Er komið í tísku að vera á lausu?

Rannsóknir sýna að einhleypar konur eru heilbrigðari en þær sem …
Rannsóknir sýna að einhleypar konur eru heilbrigðari en þær sem eru í hjónabandi. mbl.is/Thinkstockphotos

Samkvæmt vefmiðli The New York Times virðast einhleypir heilbrigðari en þeir sem eru í hjónaböndum. Þetta er andstæða þess sem áður hefur verið talið. Allt frá 19. öld þótti margt gott koma út úr því að vera á föstu eða jafnvel í hjónabandi. Líkamleg og andleg heilsa þótti betri hjá giftu fólki og almenn vellíðan fékkst í gegnum náin samskipti við aðra. 

Nú virðist öldin önnur og það leynir sér ekki í nýlegum gögnum. Sálfræðingurinn Bella DePaulo er höfundur greinarinnar og hefur hún tekið saman niðurstöður rannsókna um einhleypa. Hér eru nokkrar flottar niðurstöður fyrir þá sem hafa ekki fundið hina/hinn einu/eina rétta. 

Aldrei verið fleiri á lausu

Árið 2017 voru 45% af Bandaríkjamönnum yfir 18 ára aldri á lausu. Meðalaldur þeirra sem ganga í hjónaband er að hækka og fólk virðist almennt vera að taka sér lengri tíma en áður að fara í samband.

Þessi þróun á sér stað víða í heiminum og er ekki einvörðungu bundin við Bandaríkin. 

Hjónabönd eru ekki lengur aðalatriðið

Fyrir fimmtíu árum eða svo varstu ekki maður með mönnum eða kona á meðal kvenna nema þú værir í hjónabandi. En nú er öldin önnur. Ríflega helmingur þeirra sem voru spurðir í könnun um efnið sögðu hjónabönd ekki mikilvægasta atriðið við að vera fullorðinn. Í dag er meiri áhersla lögð á menntun og það að hafa atvinnu en hjónabandsstöðu. 

Ungt fólk rólegra en áður

Samkvæmt rannsóknum þar sem úrtakið var 8 milljónir nema á aldrinum 14 - 18 ára í Bandaríkjunum sýndu niðurstöður að fleiri einstaklingar höfðu aldrei farið á stefnumót á þessum árum en áður þekkist í sögunni. Eins hafði þessi hópur minni reynslu af kynlífi en þekkist í gegnum söguna. 

Einhleypir stunda meira kynlíf 

Einhleypir virðast vera að stunda meira kynlíf en fólk í hjónaböndum ef marka má rannsóknir. Í raun virðist meðalmanneskjan í dag vera að stunda minna kynlíf en áður þekktist. Sem dæmi stundaði meðalmanneskjan á tíunda áratugnum kynlíf 9 skiptum oftar á ári en hún gerir í dag. 

Tíðnin er ekki að lækka í öllum hópum. Einungis á meðal þeirra sem eru í hjónaböndum og þeirra sem hafa skilið. 

Samband ekki ávísun á meira sjálfstraust

Margir halda að sambönd séu ávísun á sjálfstraust, en rannsóknir sýna að svo er ekki. Þvert á móti í raun og veru. Í raun sýna rannsóknir að ef samband endar á innan við ári verður sjálfstraust fólks minna en ef það er á lausu áfram. Eins sýna rannsóknir að ef fólk er í góðum samböndum, eykur ekki endilega á ánægjuna að ganga í hjónaband. Sjálfstraust virðist aukast í upphafi sambanda, en ef sambönd eru ekki góð þá geta þau haft neikvæð áhrif á sjálfstraust fólks. 

Hjónabönd gerir fólk ekki heilbrigðara

Það hefur lengi verið talað um hversu heilsusamlegt það er að vera í hjónabandi. Rannsóknir sýna andstæðu þess þar sem mittismál m.a. kvenna var minna og þær voru almennt heilbrigðari, drukku minna og þar fram eftir götunum ef þær voru einhleypar miðað við giftar konur í samanburðarhópi. 

Rannsóknir sýna að það getur verið áhugavert fyrir heilsuna að vera í samböndum og hjónaböndum, en til þess að það virki þurfi samskiptin að vera heilbrigð og góð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál