Mistök sem menn í opnum samböndum gera

Hvað eru margir í þínu sambandi?
Hvað eru margir í þínu sambandi? mbl.is/Thinkstockphotos

Það er að verða algengara að fólk kjósi að vera í opnum samböndum. Það hentar ekki öllum að vera bara með einn maka en ef formið á að virka þurfa allir aðilar vera samþykkir og passa þarf algeng mistök. Men's Health tók saman fjögur atriði sem menn gera vitlaus í óhefðbundnum samböndum og má læra margt af því. 

Einbeita sér ekki að maka númer eitt

Einn með reynslu segir skipta máli að fólk forgangsraði þannig að aðalmakinn sé í fyrsta sæti. Þetta skiptir sérstaklega máli þegar sambönd opnast fyrst og spenna ríkir fyrir nýjum aðila.  

Forðast að ræða framtíðina

Opin sambönd þurfa ekki að þýða að þau séu aðeins til skemmri tíma. Það þarf að ræða framtíðina í opnum samböndum líkt og venjulegum samböndum. 

Opna sambönd á röngum forsendum

Sum pör hugsa um opin sambönd sem eitthvað til þess að laga sambandið eða fylla upp í eitthvert tómarúm. Það þarf mikið traust, góð samskipti og skilning til þess að vera í opnu sambandi. 

Segja of mikið eða of lítið

Það er gott að segja maka frá hvað hinn aðilinn hefur verið að gera með öðrum svo honum líði ekki eins og það sé verið að ljúga að sér. Það er hins vegar hægt að fara milliveginn enda engin ástæða til þess að lýsa of miklu. 

Er sambandið opið á réttu forsendunum?
Er sambandið opið á réttu forsendunum? mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál