Konan búin að missa kynhvötina

Eiginkonan sýnir kynlífi lítinn áhuga.
Eiginkonan sýnir kynlífi lítinn áhuga. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég og konan mín erum að ganga í gegnum erfiðleika eins og í flestum hjónaböndum en hún hefur minni og minni áhuga á að stunda kynlíf. Ég veit að kynhvötin getur breyst en hún sýnir engin áform um að takast á við vandamálið. Ég hef boðist til þess að hjálpa en hún sýnir því ekki mikinn áhuga. Hún segist vera með mikinn kvíða og fer bráðum með tregðu til læknis til að biðja um ráð. Hún tekur nú þegar lyf en hún getur ekki bent á ástæðu kvíðans. Hún var aldrei svona þegar við vorum að hittast og nýtur vanalega lífsins. Ég reyni að hjálpa henni að vera hamingjusöm, en það er erfitt vegna mikla skapsveiflna,“ skrifaði kvæntur maður og leitaði ráða hjá Pamela Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian. 

Ráðgjafinn bendir honum á að kvíðaröskun þarf ekki endilega að vera tengd ákveðnum atburðum eða aðstæðum. Það geti verið erfitt að glíma við kvíða og getur dregið úr því að fólk njóti kynlífs. Hún bendir manninum á að þau þurfi að vinna sem eitt teymi til að finna út úr því hvers konar kvíða hún er að glíma við og hvort lyfin hennar virki. Nauðsynlegt er að konan hljóti réttu meðferðina. 

„Það eru til einfaldar leiðir til að minnka kvíða eins og að æfa, hugleiða og stunda jóga, en skapsveiflurnar eru líklega krefjandi fyrir ykkur bæði án þess að fá réttu hjálpina. Lítið sjálfstraust sem hún finnur mögulega fyrir hefur sérstaklega áhrif á áhuga á kynlífi og örvun. Svo það verður að hjálpa henni svo hún finni til öryggis í kynlífi og svo hún gefi sjálfri sér leyfi til þess að njóta.“

Konan er með kvíða.
Konan er með kvíða. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál