Ertu bara „rebound“?

Jennifer Aniston notaði Vince Vaughn til að jafna sig á …
Jennifer Aniston notaði Vince Vaughn til að jafna sig á Brad Pitt. mbl.is/REUTERS

Er einhver alvara í sambandinu sem þú ert í eða ertu bara „rebound“? Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Í þessum aðstæðum fattar fólk það ekki endilega fyrr en eftir á og báðir aðilar ekki endilega í sambandinu á sömu forsendum. Men's Health fékk kynlífsráðgjafa og sambandsráðgjafa til að fara yfir nokkur merki sem benda til þess að það sé einungis verið að nota þig sem ákveðna brú yfir í næsta samband. 

Sambandið er hversdagslegt

Mörg sambönd bera þess merki strax í byrjun að þau eigi ekki að endast lengi. Ef kærastinn eða kærastan segist ekki vera að leita að neinu alvarlegu er rétt að virða það og það er ágætismerki um hvar hjartað er. 

Enn með fyrrverandi á heilanum

Segist makinn vera mjög glaður og alveg kominn yfir sambandsslit sem áttu sér stað fyrir ekki svo löngu en þú trúir því ekki alveg? Þetta getur verið merki um að hann þurfi að vinna betur úr tilfinningunum og þú ert bara í sambandinu til þess að deyfa tilfinningar hans.  

Talar í sífellu um kærastann

Sum pör geta haldið vinskapnum eftir sambandsslit en ef nýi makinn þinn talar endalaust um fyrrverandi maka en hittir hann aldrei er hann mögulega ekki kominn yfir gömlu tilfinningarnar. 

Forðast að tala um fyrrverandi

Þó að það sé undarlegt að nýja kærastan eða nýi kærastinn tali of mikið um fyrrverandi er líka skrítið að forðast umræðuefnið. Ef kærastinn eða kærastan er nýlega hætt með fyrrverandi maka og það má alls ekki tala um aðilann er það dæmi um að þú sért bara þarna til að brúa bilið eftir sambandsslit. 

mbl.is/Thinkstockphotos

Nýi makinn er lokaður

Í nýjum samböndum snýst allt um að kynnast hvort öðru. Ef nýi makinn hleypir þér ekki alveg inn eða brosir fölsku brosi getur það verið merki um að sambandið sé bara hugsað sem tímabundið samband. 

Vill bara kynlíf

Stundum snúast þessi tímabundnu sambönd bara um kynlíf og er þá einstaklingurinn bara að flýja tilfinningar úr öðrum samböndum. 

Allt gerist of hratt

Þið hafið kannski verið að hittast í nokkrar vikur en þér líður eins og heilt ár sé frá fyrstu kynnum miðað við hvernig sambandið er. Kannski var þetta ekki rosalegt ástarævintýri heldur er makinn bara fastur í gamla sambandinu og þú ert bara til að stytta honum stundir. 

Er á báðum áttum

Sá sem er nýhættur með maka sínum er bæði að reyna að hætta að hugsa um fyrrverandi og líklega enn í sárum. Hann er því kannski einn daginn yfir sig ástfanginn af þér en vill lítið með þig hafa þann næsta. Ef þetta er staðan er kominn tími til að tala saman. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál