Hvers vegna þarf fyrrverandi að vera með?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem er í sambúð með manni. 

Sæll. 

Ég hef verið í sambúð í nokkur ár með manni sem var áður giftur. Við eigum bæði fyrrverandi maka. Sambýlismaður minn er í messages-hóp með börnum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Þar inná póstar hann myndum, öllu sem honum finnst merkilegt og þar á meðal ferðalögum okkar innanlands og utan. Mér finnst ekkert að því að börnin hans fylgist með ferðum okkar og merkisatburðum sem snerta okkur og svo öfugt en ég hef engan áhuga á því að fyrri eiginkona sé með allt á hreinu sem gerist í okkar lífi. Ég er ekki inni í þessum hóp og mér stendur það ekki til boða, sé því aldrei neitt sem þarna fer á milli en veit af þessu í gegnum aðra. Er þetta eitthvað sem ég á að sætta mig við eða hvað?

Kveðja, ein pirruð. 

Valdimar Þór Svavarsson.
Valdimar Þór Svavarsson. mbl.is/Árni Sæberg

 

Góðan daginn og takk fyrir þessa einlægu spurningu. Spurningin er einföld og svarið líka. Hvað finnst þér?

Það er svo algengt að við erum að velkjast með spurningar við hinu og þessu og vitum ekki hvaða svar er rétt. Einhvern tímann heyrði ég setninguna, „If there is a question, there is no question“. Ég get ekki fullyrt að ég hafi rétt fyrir mér en minn skilningur á setningunni þegar ég heyrði hana var að þegar við erum að velkjast í vafa um eitthvað sem við erum ekki alveg sátt við, þá er það ekki nokkur spurning, við ættum ekki að sætta okkur við það. Það er í það minnsta eðlilegt að þið ræðið þetta vel og þú útskýrir þína hlið á málinu. Sjáðu hvort maki þinn skilji þína afstöðu og sé tilbúinn til að virða það við þig að annað hvort breyta þessari grúppu þannig að hún innihaldi bara hann og börnin hans, eða bæti þér inn á hana. Þið eruð saman í dag og sjálfsagt mál að þið deilið ekki ykkar persónulegu stundum með fyrrverandi konu hans. Að sama skapi er sjálfsagt mál að hann geti óhindrað verið í góðum samskiptum við börnin sín og þau við hann.

Best er að börnin í stjúpfjölskyldum finni fyrir öryggi og að foreldrar þeirra geti átt gott samband, þrátt fyrir að vera skilin. Það þarf bara stundum að ræða það hvaða lína er eðlileg og hversu mikið fyrrum makar eru inn í þeim samböndum sem verða til síðar. Mörgum þykir best að hafa þau tengsl ekki meiri en það sem þarf til þess að sinna þörfum barna og þeim sameiginlegu ákvörðunum sem þarf að taka. Meiri samskipti en það geta auðveldlega valdið erfiðleikum, eins og lítur út fyrir að sé að gerast í þínu tilviki. Merkilega oft kemur það fyrir að það eina sem vantar upp á til þess að leysa málin, er að ræða þau. Það er best að gera af yfirvegun og muna að þegar um samskipti er að ræða þar sem börnin eiga í hlut, geta tilfinningar farið á flug og mikilvægt að aðgreina samskipti við börnin frá öðrum samskiptum þegar þetta er rætt.

Vonandi getið þið rætt málin og leyst þau á þennan einfalda máta.

Með bestu kveðju,

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimar spurningu HÉR. 

mbl.is

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

05:00 ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

Í gær, 22:29 Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

Í gær, 17:00 María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

Í gær, 14:00 Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

Í gær, 10:00 Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

í gær Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

í fyrradag Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

í fyrradag Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

í fyrradag Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

í fyrradag Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

15.7. Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

15.7. Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

15.7. Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »