Flestir hugsa um kynlíf með fyrrverandi

Fólk dreymir ekki endilega um hópkynlíf.
Fólk dreymir ekki endilega um hópkynlíf. mbl.is/Thinkstockphotos

Kynórar fólks eru misjafnir en ekki eru þeir allir jafn villtir og einhver myndi halda þegar talað er um kynferðislegar langanir fólks. Mirror greinir frá könnun á tvö þúsund manns á stefnumótasíðu sem leiðir ýmislegt forvitnilegt í ljós. 

Meira en helmingur kvenna sem tók þátt sagðist hafa hugsað um kynlíf með fyrrverandi kærasta á meðan þær stunduðu kynlíf með maka sínum. Tuttugu og fjórum prósentum kvenna leið illa vegna þessara hugsana en 76 prósent töldu þær eðlilegar. 

Karlmenn eru ekki eins og konur og hugsa 53 prósent þeirra um kynlíf með fyrrverandi maka. Fyrsta ástin var sú sem kom oftast upp en 23 prósent karla hugsuðu um fyrstu ástina og aðeins 16 prósent þeirra voru með samviskubit. 

Á eftir fyrrverandi maka hugsuðu margir um kynlífssenu sem þeir höfðu horft á í sjónvarpi eða á netinu. Kynlíf með frægum einstaklingi hugsuðu margir um. Í fjórða sæti kom svo kynlíf með núverandi maka. Því næst kynlíf með ókunnugri manneskju, að eiga í framhjáhaldi við vinnufélaga og kynlíf með vini.

Hópkynlíf, kynlíf á opinberum stað og kynlíf með manneskju með vald eins og til dæmis lögreglu rak svo lestina. 

Er makinn nokkuð að hugsa um fyrrverandi?
Er makinn nokkuð að hugsa um fyrrverandi? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál