur í rúminu. 

Skiptir forleikurinn engu máli?

Forleikurinn er oft sagður það mikilvægasta í kynlífi og gleymist oft. Upphitunin er ekki bara skemmtileg heldur bráðnauðsynleg fyrir marga ef njóta á kynlífsins almennilega. Kannski er makinn ekki sjálfselskur þó hann sleppi forleik. Kannski átti hann einu sinni maka sem vildi lítið með forleik að gera eða hefur áhyggjur af því að hann endist ekki. Ef hann hann sleppir honum þó er sá möguleiki til staðar að makinn veiti þér ekki þá athygli sem þú átt skilið. 

Hunsar makinn eða gerir lítið úr ánægju þinni?

Ef það er óvíst af hverju makinn flýtir sér með forleikinn ætti að spyrja næst hvort að hann hunsi unað þinn. Það er eitt að flýta sér í gegnum forleik vegna frammistöðukvíða en annað að gera það vegna þess makinn hefur ekki áhuga á því sem þú færð út úr kynlífinu. 

Gortar makinn sig af kynlífinu?

Fólk er mis opið með kynlífið sem það stundar. Ef þú vilt ekki ræða það við aðra en makinn ræðir það við vini er það skýrt dæmi um sjálfselsku enda skýrt að þín skoðun skipti ekki máli. 

Lítur makinn á fullnæginguna sem sinn eigin árangur?

Það er gott ef makinn vill að þú fáir fullnægingu en ef það er bara til þess að staðfesta hversu góður hann er í rúminu er ástæðan ekki góð. Skiptir það máli að hann láti þig fá fullnæginguna eða verður hann ósáttur ef það er kynlífsleikfang sem gerir það?

Fólk hefur ólíkar þarfir og er því lykillinn í þessu eins og öðru góð samskipti. Það skiptir til dæmis máli að ræða hvað maður vill og hvað ekki. Það er kannski ekki besta leiðin að ræða það þegar ástarleikur er hafinn heldur eitthvað sem gott er að ræða með fulla einbeitingu. 

Er makinn sjálfselskur í rúminu.
Er makinn sjálfselskur í rúminu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is