Fæla sterkar konur karlmennina frá sér?

Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir, samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Nú nýverið las ég grein þar sem fram kom að karlar vilji ekki sterkar vel gefnar konur sem maka þrátt fyrir að þeir beri mikla virðingu fyrir þeim alla jafna,“ segir Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi og samskiptaráðgjafi hjá Manngildi, í sínum nýjasta pistli: 

Það sannast sem sagt það sem við vinkonurnar höfum stundum verið að gaspra um eða það að karlmenn séu almennt með svo brotið ego að þeir þurfi að vera aðeins yfir konuna í lífi sínu hafnir í stað þess að vera þar á jöfnum grunni (auðvitað ekki algilt frekar en annað).

Stephani Reeds hefur skrifað margar greinar um hinar mannlegu og sálarlegu hliðar mannsins og í grein þeirri sem ég las heldur hún því fram að karlmenn vilji heldur brothættar, mjúkar, kvenlegar konur í stað sterkrar alpha-konu hvenær sem er.

En hvers vegna er þetta svona ef við gefum okkur að staðreyndir séu á bak við þessa fullyrðingu?

Í grein Stephanie segir hún að í könnunum sem gerðar hafa verið komi í ljós að möguleikarnir á því að menn muni fara á rómantískt stefnumót með gáfaðri valdamikilli konu séu jafnvel minni en við vinkonurnar héldum.

Ein af mörgum könnunum sem var gerð við Háskólann í Buffalo ásamt Háskólanum í Texas og Lútherska háskólanum í Kaliforniu var framkvæmd þannig að karlar voru valdir og spurðir hvort þeim þætti þægilegt að fara á stefnumót með konum sem væru gáfaðri en þeir sjálfir. 90% sögðu að þeim þætti það í fínu lagi, en þegar öll stigin úr könnuninni voru talin saman kom í ljós að þeir höfðu í raun ekki áhuga á þeirri konu sem rómantísku viðhengi.

Niðurstaðan var sem sagt sú að konur sem voru gáfaðri en þeir og voru hæfari til að framkvæma ákveðin verk vöktu áhuga eða virðingu mannanna en aðeins ef þær voru í ákveðinni fjarlægð frá þeim. Þegar að stefnumótum kom hins vegar og nálægð við manneskjuna komin í spilið þá kom í ljós að þeir kjósa frekar konur sem eru þeim síðri að gáfum og getu í það hlutverk.

Önnur könnun af sama toga gaf svipaðar niðurstöður en útskýrði betur hvers vegna þetta er svona.

Í prófunum þessara aðila voru þátttakendur beðnir um að skilgreina og lýsa karlmennsku sinni í aðstæðum þar sem kona hafði haft yfirhöndina í samræðum fyrir framan konu sem þeir höfðu haft rómantískan áhuga á og það kom ekki vel út fyrir egoið þeirra.

Rannsakendur komust að svipaðri  niðurstöðu og þeir sem fyrri könnunina gerðu og vitnað er í eða að í fjarlægð höfðu menn meiri áhuga á konum sem voru þeim fremri að gáfum, en á hinn bóginn þegar þessar konur voru komnar í raunveruleg samskipti við þá voru þær ekki eins spennandi ef þær báru höfuð og herðar yfir þá gáfnafarslega séð.

Það virðist því þannig vera þegar allt er tekið með að karlmönnum sé verulega ógnað af valdamiklum, vel gefnum og sjálfstæðum konum.

Og kona með snjallan húmor virðist einnig vera hættuleg þessu brothætta egói karlmannanna og þeir kjósa einnig að halda sig í góðri fjarlægð frá þeim konum.

En þrátt fyrir að karlmönnum í þessari könnun finnist gáfaðar konur ógnvekjandi þýðir það ekki að það sé eitthvað að þessum gáfuðu og flottu konum segir Stephanie og gæti ég ekki verið meira sammála henni hvað það varðar, og ég hef nú þá trú að það séu til menn hér á okkar ylhýra sem eru það sterkir karakterar að þeir hefðu orðið undantekningin í þessum bandarísku könnunum og þoli það vel að konur skáki þeim að vitsmunum og ýmsu öðru leyti.

Ég hef einnig þá trú að við séum komin mun lengra í jafningjasamskiptum en það sem lesa má út úr þessum könnunum sem hún Stephanie tínir til.

Og ef sú trú mín bregst þá ætla ég enn að að trúa á að kraftaverkin gerist enn þann dag í dag og að þessir sterku, fallegu og fjallmyndarlegu gáfuðu víkingar okkar muni ekki uppfylla orð okkar vinkvennanna um heigulshátt og brotna sjálfsmynd heldur sé þetta bara í nösum okkar kvenna jafnt hér á landi sem annars staðar.

Kæru systur – verum bara jafn klárar, fyndnar, flottar, valdamiklar og okkur sýnist að vera, það er alltaf smartast að vera maður sjálfur eins og maður er án þess að reyna með nokkrum hætti að leitast við að breyta sér til að uppfylla þarfir eða væntingar annarra, að ég tali nú ekki um að fara að stíga meðvirknidansinn sem engum gerir gott.

Nú og ef enginn fallegur víkingur kann að meta okkur eins og við erum (ekki að það sé forsendan fyrir góðu lífi), þá skulum við bara skína skært á okkar eigin sjálfstæðu gáfnafarslegu húmorísku forsendum og njóta lífsins með þeim sem kunna að meta návist okkar og klárheit!

Eins og alltaf er ég svo bara einni tímapöntun í burtu! 

mbl.is

Á eftirlaunum að greiða neysluskuldir sonar

Í gær, 20:00 Ég er með spurningu. Málið er að ég eftirlét syni mínum veð vegna neyslulána (ekki lyfja). Hann hefur lifað flott og um efni fram. Hann bjó hjá kærustunni sinni og lifði á yfirdrætti. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

Í gær, 17:30 Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Frosti Logason á lausu

Í gær, 13:30 Frosti Logason stjórnmálafræðingur og útvarpsstjarna á X-inu er á lausu eftir að upp úr sambandi hans og Helgu Gabríelu Sigurðardóttur slitnaði. Meira »

Kulnun og átta átta átta aðferðin

Í gær, 10:31 „Til að okkur líði sem best er afar mikilvægt að við sköpum okkur jafnvægi í lífinu og 8-8-8 reglan er bara regla sem virkar vel inn í þessar aðstæður þó að kannski þurfi fleiri þættir að koma inn og spila með, en þó að við gætum bara farið eftir þessari einu reglu erum við þó að minnka álagið töluvert og erum að ná töluverðum árangri.“ Meira »

Er komið í tísku að vera á lausu?

Í gær, 05:00 Margir halda að sambönd séu ávísun á sjálfstraust, en rannsóknir sýna að svo sé ekki. Svo síður sé í raun og veru. Í raun sýna rannsóknir að ef samband endar á innan við ári verður sjálfstraust fólks minna en ef það er áfram á lausu. Meira »

Mistök sem menn í opnum samböndum gera

í fyrradag Það er að verða algengara að fólk kjósi að vera í opnum samböndum. Það hentar ekki öllum að vera bara með einn maka en ef formið á að virka þurfa allir aðilar vera samþykkir og passa þarf algeng mistök. Meira »

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

í fyrradag Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenjuslæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

í fyrradag Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

í fyrradag Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

í fyrradag Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

24.3. Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

24.3. Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

24.3. Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

24.3. Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

24.3. Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

24.3. „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »