Góð ráð fyrir pör í fjarsambandi

Skipuleggið hvenær þið ætlið að hittast næst.
Skipuleggið hvenær þið ætlið að hittast næst. ljósmynd/Pexels

Það getur verið erfitt að vera í fjarsambandi. Fyrir mörg sambönd er það dómsdagur þegar sambandið verður að fjarsambandi. Fjarsambönd eru ekki fyrir alla en það eru þó margir sem geta látið hlutina ganga upp. Hér eru nokkur ráð fyrir þá sem af einhverjum ástæðum eru í fjarsambandi.

Ekki dæma það fyrr en þú hefur prófað

Þegar maður heyrir fjarsamband býst maður ekki alltaf við einhverju jákvæðu. Hvort sem þú hefur prófað að vera í fjarsambandi eða ekki ættirðu að prófa því það er mögulega eitthvað fyrir þig.

Sjáðu fyrir endann á því

Þegar þið ákveðið að fara í fjarsamband, passið ykkur á því að ákveða hvenær því lýkur. Munið að ræða saman um að þið munið búa aftur saman á endanum. Það þarf að undirbúa sig fyrir að annað hvort ykkar þarf að hætta í vinnunni sinni eða flytja í burtu frá fjölskyldu sinni og vinum.

Fyrsta árið verður erfitt

Það getur verið erfitt að flytja á nýjan stað. Sá sem flytur ekki þarf að sýna maka sínum sem flutti í burtu skilning á því. Það þarf að eyða tíma í að eignast nýja vini, flytja í nýtt húsnæði og læra á nýja hverfið.

Kaupið ykkur dagatal og standið við skuldbindingar

Það er mikilvægt að vita alltaf hvenær þið munuð hittast næst. Skrifið hjá ykkur hvenær þið ætlið að hittast og ekki hætta við það. Það er einnig mjög mikilvægt að gera reglur um hversu oft þið ætlið að tala saman á FaceTime eða í símann.

Það getur verið spennandi að heimsækja ástina í borg ástarinnar …
Það getur verið spennandi að heimsækja ástina í borg ástarinnar til dæmis. ljósmynd/Pexels

Gæði umfram magn

Stundum eiga gömlu góðu klisjurnar við. Í stað þess að einblína á að vera í stöðugum samskipum yfir daginn, einblínið heldur á að ná að tala saman í lengri tíma og á tíma sem hentar ykkur báðum.

Ekki skipuleggja of mikið þegar þið hittist

Það getur verið einstaklega spennandi að heimsækja elskanda sinn í framandi borg. Maður verður þó að passa sig á að skipuleggja ekki bara skoðunarferðir um borgina. Eyðið heldur fyrst tveimur dögum saman og skipuleggið svo restina af ferðinni í að gera eitthvað skemmtilegt.

Ekki búast við að allt sé fullkomið í hverri heimsókn

Sambandið er enn þá samband þó að þið búið ekki saman. Ýmislegt pirrandi getur komið upp á og þið getið óvart endað á því að rífast hálfa heimsóknina. Ekki gefast upp því þetta eru hlutir sem pör sem búa saman glíma líka við. Það skapar óeðlilega pressu á ykkur bæði að búast við að allt sé fullkomið þegar þið hittist.

Munið að taka frá tíma fyrir ykkur áður en þið …
Munið að taka frá tíma fyrir ykkur áður en þið farið í skoðunarferð um borgina. ljósmynd/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál