Tinder-deitið fékk raðfullnægingar

Maðurinn heldur því fram að konan hafi fengið fullnægingu oft …
Maðurinn heldur því fram að konan hafi fengið fullnægingu oft og mörgum sinnum. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég stundaði frábært kynlíf með konu sem ég hitti á Tinder. Við ákváðum að fara á annað stefnumót en nú hefur hún hætt við allt og ég hef ekki hugmynd um af hverju. Ég er 36 ára og hún er 33 ára. Hún er mjög falleg og heit. Við hittumst á bar og hún var til í að drekka vín og kokteila allt kvöldið. Eftir að hafa fundið neistann á milli okkar endaði ég á því að brjóta hina heilögu stefnumótareglu og fara með henni heim á fyrsta stefnumóti. Við stunduðum oft kynlíf og hún fékk það alltaf,“ skrifar maður sem veit ekki hvað hann gerði rangt og leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun

„Hún var hrifin af mér. Skilaboðin sem fylgdu í kjölfarið voru full af hrósi og dónaleg, grátbað mig um að hitta sig. Ég var varkár að fara ekki of hratt af stað og fór til hennar tveimur dögum seinna. Ég eldaði fyrir hana og við horfðum á mynd. Við stunduðum aftur kynlíf og hún fékk það oft. Hún var til í annað stefnumót þegar ég fór um nóttina. Næsta morgun fékk ég hins vegar skilaboð þar sem hún sagðist hafa skipt um skoðun og hún hætt við. Ég trúði henni ekki. Ég hélt virkilega að við ættum eitthvað sérstakt saman. Ég get bara ímyndað mér að hún hafi fengið slæmt ráð frá vini eða fortíðin hafi eitthvað um þetta segja.“

„Hvað fór úrskeiðis?“

Ráðgjafinn segir erfitt að láta hafna sér og tekur sem dæmi að kannski hafi vinur ráðlagt henni að sá maður sem stundaði kynlíf á fyrsta stefnumóti væri ekki traustvekjandi. Líklegra þykir þó ráðgjafanum að konan eigi slæma minningu í ástarlífinu sem hún sé ekki búin að jafna sig á og hafi dregið sig til baka. 

„Ég er pínu efins um að hún hafi fengið fullnægingu í hvert einasta skipti frá því að þið stunduðu kynlíf í fyrsta sinn saman. Ég held að það hafi verið einhver uppgerð í gangi en það þýðir þó ekki að það hafi verið eitthvað á milli ykkar. Eina sem þú getur gert er að gefa henni eina, tvær vikur og senda henni svo skilaboð þar sem þú segist hafa virkilegan áhuga og sért til í að fara rólegar í sakirnar. Ef hún svarar ekki eða segir nei veistu að minnsta kosti hvar þú hefur hana,“ segir ráðgjafinn. 

Stefnumótin gengu vel.
Stefnumótin gengu vel. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is