Íslensk kona er að gefast upp á manninum

Að vera eitt helsta áhugamál einhvers getur verið flókið verkefni. …
Að vera eitt helsta áhugamál einhvers getur verið flókið verkefni. Sumir finna fyrir köfnunartilfinningu eða líður eins og þeir séu efni fyrir aðra. Ljósmynd/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu sem er alveg að kafna. Hún virðist vera eina áhugamál mannsins síns sem hún er komin með leið á. Hún getur ekki meira af því sama með manninum. 

Sæl Elínrós.

Ég er að kafna. Eiginmaður minn er alveg að drepa mig úr leiðindum. Í fyrsta lagi þá er hann eins og sogklukka á mér allan liðlangan daginn. Hvar ertu? Hvað ertu að gera? Saknarðu mín? Þetta fæ ég að heyra daginn út og inn á meðan ég er að reyna að vinna.

Síðan eftir að ég kem úr vinnu er ég að reyna að sinna því sem þarf að gera heima, fara í leikfimi, láta börnin læra. Það eina sem hann hugsar um er rómantík og kynlíf. Þetta er það eina sem hann hugsar um. Ef hann tæki ábyrgð á því að fara út í búð eða að þvo þvottinn gæti ég haft aðeins meiri tíma í að hugsa um þetta. 

Hann er að gera mig brjálaða.

Svo þegar kemur að kynlífinu. Halelju, sama rútínan hverju sinni. Ég bara get ekki meira af því sama með manninum. 

Hvað á ég að gera?

Verður hann ekki að fá sér annað áhugamál en mig? Ég get þetta ekki í einn dag í viðbót.

Kærar SH.

Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Sæl SH.

Mér finnst svo magnað að fá svona bréf eða símtöl þar sem ég heyri markaleysi, léleg samskipti og ýmislegt sem vantar upp á hjá báðum aðilum. Þegar ég svo spyr, ertu búin/búinn að segja makanum þínum þetta - þá fæ ég vanalega svarið: Nei það myndi ég aldrei þora.

Ég spyr - af hverju?

Af hverju þorum við að tala um svona mál við vini, kunningja og jafnvel ókunnugan ráðgjafa en ekki með þeim sem við deilum með rúmi, heimili og fleira í þeim dúrnum?

Mér finnst þetta svo falleg og áhugaverð hugsun og velti stundum fyrir mér hvaðan þetta kemur. Nánd þýðist yfir á enska tungu - intimacy (in to me see).

Þið getið ekki upplifað neitt nýtt nema að þora að fara lengra, dýpra og inn í meira manneskjulegra samband. 

Nú er ég að álykta það að þú hafir ekki sest niður með honum og sett honum skýr mörk, rætt við hann um hvað þig langar og hvað ekki. En farðu með karl greyið í ráðgjöf í það minnsta. Prófið að fara aðeins meira á dýptina. 

Sem dæmi þegar kemur að kynlífinu. Ég veit ekki hvað þið hafið verið lengi saman, en prófaðu að setja þetta yfir á mat. Ef þú værir búin að fara á sama veitingahúsið síðustu tíu árin og pantaðir þér alltaf sama réttinn, værir þú komin með leið á því líka?

Ef svo er prófaðu að setjast niður með honum og notaðu þessa myndlíkingu og segðu honum að þig langi í nýjn rétt af matseðlinum og hvort hann væri til í að spá í nýja rétti með þér. Eins myndi ég vísa í rannsóknir sem sýna að mömmur missa kynlöngunina ef þær þurfa að taka ábyrgð á öllu heima fyrir. Hvað ætlar hann að gera í því?

Það þarf að vinna í öllum hluta sambandsins til að það verði gott að mínu mati. En það getur einnig verið góð og skemmtileg vinna.

Ef þú segir honum hvað þú vilt fallega, þá muntu breyta miklu í sambandinu og gefa honum leyfi til að gera hið sama. Eins ef þú skemmtir þér vel sjálf, ferð í sem dæmi hlátur jóga og bara ræktar þig þannig að þú verður besta útgáfan af þér þá sýnir þú honum sömuleiðis að það er leyfilegt í sambandinu. Ef hann er óöruggur eða mikið að þurfa á þér að halda, gætir þú sest niður með honum og rætt - hvað það er?

Það eru ótrúlega margar leiðir til að láta sambönd ganga upp ef maður er á föstu með áhugaverðum aðila.  Löng góð sambönd eru vanalega þannig að mörkin eru skýr og fólk gerir ýmislegt saman og í sundur. Það er traust og virðing, aðdáun og skemmtilegheit í þannig samböndum. Þau eru að mínu mati ekki á hverju strái. Þetta er vinna.

Gangi þér rosalega vel.

Kær kveðja, Elínrós.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál