„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

Að fantasera um samband, sem ekki er möguleiki að stofna ...
Að fantasera um samband, sem ekki er möguleiki að stofna til miðað við aðstæðurnar í dag, getur komið fólki langt út úr raunveruleikanum. mbl.is/Thinkstockphotos

Karlmaður sendir inn bréf þar sem hann kynntist giftri konu fyrir þremur árum og hefur verið viðhaldið hennar síðan. Hann spyr hvort hann sé að sóa tímanum sínum?

Sæl

Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út. Ég hef pressað mjög mikið á hana að klára þetta allt en alltaf koma einhverjar afsakanir af hverju hún þarf að fresta þessu. Hún á börn og segir oft að það sé út af þeim sem hún geti ekki skilið núna. Held að flestir í kringum okkur viti alveg að hún sé gift og mig grunar að eiginmaðurinn hennar viti líka af þessu. Á ég að gefa henni meiri tíma eða er ég bara að sóa tímanum mínum?

Kveðja, J

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Hæ hæ. 

Ég veit ekki hversu vinsæl ég verð hjá þér eftir svarið mitt en þú sendir á mig svo hér kemur það:

Mín persónulega skoðun er sú að þú ert að sóa tímanum þínum, ekki spurning. En faglega skoðun mín er sú að þessi kona er að gefa þér tækifæri til að skoða þína stöðu í lífinu. Tilfinningar, hugmyndir um ást, meðvirkni, samband við stórfjölskyldu, vini og jafnvel vinnuveitendur ef því er að skipta.

Af hverju viltu gifta konu?

Hvað mun koma í veg fyrir að hún haldi fram hjá þér líka?

Hver eru grunngildi þín í lífinu?

Hvert stefnir þú?

Þegar ég fæ fólk í þinni stöðu til mín í ráðgjöf vinn ég vanalega ekki með því nema það sé tilbúið að svara þessum spurningum með mér og taka nokkurra vikna fráhald frá því að vera viðhald. 

Fólk verður mjög veikt í þeirri stöðu sem þú ert í og ég myndi ekki óska óvini mínum að ganga í gegnum það sem þið eruð að fara í gegnum núna, í raun og veru öll. Þú, konan, eiginmaður hennar og börn. 

Ég myndi fá þig til að fara í þá grunnvinnu sem þarf til að geta gert samning við þig sjálfan, síðan ef þig langaði í samband sem myndi endast með henni þyrftir þú að gefa henni svigrúm til að skilja á sínum hraða. Á sínum forsendum þegar hentar henni. 

Ég er alls ekki að dæma þig, konuna eða eiginmanninn. Enda er ég ekki siðfræðingur heldur sambandsráðgjafi. Það sem ég veit hins vegar út frá reynslu minni er að þessi staða sem þið eruð í „triggerar“ margt af því versta hjá ykkur öllum. Eins og ég les út úr spurningunni þinni, og afsakaðu ef ég er að alhæfa of mikið, þar sem ég er einungis með nokkur orð að styðjast við og ég átta mig á að þarna er einungis brotabrot af sögunni sagt.

En þú sýnir einkenni stjórnsemi að setja ekki kærleiksrík mörk - og ert þannig að reyna að stjórna atburðarásinni í hennar lífi. Hún virðist meðvirk með ykkur báðum, en eilítið meira með eiginmanni sínum (sem gefur mér til kynna að öryggi hennar liggur í því sambandi). Síðan hlýtur eiginmaðurinn að vera meðvirkur með henni (eða þau í opnu hjónabandi), fyrst hann veit af þessu en setur ekki mörk. Skilurðu mig?

Málið er nefnilega að ef þú ferð á stefnumót og kynnist nýju fólki, þá þarftu að sætta þig við það eins og það er. Það er erfitt að ætla að finna einstakling og síðan breyta honum eftir eigin höfði. Sem dæmi, ef maður stefnir á að fara í samband sem er ekki meðvirkt getur maður ekki farið á stefnumót með ljóshærðum einstaklingi, setið síðan á móti honum og  „fantaserað“ um hvað þetta væri frábært væri hárið rautt og hún með smá brúnkukrem.  

Konan sem þú virðist elska í dag er gift, það er staðan og þú ættir ekki að reyna að stjórna því. Ef þú raunverulega elskar hana, þá gefur þú henni svigrúm til að gera hlutina heiðarlega gagnvart öllum í kringum sig, sér í lagi börnunum. Ferð að vinna aðeins í þér og sérð eftir þá vinnu hvort þetta er raunverulega sambandið sem þig langar í. 

Góður tími í fráhald væri 3-4 vikur þar sem þú ert ekki í neinu sambandi við hana eða aðrar konur á meðan þú skoðar gildin þín, hver þú vilt verða, topp- og botnhegðun í þessu samhengi og svo framvegis.

Ég myndi alltaf segja að það taki fólk 3 ár að jafna sig eftir skilnað, venja börnin við nýjar aðstæður og þar fram eftir götunum. Nokkrir mánuðir, eða jafnvel nokkur ár er ekki langur tími ef fólk ætlar að eyða restinni af lífinu saman. Ekki satt?

Ef við myndum vinna flott sjálfsvirðingaverkefni saman, værir þú kominn á þann stað eftir nokkrar vikur að treysta þér til að setja kærleiksrík mörk. Setja sjálfan þig í fyrsta sætið og fara inn í hvern dag með heiðarleika, auðmýkt og kraft að vopni. Þú ert þess virði og lífið svo sannarlega meira spennandi þannig. Því get ég lofað. En ég myndi ekki reyna að fara í þessa vinnu einn. Þú þarft handleiðslu. Fullt af sérfræðingum eru góðir í slíku.

Gangi þér vel.

Kærar Elínrós Líndal. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Svona forðastu stress og áhyggjur

05:00 Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

Í gær, 23:47 Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

Í gær, 20:00 „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

Í gær, 16:36 Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

Í gær, 13:58 Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

Í gær, 10:30 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

í gær Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

í fyrradag Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

í fyrradag Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

í fyrradag Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

í fyrradag Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

í fyrradag „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

19.3. Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

19.3. Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

19.3. Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

19.3. Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

19.3. „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

19.3. „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

19.3. Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

18.3. Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »