Fyrrverandi maður orðinn besta vinkonan

Þessi ljósmynd er af Sunnevu og Völu, ásamt dóttur þeirra ...
Þessi ljósmynd er af Sunnevu og Völu, ásamt dóttur þeirra sem er hin glaðasta með foreldraknúsið. Ljósmynd/Aðsend

Á vef Austurfréttar má finna viðtal við Völu Friðriksdóttur frá Eskifirði sem hefur gengið í gegnum reynslu sem fæstir hafa upplifað. Barnsfaðir hennar og fyrrverandi maki er nú í kynleiðréttingaferli. Vala kaus að segja lesendum Austurgluggans sögu sína þar sem hún vildi opna á umræðuna tengt transfólki í íslensku samfélagi.

Vala Friðriksdóttir hafði verið með barnsföður sínum í sex ár þegar hann tilkynnti henni að hann teldi sig vera fæddan í röngum líkama. Hann hét þá Valur Sigurbjörn Pálmarsson en heitir í dag Sunneva Ósk Pálmarsdóttir. Á þessum tíma var dóttir þeirra tveggja ára gömul og litla fjölskyldan nýlega flutt heim frá Svíþjóð þar sem þau höfðu dvalið í ár. 

Í viðtalinu segir meðal annars:

„Fyrrverandi maðurinn minn er ein besta vinkona mín í dag. Þetta er auðvitað stundum mjög ruglingslegt en samt mjög gott. Ég finn að ég sakna þess vissulega að eiga hana ekki lengur sem maka en ég hef hins vegar aldrei efast um að ákvörðunin var rétt. Skilnaðurinn var erfiður og sár, en þó á fallegan hátt. Okkur hefur allan tíman borið gæfa til að halda vinskap og styðja hvor aðra í þessu. Við getum einnig sagt hvor annarri þegar okkur líður ömurlega illa með þetta allt saman. Maður má alveg leyfa sér að eiga slæma daga, en ef maður bælir tilfinningarnar niður springur maður einn daginn og það er ekki eitthvað sem ég vil.

Ég held að það hafi hjálpað mér mjög mikið hversu jákvæð og víðsýn ég er að eðlisfari. Öll erum við manneskjur og enginn græðir á því að vera með illindi við saklausan einstakling. Hún gerði mér ekki neitt, fylgdi aðeins sínu hjarta og eins ótrúlega sárt og það er verð ég bara að vinna með það.

Vala Friðriksdóttir vill opna umræðuna um kynleiðréttingu og hvað slíkt ...
Vala Friðriksdóttir vill opna umræðuna um kynleiðréttingu og hvað slíkt hefur í för með sér. Ljósmynd/Aðsend

Ég er ekki endilega sammála því að tíminn lækni öll sár, en hann hefur mikið að segja. Ég á góða að og fer alltaf mánaðarlega til ráðgjafa í Lausninni. Ég vildi óska að það væri orðið almennara að fólk leitaði sér aðstoðar, við þurfum öll að rækta hugann eins og líkamann.“

Seinna í viðtalinu talar Vala um hversu sárt og erfitt kynleiðréttingaferlið er. Sterkar skoðanir fólks á þessu ferli spili þar inn í.

„Fólk hafði skoðanir á öllu. Eins og til dæmis að það væri undarlegt að hún hefði bara fyrst áttað sig á þessu þegar við vorum úti í Svíþjóð. Að hún hlyti að hafa gert það fyrr, örugglega strax í æsku, bara rétt eins og það vissi miklu betur um hennar líðan en hún sjálf. Að hún hefði örugglega verið í afneitun og bælt þetta niður. Auðvitað veit enginn neitt um þetta nema hún sjálf.“

Hægt er að skoða viðtalið í heild sinni hér.

mbl.is

Frosti Logason á lausu

13:30 Frosti Logason stjórnmálafræðingur og útvarpsstjarna á X-inu er á lausu eftir að upp úr sambandi hans og Helgu Gabríelu Sigurðardóttur slitnaði. Meira »

Kulnun og átta átta átta aðferðin

10:31 „Til að okkur líði sem best er afar mikilvægt að við sköpum okkur jafnvægi í lífinu og 8-8-8 reglan er bara regla sem virkar vel inn í þessar aðstæður þó að kannski þurfi fleiri þættir að koma inn og spila með, en þó að við gætum bara farið eftir þessari einu reglu erum við þó að minnka álagið töluvert og erum að ná töluverðum árangri.“ Meira »

Er komið í tísku að vera á lausu?

05:00 Margir halda að sambönd séu ávísun á sjálfstraust, en rannsóknir sýna að svo sé ekki. Svo síður sé í raun og veru. Í raun sýna rannsóknir að ef samband endar á innan við ári verður sjálfstraust fólks minna en ef það er áfram á lausu. Meira »

Mistök sem menn í opnum samböndum gera

Í gær, 21:45 Það er að verða algengara að fólk kjósi að vera í opnum samböndum. Það hentar ekki öllum að vera bara með einn maka en ef formið á að virka þurfa allir aðilar vera samþykkir og passa þarf algeng mistök. Meira »

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

Í gær, 18:00 Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenjuslæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

í gær Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

í gær Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

í gær Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

í fyrradag Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

í fyrradag Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

í fyrradag Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

24.3. Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

24.3. Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

24.3. „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

22.3. Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »