Sjö merki um að hann elski þig

Keith Urban og Nicole Kidman sýna það með líkamanum að …
Keith Urban og Nicole Kidman sýna það með líkamanum að þau elska hvort annað. mbl.is/AFP

Er kærastinn ekki búinn að játa ást sína á þér? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki. Mögulega er hann ekki tilbúinn til þess að segja stóru orðin. Ef eftirfarandi atriði sem eiga við um sanna ást eiga við um hann er hann bullandi ástfanginn af þér eins og sérfræðingur Women's Health heldur fram. 

Hann talar um framtíð ykkar

Ef fólk talar um framtíð saman er það að lýsa löngun til þess að vera saman. Það er frekar líklegt að ást sé til staðar. 

Hann vill að þú kynnist fjölskyldu og vinum

Það er góðs merki ef kærastinn býður þér með í jólaboðið eða sýnir fjölskyldu þinni áhuga. 

Hann er rólegur þegar ágreiningur kemur upp

Fólk á það til að sýna sínar verstu hliðar þegar eitthvað slæmt kemur upp. Ef kærastinn reynir að vera rólegur í þessum aðstæðum er það merki um að hann vill vinna í sambandinu frekar en að rífast um það. 

„Við“ í stað „ég“

Hlustaðu almennilega á kærastann. Hann hugsar um ykkur sem eina heild ef hann notar oftar orðið við en ég. 

Engin leyndarmál

Það er gott merki ef hann deilir trúnaðarupplýsingum með þér, kannski er það bara lykilorðið inn í tölvuna. Kannski er það eitthvað aðeins persónulegra sem kom upp á. 

Hann játar ást sína með líkamanum

Orð eru ekki allt. Hann getur sagt þér að þú sért sú eina sanna með líkamanum. Færir hann sig nær þér? Er lítið rými á milli ykkar þegar þið eruð saman? Á hann auðvelt með að vera nálægt þér líkamlega og andlega? 

Litlu hlutirnir

Kærastinn þarf ekki endilega að fylla stofuna af rósum til þess að segja að hann elski þig. Það getur verið nóg að hann hrósi þér fyrir eitthvað lítið eða hlaði fyrir þig hátalarana af því hann veit að þú notar þá. 

Ryan Reynolds og Blake Lively.
Ryan Reynolds og Blake Lively. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál