Á eftirlaunum að greiða neysluskuldir sonar

Það getur verið góður tími til að hætta að vinna. …
Það getur verið góður tími til að hætta að vinna. En ef sá tími einkennist af því að maður þarf að borga neysluskuldir barna sinna þá getur verið áhugavert að skoða leiðir út úr því. mbl.is/Thinkstockphotos

Alma Haf­steins­dótt­ir er fíkni- og fjöl­skyldu­markþjálfi með sér­hæf­ingu í spilafíkn. Hér send­ir faðir manns fyrirspurn vegna neysluskuldar hans. 

Góðan dag Alma.

Ég er með spurningu. Málið er að ég eftirlét syni mínum veð vegna neyslulána (ekki lyfja). Hann hefur lifað flott og um efni fram. Hann bjó hjá kærustunni sinni og lifði á yfirdrætti.

Þetta var 2016 og lánið var alls 9.000.000 kr. til 40 ára. Lánið átti að létta þeim lífið. 

Þau borguðu af því í 3 ár en þá byrjaði söfnunin aftur. Nú þarf ég að borga af láninu 71.000 kr. á mánuði af eftirlaununum sem eru ekki há.

Mér hefur ekki gengið vel að ræða þetta við hann. 

Kv. S

Alma Hafsteinsdóttir starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með áherslu á …
Alma Hafsteinsdóttir starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með áherslu á spilafíkn.

Sæll S

Vandinn við að lána og þá sérstaklega veð er sá að stundum erum við að lána eða veita veð sem við höfum ekki efni á að lána eða veita. Munurinn á að lána veð eða pening er að í þessu tilfelli ertu í raun að lána pening sem þú átt ekki til eins og staðan er í dag. Það er að þessi peningur er bundinn, væntanlega í íbúð, og því ekki um beinharðan pening að ræða. Einnig ertu að taka áhættu með þitt eigið búsetuöryggi og kostnaðurinn við að taka lán er mun hærri en bara þessar 9 milljónir. Auk þess ertu að binda þig til 40 ára og treystir á að hann greiði af láninu eins og um var samið.

Ég ráðlegg fólki ávallt þegar það stendur frammi fyrir svona ákvörðunum að veita ekki hærra veð til láns en það myndi ráða við að greiða af sjálft. Eða að lána aldrei meiri pening en það hefur tök á að tapa. Ég skil vel að þú hafir meint vel og einmitt hugsað þetta sem góða byrjun fyrir hann eða þau, nú eða sem aðstoð við að hugsanlega sameina allir skuldir og auðvelda honum greiðslubyrðina. Mjög margir foreldrar hafa einmitt gert hið sama og standa í þínum sporum, því miður. Einnig er mjög auðvelt að vera vitur eftir á en í grunninn þurfum við alltaf að bera ábyrgð á okkar eigin ákvörðunum og í þínu tilfelli þá lítur það þannig út að þessi skuldbinding lendi á þér að greiða. 

Ég ráðlegg þér að fylgjast með á spilavandi.is þar sem haldin eru fjölskyldunámskeið fyrir aðstandendur spilafíkla reglulega og skrá þig á slíkt námskeið og í framhaldi fá aðstoð við að finna leiðir til að ná tökum á þessu og gera viðeigandi ráðstafanir til að geta staðið við fjárhagsskuldbindingar þínar miðað við þær tekjur sem þú hefur. 

Það sem snýr að syni þínum og kemur ekki skýrt fram í spurningu þinni er hvort hann hafi tekið þetta lán til að borga upp aðrar skuldir og þá hvaða skuldir? Það að hann hafi safnað 9 milljóna króna skuld, er mjög óeðlilegt og mjög sennilegt að hann sé stjórnlaus í fjármálum.

Ef hann er spilafíkill og er búinn að missa stjórnina á fjárhættuspilum þá er þetta eitt það versta sem aðstandendur gera og kallast „bail out“. Það er þegar spilafíkill er borgaður út úr vandræðum sínum án þess að taka á rót á vandans, spilafíkninni. Það eina sem það gerir er að viðhalda fíkninni og yfirleitt koma spilafíklar sér í enn verri skuldir á enn styttri tíma vegna þess að ekki er tekist á við það sem raunverulega er að.

Spilafíkn er ekki fjárhagslegur sjúkdómur þó svo að ein birtingarmynd hans séu fjárhagserfiðleikar. Það er spilafíklum nauðsynlegt að horfast í augu við raunveruleikann og axla ábyrgð á sjúkdómi sínum og gjörðum. Þú getur sest niður með honum og farið yfir spurningalista sem hjálpar ykkur báðum að átta ykkur á hvort hann sé spilafíkill. Ég set link hér að neðan. 

http://spilavandi.is/sjalfsprof/

Einnig getur þú fengið einhvern nákominn eða einhvern sem hefur þekkingu til að setjast niður með þér og syni þínum og farið yfir stöðuna, því oftar en ekki hlusta börnin okkar á einhvern annan en okkur, til að fá að hann til að sjá raunstöðuna og hvernig þið getið fundið lausn á þessum vanda. 

Ég óska þér góðs gengis og syni þínum. 

Kveðja Alma. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Ölmu spurn­ingu HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál