Þessu halda konur leyndu um kynlíf sitt

Kynlífssérfræðingur segir það taka 10 til 20 mínútur af stöðugri …
Kynlífssérfræðingur segir það taka 10 til 20 mínútur af stöðugri örvun ef kona á að geta fengið fullnægingu. mbl.is/Thinkstockphotos

Konur eru alveg jafn klúrar og karlmenn þótt þær láti minna bera á því. Kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox heldur því að minnsta kosti fram í grein á vef Daily Mail. Segir hún að það sé ýmislegt sem gagnkynhneigðar konur segja ekki endilega mökum sínum um kynlíf sitt. 

Hversu oft konur stunda sjálfsfróun

Nefnir Cox rannsókn þar sem sýnt var fram á að 85,5 prósent kvenna stunduðu sjálfsfróun á móti 98,9 prósent karla. Hún segir þær þó oft fela þetta þar sem stundum langar þær hreinlega meira til þess að stunda sjálfsfróun en að stunda kynlíf með maka. 

Kynlífsdraumarnir

Gagnkynhneigðar konur segja ekki endilega frá blautum draumum þar sem þær dreymir kynlíf með besta vini, með konu eða trekant. 

Kynórar 

Cox segir að kynórar kvenna séu ekkert rómantískari en það sem karla dreymir um að gera. Eru konur alveg jafn klúrar og karlar. 

Hvort þær hafa haldið fram hjá

Það er ekki beint það eftirsóknarverðasta í heimi að vera með einhverjum sem hefur haldið fram hjá. Hugmyndir fólks um konur sem halda fram hjá eru aðrar en um karla sem halda fram hjá. Nefnir hún þó rannsóknir sem sýndu að um helmingur kvenna hafði haldið fram hjá maka sínum. 

Hversu mörg einnar nætur gaman konur hafa upplifað

Þó að tímarnir hafi breyst eru konur oft enn dæmdar fyrir hversu oft þær hafa stundað einnar nætur gaman. Það er freistandi fyrir konur að lækka töluna. 

Hvernig kynlífið með fyrrverandi var

Rétti maðurinn þýðir ekki endilega besta kynlífið. Cox segir þó konur ekki upplýsa núverandi maka um hvernig kynlífið var með fyrrverandi maka. 

Hversu lengi konur vilja að kynlíf vari

Konur vilja ekki endilega að kynlífið endist í marga klukkutíma þótt sumir haldi það. Konum finnst líka fínt að taka einn stuttan. Segir Cox algengt að hún fái spurningar frá mönnum um hvernig þeir endist lengur í rúminu. Segist hún frekar vilja fá spurningar um hvernig hægt sé að gera forleikinn betri. 

Um sleipiefni

Cox segir sögu af konu sem fór á klósettið og setti sleipiefni á píkuna í leiðinni. Maðurinn brást illur við og sakaði hana um að svindla. Cox segir að menn ættu ekki að taka sleipiefninu illa enda margt annað sem hefur áhrif á náttúrulegt sleipiefni kvenna en bólfimi maka þeirra. 

Hversu lengi það tekur konu að fá fullnægingu

Cox nefnir dæmi um að í klámi tekur það konu um tvær til þrjár mínútur að fá fullnægingu. Ef kona er að gera sér upp fullnægingu getur það kannski tekið fimm mínútur en ef kona er alveg hreinskilin tekur það um tíu til 20 mínútur af stöðugri örvun. Þó er ekki hægt að skrifa upp á fullnægingu þannig enda fer þetta eftir aðstæðum. 

Margar konur segja ekki allan sannleikann þegar kemur að sjálfsfróun.
Margar konur segja ekki allan sannleikann þegar kemur að sjálfsfróun. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál