Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

Er hægt að setja markmið inn í samband og viðhalda …
Er hægt að setja markmið inn í samband og viðhalda ást, umhyggju og vinskap um ókomna tíð? Þarf spenna að vera til staðar í samböndum svo þau geti talist góð? mbl.is/Thinkstockphotos

Kona send­ir inn bréf vegna þess að maki hennar sem hún hefur verið með í fjölmörg ár er farinn að fara í taugarnar á henni. Hún spyr hvort hægt sé að kveikja bál í sambandinu að nýju eða hvort hún yrði bættari án hans.

Kæra Elínrós,

 

Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par.

Hvernig getur fólk í okkar stöðu kveikt bál að nýju? Er það hægt eða á ég bara að skilja við hann? Væri ég bættari með það?

 

Kveðja, S

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Sæl S.

Takk fyrir að senda á mig bréfið. Mér finnst bréfið þitt lýsa svo fallega hversu mikið verkefni það er að vera í góðu sambandi og viðhalda því. 

Að vera góðu innilega ástarsambandi er örugglega ein stærsta áskorun allra tíma. En það er til mikils að vinna, enda held ég að góð sambönd smiti svo margt gott inn í samfélagið.

Þegar fólk er hamingjusamt, að mínu mati þá gefur það hvort öðru rými til að vera, upplifa og prófa á hverjum degi. Það myndast rými inn í sambandinu til að mynda heilbrigð tengls við börn, stórfjölskylduna, vini og vandamenn. En þetta er ótrúlega flókið verkefni og við fáum mörg hver mjög litla æfingu á þessu sviði. 

Eins og ég les bréfið frá þér þá er maki þinn eitthvað að fara yfir mörkin þín þessa dagana. Þér finnst vanta spennu og ástríðu inn í sambandið - og veltir fyrir þér hvort hægt sé að kveikja á slíku í sambandinu eða hvort þú þurfir að fá þér nýjan maka.

Ég er á því að grunnurinn að góðu sambandi sé vinskapur og ef hann er til staðar þá er alltaf hægt að laga, breyta og bæta. 

Að mínu mati er alltaf hægt að gera sambönd betri, en sjaldnast hitti ég fyrir par þar sem báðir aðilar eru fúsir í breytingar. Sem er allt í lagi, það er hægt að gera töluverðar breytingar þó einungis annar vakni til lífsins á undan og vilji breytingar.

Það sem ég myndi byrja á því að skoða með þér er hversu heiðarleg ertu við maka þinn um þínar tilfinningar?

Hvernig ertu í að setja mörk?

Hver eru gildi þín í lífinu?

Hver eru markmiðin þín?

Hvert langar þig að stefna?

Ertu að ástunda hegðun daglega sem mun koma þér þangað?

Eins myndi mig langa að skoða tengsl þín við annað fólk. Skoða aðeins fortíðina og samskipti stórfjölskyldunnar. 

Þegar að fólki langar í nýtt samband þá finnst mér vanalega ástæðan vera fyrir því sú að fólk er komið með leið á sér í sambandinu. Kynlífið er kannski orðið fábrotið og tjáskipti lítil sem engin. 

Sambönd eru mjög mikið spari í mínum huga og því þarf að rækta það daglega. Einhversstaðar heyrði ég að fólki sem langar í samband ætti að byrja á því að fá sér blóm. Ég myndi þá alltaf mæla með Friðarlilju eða blómi sem sýnir mikil viðbrögð við vökvun og fallegu tali. Síðan ætti fólk að fá sér hund og ef vel gengur að skoða að fá sér maka. Ég held að þegar ég hafi farið í fyrsta sambandið mitt hafi ég alls ekki getað haldið Friðarlilju lifandi lengur en í viku. Skilurðu hvert ég er að fara?

Að setja markmið inn í sambandi er eins nauðsynlegt eins og að setja sér markmið um nýjan maka eða bara hvað manni langar að gerist tengt fjármálunum á næstu misserum. Eins þarf maður að vera með samning við sjálfan sig í sambandi og síðan maka sinn. 

Hins vegar er ótrúlega erfitt að vera heiðarlegur með tilfinningar sínar í sambandi og það er dagleg vinna að vera góð manneskja og láta ekki utanað komandi hluti „triggera“ mann í eitthvað sem skaðar eða lítillækkar mann sjálfan og aðra. 

Ef þú kæmir til mín myndi ég alltaf fyrst reyna eins og við gætum að gera sambandið sem þú ert í eins gott og hægt er. Ef þú hins vegar kæmist að því að þig myndi langa út úr sambandinu, þá væru til mörg áhugaverð verkefni sem hægt er að vinna til að þú upplifir ást og vellíðan á degi hverjum.

Ég er örugglega versti ráðgjafi heimsins þegar kemur að spennu og eld inn í samböndum. Það finnst mér nefnilega dæmi um „vanvirk“ eða „veik“ sambönd. 

En ef þig myndi langa í djúpt og innilegt ástarsamband fullt af trausti og nýjum lærdómi. Þá veistu hvar mig er að finna. 

Gangi þér innilega vel og vonandi finnurðu það sem þú leitar að.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál