Kynlífið er alltaf eins

Er kynlífið alltaf eins?
Er kynlífið alltaf eins? mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég elska kærastann minn mikið. Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur. Nú á ég í erfiðleikum með að byrja kynlíf vegna dofa, sem hann segist líka finna fyrir. Mér líður eins og hann viti ekki hvað hann eigi að gera og ég veit ekki hvernig ég á að leiðbeina honum. Ég nýt forleiksins virkilega og samfara en byrjunin er afar erfið og gerist alls ekki ósjálfrátt. Ég stend sjálfa mig að því að búa til afsakanir til þess að forðast kynlíf af því ég er hrædd um að þetta komi aftur fyrir. Þegar við stundum kynlíf þarf ég að hugsa stíft um örvandi aðstæður til þess að komast yfir dofann. Þetta er þreytandi og niðurdrepandi,“ skrifaði kona sem er ekki nógu sátt með kynlífið með kærastanum og leitaði ráða hjá Pamlelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn segir það alltaf krefjandi að viðhalda neistanum. Stundum þurfi bara að laga vandamálið sem getur til dæmis stafað af stressi, áhyggjum eða ungum börnum. Stundum er hægt að kenna veikindum um vandamál í kynlífinu eða vandamáli sambandinu.  

„Þessu er hægt að breyta ef báðir aðilarnir geta og eru tilbúnir til þess að tala saman af hreinskilni, biðja skýrt um það sem þeir vilja og gera breytingar. Í þínu tilfelli hljómar það þannig að þú byrjar kynlífið og ef svo er ert þú að brenna út í því hlutverki. Þetta er algengt vandamál. Biddu um að breyta hlutverkunum, svo hann byrji og vertu nógu hugrökk til þess að segja honum nákvæmlega það sem þér finnst gott. Vertu hvetjandi án þess að kenna honum um og mjög skýr og hrósaðu honum fyrir tilraunir hans. Þú þarft líka að gefa upp stjórnina og læra að þiggja.“

Konan finnur fyrir dofa þegar kemur að kynlífi.
Konan finnur fyrir dofa þegar kemur að kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál