Vísbendingar um erfiðleika í hjónaböndum

Ef hjónabandið er orðið þannig að maki virkar eins og …
Ef hjónabandið er orðið þannig að maki virkar eins og ókunnugur aðili á þínu svæði gæti eitthvað verið að gerast sem vert er að skoða. mbl.is

Samkvæmt Best Life geta hjónabönd dvínað hægt og rólega. Rifrildi og árekstrar er eitthvað sem fólk tengir almennt við erfiðleika í samböndum. En stundum geta breytingar í hjónabandi eða minnkun á hegðun verið vísbending um að hjón þurfi að leita sér aðstoðar til að byggja undir sambandið aftur.

Hjónabandið er að róast

Ef sambandið hefur verið orkumikið þar sem parið hefur tekist reglulega á, getur það virkað í fyrstu mjög þægilegt þegar öldurnar byrjar að lægja í sambandinu. Hins vegar er gott að vera vakandi fyrir því af hverju það gerist. Ef það er vegna þess að annar aðilinn hefur ekki áhuga á að fjárfesta lengur í sambandinu þá getur verið vandamál í uppsiglingu. 

Meira um vandræðalegar þagnir 

Að sitja þegjandi með maka getur verið mikil gæðastund. Hins vegar getur vandræðaleg þögn verið vísbending um að fólk sé að missa vinskapinn í sambandinu. Slíkt býr til fjarlægð sem getur verið óþægileg í hjónabandinu. 

Breytingar á húmor

Húmor er frábær í samböndum. Hins vegar er gott að hafa það hugfast hvernig húmorinn er og að hverju hann beinist. Ef annar aðilinn í sambandinu er mikið að skjóta á maka sinn eða með kaldhæðni í hans garð, gæti það verið vísbending um skort á virðingu sem er alltaf eyðileggjandi fyrir sambönd. 

Framtíðin óskýr

Ef fólk á erfitt með að ímynda sér framtíðina með maka sínum eftir tíu til fimmtán ár getur það verið vísbending um að eitthvað sé að í hjónabandinu. Ef til vill er makinn að fara yfir mörkin eða að gera hluti sem ekki samræmast því sem báðir sjá að sé áhugavert til lengri tíma litið. 

Kynlífið að minnka

Kynlíf getur verið mikið lím á tímabilum sem eru erfið í samböndum. Ef kynlífið er að minnka gefur það vísbendingu um skort af nánd. Ef þú eða maki þinn eruð farin að hundsa hvort annað í svefnherberginu þá er líklegt að þið séuð farin að gera það á fleiri sviðum líka. 

Spurningin er alltaf hvort kynlífið sé orðið verra eða hvort það sé skortur á tengingu í gegnum kynlífið. Það er alltaf hægt að skoða þennan hluta sambanda og gera betur, þótt það geti verið vandræðaleg vinna í byrjun. 

Ósamræmi þegar kemur að peningum

Smávægilegar þrætur um peninga koma reglulega upp hjá fólki í hjónaböndum. Hins vegar geta stöðugar deilur um peninga verið vísbending um að fólk sé ekki með sömu sýn á lífið og framtíðina. Hjón ættu ekki að vera að rífast stöðugt um eitthvað sem ekki fæst lausn á. Góð ráðgjöf og samtal hjálpar hér eins og annars staðar. 

Þér líður eins og þú sért að missa besta vin þinn

Það er mikilvægt að hlusta á innsæið þegar kemur að samböndum. Ef þú ert með tómleikatilfinningu í sambandinu eða ert mikið ein/einn ættir þú að skoða stöðuna þína. Í löngum hjónaböndum getur fólk ýmist vaxið í nánd eða fjarlægst. Of mikil andleg fjarlægð getur brotið upp hjónabönd. 

Um leið og þú ert hættur að hlusta á maka þinn eða farin/farinn að ranghvolfa augunum í hvert skipti sem hann/hún talar ættir þú að skoða hvaðan það kemur. 

Ekki lengur saman

Ef þið hjónin eruð vön að gera hlutina saman, fara út að hjóla eða í golf og það er allt í einu ekki lengur í gangi væri gott að skoða ástæðu þess. 

Farin/nn að bera makann saman við aðra

Ef maki þinn er ekki lengur stjarnan í þínu lífi og þú ert stöðugt að bera hann/hana saman við einhvern annan, væri gott að staldra við og skoða hvaðan þetta kemur. 

Samanburður á borð við þennan er oft vísbending um að þið skorti eitthvað. Stundum getur það verið nánd við maka, stundum vinna sem einstaklingar þurfa að fara í með sjálfan sig. 

Maki þinn ekki sá fyrsti sem þú hringir í

Þegar eitthvað gerist dettur þér þá fyrst í hug að hringja í maka þinn? Ef ekki, þá gæti það verið vísbending um undirliggjandi vanda í sambandinu. 

Hvort heldur sem er með góða hluti eða slæma, þá ættu náin hjón að vilja deila lífinu með hvort öðru. 

Afbrýðisemin að aukast

Afbrýðisemi er eðlileg í hjónaböndum, en ef hún er stöðug eða vaxandi ættu aðilar að skoða hvaðan skorturinn á trausti er kominn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál