„Ég er ekki góður feministi“

Linda Baldvinsdóttir samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

„Ég er ekki góður femínisti - en ekki misskilja mig, ég styð fullkomlega jafnréttisstefnu í launamálum, ráðningamálum, menntamálum og öðrum málum þar sem konur og karlar koma jafnt að hlutunum. Ég hafna líka ofbeldi gegn konum og í raun ofbeldi gegn allt og öllum og krefst virðingar fyrir persónu minni og annarra.

En ég er líklega ekki góður femínisti í fullum skilningi þess orðs eins og það er notað í dag að minnsta kosti,“ segir Linda Baldvinsdóttir samskiptaráðgjafi og markþjálfi hjá Manngildi í sínum nýjasta pistli: 

Mér finnst við hafa gleymt að við konur höfum þá sérstöðu að við einar getum fætt af okkur börn sem er eitt mikilvægasta starf veraldar og það starf sem mótar mest framtíð heimsins alls. Í dag er ekki valkostur að velja það starf sem fullt starf á launum. Við hinsvegar getum valið að verða lögfræðingar, læknar, leikskólakennarar og hvað það nú er sem við veljum að starfa við og þiggjum laun fyrir það, en móðurhluverkið er enn að mestu ólaunað starf.

Ég er orðin nægjanlega gömul til að segja bara það sem mér finnst og þarf ekkert að hafa áhyggjur af því hvað verður sagt við því, en ég ætla að byrja á að tala um það sem mín kynslóð gleymdi að taka inn í dæmið.

Við hefðum kannski átt að krefjast þess að móðurhlutverkið yrði litið sem fullgilt starf launað á við störf forstjóra og bankastjóra og gefa því þann virðingastuðul sem það á svo sannarlega rétt á. Ef við hefðum farið fram á að virðing væri borin fyrir þessu mikilvæga starfi hefðum við getað valið það sem aðalstarf og menntað okkur í því að verða gott foreldri.

En við hreinlega gleymdum því í baráttu okkar að það skiptir afar miklu máli að ala börn upp í skjóli kærleika frá foreldrum og ættingjum og í raun tekur það heilt þorp að ala upp einstakling. Í leit okkar að jafnrétti og kvenréttindum gleymdum við þessari sérstöðu okkar kvenna -semsagt að það er okkar að fjölga mannkyninu og kenna því kærleiksrík og innihaldsrík samskipti. Hvers vegna kröfðumst við ekki að það væri metið til jafns við önnur mikilvæg störf, ég hreinlega skil það ekki og þykir það afar miður.

Var þetta stefnan í upphafi? Gleymdum við því að það er fullt starf en ekki hlutastarf að ala upp og annast framtíðarþegna þjóðfélagsins eða fannst okkur sjálfum það bara svo lítils virði að vera „bara“ móðir og húsmóðir? 

Við hömuðumst eins og enginn væri morgundagurinn við að sýna að við gætum skipt um dekk, neglt og borað í veggi og gætum svo sannarlega gert allt eins vel og karlmaður. En til hvers? Er ekki í lagi að við séum ólík og höfum ólíkum hlutverkum að gegna? Og er ekki í lagi að halda sérstöðunni sem enginn getur neitað að við höfum þar sem karlkyninu var ekki ætlað að ganga með börn og fæða þau og ég spyr mig hvers vegna förum við gegn náttúrunni í þessu, höldum við virkilega að það virki betur í þessum efnum en öðrum þar sem við höfum reynt að sigra hana?  

Við ölum börnin okkar upp í því að allir séu eins en samt vitum við að kynin eru afar ólík að byggingu og ef ég nefni sem dæmi þá eru vöðvakerfi okkar og heilar mjög ólíkir.

Og hvað höfum við svo grætt á því að fara þessa leið?

Að mínu mati græddum við jú kosningarétt, menntunartækifæri, og virðingu fyrir ákveðnum þáttum, en við fengum líka erfið verkefni til að glíma við, og létum af mörgu sem var ekki til góðs að mínu mati.

Við erum með fullt af ungum mönnum í tilvistarkreppu, börn sem hafa ekki fengið það atlæti sem heimilið eitt getur gefið þeim að veganesti út í lífið, yfirkeyrða foreldra og jafnvel mæður sem þurfa að vera inni í ómögulegum samböndum vegna fjárhagsstöðu sinnar (þeirri breytingu höfum við ekki náð).

Mín einlæga trú er sú að margar þær greiningar sem börn fá í dag tengist lélegri tengslamyndun, löngum vinnudegi og streitu nútímaþjóðfélags sem gleymdi þörfum þeirra fyrir umönnun og kærleiksríkan aga þeirra sem elska þau. Með okkar kvennabaráttu græddum við líka þreytt fólk (rannsóknir virðast benda til þess að vinnuálag á konur hafi einungis aukist miðað við vinnuálag karla) sem er að reyna að standa undir þeim kröfum að þurfa að vera ofurkonur og ofurmenn. Við erum með fullt af önnum köfnum foreldrum sem geta aldrei, hversu mikið sem þau vilja, gefið börnum sínum nægjanlega athygli né tíma, vegna anna utan heimilisins. 

Börn eru allt of oft komin með fullan vinnudag á fyrsta eða öðru ári lífs síns. Þau þurfa síðan líklega oft að upplifa streituna sem fylgir því að þræða stórar verslunarmiðstöðvar eða fullar matvöruverslanir að loknum þeim vinnudegi. Síðan eru þau sett fyrir framan sjónvarp eða tölvur á meðan þreyttir foreldrarnir útbúa mat og gera það sem nauðsynlegast er hverju sinni á heimilinu, allir þreyttir og útkeyrðir. Fáar gæðastundir sem fjölskyldan fær. Rannsóknir sýna að foreldrar tala töluvert minna við börn sín í dag en þeir gerðu fyrir tíu árum síðan, sorgleg staðreynd og eins sú staðreynd að þrátt fyrir allt afþreyingaefni hefur  einmannaleiki aukist svo um munar á undanförnum áratugum í okkar vestræna heimi. 

Við konur höfum einnig viljað breyta mönnunum og hafa þá mjúka og fjölhæfa á heimili og í barnauppeldi, en erum við svo ánægðar með þá þannig? Viljum við í raun þessa mjúku menn? Ekki virðist svo vera miðað við týpurnar sem heilla okkur mest í bókmenntum og bíómyndum. Fimmtíu gráir skuggar heilluðu konur um allan heim og voru seldir bílfarmar af þeirri bók hvar sem hún var til sölu. Og flestar féllum við fyrir þessum lokaða dularfulla manni sem hafði ekkert að gefa annað en hunsun og ofbeldisfullan hroka. Ekki átti hann nánd og virðingu eða kærleika til að gefa a.m.k. Eins er það með rauðu ástarsögurnar sem seldust vel síðustu áratugina og gera enn. Og mér er spurn - erum við á villigötum? Getur verið að við höfum farið einhverjar leiðir sem eru svo ekki að virka þegar allt kemur til alls eða eru þetta fæðingahríðir nýrra tíma, ég spyr mig?

Hvað ef við hefðum bara farið fram á að vera metnar til jafns við karlmennina en hefðum fengið að halda sérstöðu okkar á sama tíma eins og öðrum titlum sem menntun og sérhæfing gefur af sér? Hvað ef karlmenn mættu ennþá negla í veggi fyrir okkur, skipta um ljósaperur og dekk, mála veggi og þrífa bílinn? Hvað ef við mættum ætlast til þess að þeir opnuðu fyrir okkur bílhurðina, og færu úr frakkanum til að okkur verði ekki kalt? Hvað ef við konur hefðum mátt vera mæður sem væru stoltar af því að vera að ala upp hæfa einstaklinga til að taka við þjóðfélaginu og hefðum mátt vera "bara húsmæður" á forstjóralaunum?

Það var fyrir nokkrum árum að ung stúlka sem skrifaði fyrir Fréttablaðið varð fyrir miklu aðkasti fyrir það eitt að skrifa grein um að hún hefði beðið á bensínstöð eftir því að karlmaður kæmi henni til aðstoðar við að pumpa lofti í dekkin á bílnum hennar. Þjóðfélagið fór á hvolf og stelpan flúði land ( veit reyndar ekki hvort að það var vegna þessa máls :)) Og um daginn varð ég fyrir því sjálf á bensínstöð að starfsmaðurinn fór að kvarta yfir því að ég kynni ekki að athuga með olíu og slíkt. Ég hef reyndar bara ekki nokkurn áhuga á því að læra þessa hluti og fer á bensínstöð til að láta menn sjá um þessa leiðindahluti fyrir mig. Ég hefði líklega átt að athuga hvort hann kynni ekki örugglega að bródera,hekla og baka!

Mér verður nú stundum á að hugsa hvort að við hefðum kannski farið offörum í femíniskri baráttu okkar? Sumt var gott og þarft, en annað hafði að mínu mati afar slæm áhrif á þjóðfélagsgerð okkar, sambönd og heimilislíf.

Að opna á stöðu kvenna var þarft, að opna á umræður um kynferðisofbeldi,heimilisofbeldi og launamismun var þarft og að konur hefðu tækifæri til menntunar og stöðuveitinga var þarft, en móðurhlutverkið var einnig mjög þarft að setja á réttan stall og meta það til jafns við önnur mikilvæg störf samfélagsins, en ég og þær konur sem vorum ungar í byrjun kvennabaráttunnar gleymdum þessum atriðum og ég tel að við séum að sjá uppskeruna af þeirri sáningu mjög víða í samfélaginu - kannski höfðu gömlu göturnar og gildin eitthvað gott að geyma eftir allt. 

Þetta eru þó bara mínar hugleiðingar og skoðanir á því sem gleymdist eða glataðist og þú þarft ekki að vera sammála mér, en það vill svo til að ég veit að það eru margar konur þarna úti sem eru afar fegnar að einhver þori að segja þessa hluti á öðrum vettvangi en við skrifborðið sitt útkeyrðar ofhlaðnar og því miður oft í burnout ástandi.

Svo gerum eins og fyrirtækin telja yfirleitt sjálfsagt að gera eða það að endurskoða stefnuna reglulega og nota það sem hefur reynst vel, en finnum lausnir á þeim atriðum sem eru ekki að virka.

Danir eru að endurskipuleggja þessi mál hjá sér og eru að gera tilraunir sem virðast vekja lukku en það er t.d það að afar og ömmur búi í kringum börnin sín og sjái þannig einnig um barnabörnin (samt í sér íbúðum) og það held ég að sé einnig einn af þeim hlutum sem við létum frá okkur að nokkru ef ekki öllu leiti. Í dag eru ömmur og afar ennþá skvísur og gæjar sem eru að halda sér til fyrir bæði vinnumarkaðinn og markað hinna fráskildu og hafa kannski því miður ekki mikið af barnabörnum og börnum að segja. Ég þekki það sjálf að hafa alist upp með ömmum mínum og eru dýrmætustu æskuminningar mínar tengdar samverustundum með þeim og viska þeirra hefur reynst mér gott leiðarljós á vegi mínum. Þannig að:

Ég er ekki að skamma neinn með þessu pári mínu, ég veit að allir eru að gera sitt besta miðað við aðstæðurnar í þjóðfélaginu og ég er ekki heldur að segja að allir eigi að velja móðurhlutverkið umfram menntun og forstjórasætið, en ef þú vilt velja það - þá á það að vera metið að verðleikum í þjóðfélagi okkar.

Stingum ekki höfðinu í sandinn eins og strúturinn og látum eins og við sjáum þetta ekki, horfum á einmannaleikann í heiminum, horfum á aukinn kvíða hjá börnum okkar og tökum á þessum burnout málum allra. Það eru heilu kynslóðirnar sem eiga allt sitt undir þeim ákvörðunum og þjóðfélagsskipulagi sem við sköpum - svo sköpum fallegar og gefandi aðstæður fyrir þá sem skipta okkur máli.

mbl.is

Er komið í tísku að vera á lausu?

05:00 Margir halda að sambönd séu ávísun á sjálfstraust, en rannsóknir sýna að svo sé ekki. Svo síður sé í raun og veru. Í raun sýna rannsóknir að ef samband endar á innan við ári verður sjálfstraust fólks minna en ef það er áfram á lausu. Meira »

Mistök sem menn í opnum samböndum gera

Í gær, 21:45 Það er að verða algengara að fólk kjósi að vera í opnum samböndum. Það hentar ekki öllum að vera bara með einn maka en ef formið á að virka þurfa allir aðilar vera samþykkir og passa þarf algeng mistök. Meira »

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

Í gær, 18:00 Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenjuslæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

Í gær, 14:00 Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

Í gær, 11:00 Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

Í gær, 09:01 Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

í fyrradag Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

í fyrradag Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

í fyrradag Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

í fyrradag Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

í fyrradag Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

24.3. „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

22.3. Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

22.3. Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

22.3. Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »