Búinn að sofa hjá tengdaföður sínum

Maðurinn svaf hjá núverandi tengdaföður sínum áður en hann kynntist …
Maðurinn svaf hjá núverandi tengdaföður sínum áður en hann kynntist kærustu sinni. mbl.is/Thinkstockphotos

„Fyrir fimm árum gekk ég í gegnum tímabil þar sem ég svaf hjá næstum því hverjum sem er, þar á meðal mönnum. Þetta breyttist þegar ég varð ástfanginn af nýju kærustunni minni, sem er mér allt. Ég hitti nýlega foreldra hennar og þegar hádegismaturinn var hálfnaður áttaði ég mig á að ég hafði sofið hjá föður hennar. Ég ætlaði að biðja hennar en þegar kærastan mín og móðir hennar fóru, sagði hann mér að enda sambandið við dóttur sína. Ég er auðvitað ástfanginn, á ég bara að hunsa þetta eða segja kærustunni frá þessu?“ Spurði kærasti í klípu Pamelu Stephenson Connelly, ráðgjafa The Guardian

Ráðgjafinn efast um að maðurinn geti átt notalega framtíð með kærustunni. Að segja sannleikann geti komið öllu í uppnám en að fela sannleikann geti haft slæmar afleiðingar til lengri tíma litið. 

„Ef öll fjölskyldan væri jafn opin og opin með kynferði sitt og þú gæti verið möguleiki fyrir þig að verða hluti af henni. Hins vegar hefur faðirinn, fyrrverandi ástmaður þinn, gefið það skýrt út að þú ert ekki velkominn. Komdu þér í burtu núna og forðastu sársaukann sem kærastan þín, fjölskylda hennar og þú munið annars finna fyrir.“

Maðurinn er í klípu.
Maðurinn er í klípu. Ljósmynd/Getty images
mbl.is