Hvernig er líf eftir skilnað?

Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju.
Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju. Ljósmynd/Guðrún Hrönn Jónsdóttir

„Mikið óskaplega er nú gott að maður skuli ekki geta séð inn í framtíðina, ég hef raunar aldrei skilið þörf fólks fyrir  að láta spá fyrir sér, ef það er eitthvað sem lífið hefur nú þegar kennt mér er að það er mikil blessun að þekkja ekki morgundaginn. Samt á maður alltaf að gera ráð fyrir morgundeginum og það sem meira er, gera ráð fyrir að hann verði býsna góður, sú von bætir nefnilega daginn í dag sama hvernig hann nú annars er. Sautján ára gömul kærasta sonar míns spurði mig á dögunum hvort það væri ekki vont að fæða barn, ég hugsaði mig um, horfði í sautján ára augu hennar og svaraði „ ekki svo mjög því sársaukinn hefur jákvæðan tilgang.“  Svar mitt var auðvitað hvít lygi, allar konur sem fætt hafa barn vita að það er engin spameðferð að þrýsta heilli manneskju út um klofið á sér, nákvæmlega á meðan á því stendur myndu flestar mæður fremur kjósa að sitja við sundlaug á Tenerife, drekka Mojito og fletta nýjasta Vogue. Um leið og barnið er fætt vildu þær hins vegar hvergi annarstaðar vera en á hrárri fæðingarstofu með ávaxtajógurt á bakka og barnið skorðað við brjóstið í fyrsta sinn,“ segir Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Það þarf hins vegar ekki að segja sautján ára stúlku allan sannleikann um það hversu vont sé að fæða barn. Það hjálpar lítið, auk þess sem hvert og eitt okkar upplifir bæði líkamlegan og andlegan sársauka á ólíka vegu. Sjálf þekki ég sorgina og sársaukann við að missa náinn ástvin í dauðann, sem prestur sé ég hins vegar fólk bregðast við þeirri sorg á ólíka vegu þótt ýmsir samnefnarar eigi sér þar stað.

Fram til þessa hef ég talað við fjölda fólks eða fjölda para um sorgina vegna skilnaðar án þess að búa sjálf yfir þeirri reynslu. Hef setið gegnt fólki og farið í gegnum þær tilfinningar sem það má búast við í slíku ferli án þess að hafa í raun hugmynd um hvað raunverulega ræðir. Það er líka allt í lagi, maður þarf ekki sem fagmaður að hafa prófað allt sem kemur inn á borð til manns, læknir þar ekki að hafa fengið krabbamein til að geta læknað krabbamein og ljósmóðir þarf ekki að hafa fætt barn til að geta tekið á móti einu slíku.

Ég er raunar mjög fegin að hafa ekki vitað fyrirfram hversu mikill sársauki það er að ganga í gegnum hjónaskilnað. Nú nokkrum mánuðum eftir að ég stóð sjálf frammi fyrir þeim tímamótum er ég guðslifandi fegin að geta einmitt ekki séð inn í framtíðina, það væri alltof ógnvekjandi. Ég hefði til dæmis ekki getað ímyndað mér að ég gæti frosið í jafn langan tíma og raun ber vitni og ég hefði heldur aldrei getað ímyndað mér að sá dagur myndi renna upp að ég hreinlega fagnaði sjálfri sorginni af því að hún er svo miklu manneskjulegri en doðinn.

Doðinn gerir mann eitthvað svo kaldan, sorgin gerir mann hlýrri og viðkunnanlegri, sorgin er svo mikið Guð að verki innra með manneskjunni. Það er svo miklu betra að finna til en finna ekkert. Svo miklu betra að geta látið annað fólk loks vita að maður þurfi á því að halda. Í sorginni svarar maður einlæglega spurningunni „hvernig líður þér?“ Í doðanum hefur maður alls ekkert svar.

Að upplifa umhverfi sitt eftir skilnað er mjög sérstakt. Oft hef ég upplifað þá tilfinningu að ég þekki í raun ekki fólk sem ég áður taldi mig þekkja, finnst margir mér nærstaddir allt í einu svo framandi. Í sorginni er ég hins vegar smátt og smátt að uppgötva að það er ekki annað fólk sem er mér framandi, það er ég sjálf, ég er sjálfri mér framandi. Sorgin er mætt til að leiða mig til fundar við nýja manneskju sem heitir Hildur Eir, það er ógnvekjandi en líka spennandi og fallegt.

mbl.is

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

18:00 Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenju slæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

14:00 Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

11:00 Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

09:01 Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

Í gær, 23:30 Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

í gær Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

í gær Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

í gær Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

í gær Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

í gær „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

22.3. Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

22.3. Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

22.3. Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

22.3. Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

21.3. Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »