Hvað segja stjörnumerkin um kynlífið?

Hvað segir stjörnumerkið um kynlífið þitt?
Hvað segir stjörnumerkið um kynlífið þitt? mbl.is/Thinkstockphotos

Stjörnumerki geta gefið ýmislegt í skyn um persónuleika fólks og þar af leiðandi kynlífið líka. Að minnsta kosti gerði smokkaframleiðandinn Skyn heiðarlega tilraun til þess að greina kynlífshegðun fólks eftir stjörnumerkjum. Eftir að hafa kannað kynlífsvenjur um tvö þúsund manns gáfu þeir út hvaða stjörnumerki voru með mesta sjálfstraustið í bólinu og hvaða stjörnumerki stunduðu oftast kynlíf svo dæmi séu tekin. 

Hvað segir útkoma könnunarinnar um þig sem kynlífsveru?

Hrút­ur (21. mars til 19. apríl)

Hrútar endast lengst í rúminu. 

Naut (20. apríl til 20. maí)

Í stjörnumerki nautsins má finna fólk sem gerir sér upp fullnægingar en 28 prósent eru sögð gera það. 

Tví­buri (21. maí til 20. júní)

Tvíburar eiga það til að ýkja fjölda bólfélaga. 

Krabbi (21. júní til 22. júlí)

Krabbar stunda mesta kynlífið. 

Ljón (23. júlí til 22. ág­úst)

Ljón eru líklegust til að senda dónaleg skilaboð. 

Meyja (23. ág­úst til 22. sept­em­ber)

Dregur úr fjölda bólfélaga. 

Vog­in (23. sept­em­ber til 22. októ­ber)

Stundar oftast sjálfsfróun. 

Sporðdreki (23. októ­ber til 21. nóv­em­ber)

Fólk í stjörnumerki sporðdrekans er líklegast til að nota handjárn eða annað sem bindur fólk niður. 

Bogmaður (22. nóv­em­ber til 21. des­em­ber)

Notar oftast smokka. 

Stein­geit (22. des­em­ber til 19. janú­ar)

Með mesta sjálfstraustið í bólinu. 

Vatns­beri (20. janú­ar til 18. fe­brú­ar)

Vatnsberar nota oft sleipiefni eða í 51 prósenti tilvika. 

Fisk­ur (19. fe­brú­ar til 20. mars)

Margir fiskar hafa verið í opnu sambandi eða 30 prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni. 

Stjörnumerkin.
Stjörnumerkin. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is