Langar að fela síma kórsystra sinna

Breytingar eiga sér vanalega stað inni í okkur. Það er …
Breytingar eiga sér vanalega stað inni í okkur. Það er erfitt að breyta öðrum, en að geta lifað frjáls frá öðrum er flottur lífstíll. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu sem syngur í kirkjukór en á erfitt með að sjá sér yngri konur hangandi á Facebook þegar presturinn er að prédika. Hvað getur hún gert?

Komdu sæl.

Mig langar til að bera undir þig smá vandamál. Þannig er mál með vexti að ég er alin upp í góðri og kristinni fjölskyldu og hef alltaf verið kirkjurækin. Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika. Ég hef ekkert sagt enn þá en núna eru fleiri byrjaðar á þessu og mér líður mjög illa undir þessu. Mig langar ekki til að hætta í kórnum og langar stundum til að fela símana þeirra meðan þær hita upp fyrir messuna.

Hvað get ég einlega gert.

Ein ráðalaus.

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Sæl ráðalaus.

Ég heyrði af konu um daginn með sama vandamál. Alltaf þegar hún fór að kaupa inn í matinn þá var hún með körfuna fulla af hreinum ávöxtum, grænmeti, sykurlausum sósum og fleira í þeim dúrnum. Síðan þegar hún sá körfurnar hjá hinum, sér í lagi þeim sem voru í basli með aukakílóin, þá langaði hana að taka upp úr körfunum þeirra og beina þeim í áttina að ljósinu, hreinu mataræði. Þessum einfalda lífstíl sem öllum væri best borgið að ástunda. 

Hvaða ráð myndir þú gefa henni?

Að lifa og leyfa öðrum að lifa er kúnst. Ég man eftir að hafa setið með ömmu í kirkjunni í gamla daga að dagdreyma. Ég heyrði ekki orð af því sem presturinn var að segja, en fann mér leiðir til að njóta í kirkjunni með ömmu. Síðan þegar tónlistin kom þá man ég að amma söng hátt og fallega og þar sem henni leið vel þar leið mér vel. Orkan og hugsanirnar sem við erum með heyrast að mínu mati okkar á milli þótt erfitt sé að útskýra hvernig. 

Kannski gætir þú notað trúna þína í þessu verkefni. Breytingar verða vanalega ekki í umhverfinu okkar og kraftaverkin gerast inni í okkur, þegar við öðlumst æðruleysi til að taka öðrum eins og þeir eru. 

Ekki gleyma að biðja fyrir þér líka. Það er ekki gott að vera með heilan kór í höfðinu á sér. Neikvæðar hugsanir geta verið eins og bænir líka. 

Gangi þér vel.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

Það getur verið erfitt að sitja í kirkjunni þegar athygli …
Það getur verið erfitt að sitja í kirkjunni þegar athygli okkar er á öðrum. Að nota síma í kirkju er kannski ekki æskilegt, en hver erum við að segja öðrum hvað þeir eiga að gera?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál