Er makinn sjálfselskur í rúminu?

Góð samskipti skipta máli í kynlífi.
Góð samskipti skipta máli í kynlífi. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Kynlíf eins og svo margt annað snýst um að gefa og þiggja. Jafnræði ætti að ríkja hjá fólki sem stundar kynlíf saman. Þó smá sjálfselska sé mikilvæg getur hún verið of mikil eins og ráðgjafi í viðtali við Men's Health greindi frá og nefndi fjögur atriði sem benda til þess að makinn sé sjálfselskur í rúminu. 

Skiptir forleikurinn engu máli?

Forleikurinn er oft sagður það mikilvægasta í kynlífi og gleymist oft. Upphitunin er ekki bara skemmtileg heldur bráðnauðsynleg fyrir marga ef njóta á kynlífsins almennilega. Kannski er makinn ekki sjálfselskur þó hann sleppi forleik. Kannski átti hann einu sinni maka sem vildi lítið með forleik að gera eða hefur áhyggjur af því að hann endist ekki. Ef hann hann sleppir honum þó er sá möguleiki til staðar að makinn veiti þér ekki þá athygli sem þú átt skilið. 

Hunsar makinn eða gerir lítið úr ánægju þinni?

Ef það er óvíst af hverju makinn flýtir sér með forleikinn ætti að spyrja næst hvort að hann hunsi unað þinn. Það er eitt að flýta sér í gegnum forleik vegna frammistöðukvíða en annað að gera það vegna þess makinn hefur ekki áhuga á því sem þú færð út úr kynlífinu. 

Gortar makinn sig af kynlífinu?

Fólk er mis opið með kynlífið sem það stundar. Ef þú vilt ekki ræða það við aðra en makinn ræðir það við vini er það skýrt dæmi um sjálfselsku enda skýrt að þín skoðun skipti ekki máli. 

Lítur makinn á fullnæginguna sem sinn eigin árangur?

Það er gott ef makinn vill að þú fáir fullnægingu en ef það er bara til þess að staðfesta hversu góður hann er í rúminu er ástæðan ekki góð. Skiptir það máli að hann láti þig fá fullnæginguna eða verður hann ósáttur ef það er kynlífsleikfang sem gerir það?

Fólk hefur ólíkar þarfir og er því lykillinn í þessu eins og öðru góð samskipti. Það skiptir til dæmis máli að ræða hvað maður vill og hvað ekki. Það er kannski ekki besta leiðin að ræða það þegar ástarleikur er hafinn heldur eitthvað sem gott er að ræða með fulla einbeitingu. 

Er makinn sjálfselskur í rúminu.
Er makinn sjálfselskur í rúminu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Ertu bara „rebound“?

22:00 Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

19:00 Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

17:14 Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

16:00 „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

15:00 Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

11:48 Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

10:00 Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

05:00 Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

í gær Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

í gær Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

í gær Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

í gær Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

í gær Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

í gær Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

í gær Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »

Er andlegur ráðgjafi Oprah Winfrey svarið?

17.2. „Við mælum ekki hamingju með efnahagslegum mælikvörðum. Við þurfum að horfast í augu við opíóðafaraldurinn, við þurfum að horfast í augu við sjálfsmorðstíðnina í landinu. Við þurfum að skoða hvað liggur undir yfirborðinu. Efla vitund, ást og kærleika bandarísku þjóðarinnar.“ Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

17.2. Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Hús Elon Musk minnir á geimskip

17.2. Elon Musk hefur sett glæsihýsi sitt í Los Angeles á sölu. Musk er ekki að flytja til Mars þótt hann hafi fulla trú á hugmyndinni. Meira »

Heitustu skórnir í dag

17.2. Frú Anna Wintour hefur gefið leyfi. Heitustu skórnir í dag eru ekki ákveðin gerð af skóm heldur skiptir munstrið öllu máli.   Meira »

Ljóstrar upp heilsuleyndarmálinu

17.2. Hin skemmtilega Rachel Brosnahan hefur lítinn sjálfsaga þegar kemur að hreyfingu en borðar því mun hollari fæðu.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

17.2. Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »