Langur fegurðarblundur bráðnauðsynlegur

Elle Macpherson er annt um heilbrigði og passa upp á …
Elle Macpherson er annt um heilbrigði og passa upp á svefninn. Skjáskot/Instagram

Áströlsku ofurfyrirsætunni og heilsugúrúinum Elle Macpherson finnst gott að fara yfir árið þegar kínverska nýárið gengur í garð í febrúar. Í pistli sínum á vefnum Get The Gloss  greinir hún frá því hvað hún ætlar að leggja áherslu á og halda áfram að gera á árinu. Svefninn er algjört lykilatriði. 

„Við þurfum á fegurðarblundinum að halda, það er vísindaleg staðreynd,“ skrifar Macpherson í pistli sínum en hún segist hafa lært að sofa betur síðustu ár. Segist fyrirsætan sofa í góða sjö tíma á hverri nóttu. Segir hún svefninn skipta mjög miklu máli þegar kemur að heilsu húðarinnar. 

Svefn er ekki bara svefn og segist Macpherson sjá til þess að fá góðan svefn með nokkrum aðferðum. Hún fær sér te áður en hún fer að sofa og notar róandi sprey með góðri lykt á koddana sína. Ef hún á erfitt með að róa huga sinn leggst hún á bakið með fætur upp í loft upp við vegg og teygir úr höndunum. Segir hún þessa stöðu sem er til í jógafræðum hafa góð áhrif á sig. Eftir fimm mínútur í stöðunni er hún orðin róleg og getur sofnað. 

Þegar kemur að heilsu ætlar Macpherson þó að gera meira en að sofa vel á árinu. Hún fastar hluta dags, drekkur mikið vatn, finnst gott að fá sér sellerídjús á morgnana, borðar hráfæði og forðast sykur og hveiti. Hún passar að borða kvöldmat fyrir sex á kvöldin, fær sér ferskt loft á daginn og fer í sánu. 

Fyrirsætan hefur sett sér það markmið að rækta sitt eigið grænmeti í garðinum heima hjá sér svo hún komist alltaf í ferskt grænmeti. 

Góður svefn er lífsnauðsynlegur.
Góður svefn er lífsnauðsynlegur. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál