Ekki segja þetta við einhleypa

Fólk ætti ekki að vera að gefa einhleypum óþarfa ráð.
Fólk ætti ekki að vera að gefa einhleypum óþarfa ráð. mbl.is/Getty images

Stundum getur verið óþolandi að vera eini einstaklingurinn í vinahópnum sem er ekki á föstu. Fólk þarf ekki að vera í sambandi til að vera hamingjusamt og það þarf alls ekki að láta fólk í sambandi segja sér hvernig það á að vera hamingjusamt eða hvernig það á að ná sér í maka eins og farið er vel yfir á vef Women's Health

„Þú þarft að elska þig fyrst“

Fólk sem er á föstu elskar sig ekki endilega meira en þeir sem eru á lausu. Við erum öll ófullkomin og búum yfir einhvers konar misbrestum.

„Þú ert of vandlát/ur“

Þótt einstaklingur sé á lausu og vilji bara eitthvað ákveðið þýðir það ekki að sá einstaklingur sé of vandlátur. Það er auk þess mjög mikilvægt að velja sér maka mjög vel. 

„Klukkan tifar“

Það vilja ekki allar konur börn og ef þær vilja börn hjálpar ekki að minna þær á að frjósemin fari minnkandi með aldrinum. 

„Hann/hún er þarna einhvers staðar úti“

Kannski er manneskjan þarna úti en hvernig veist þú það? Kannski er einhleypi vinur þinn líka bara mjög hamingjusamur með lífið eins og það er akkúrat núna. 

„Þú ættir...“

Það þarf ekki að segja einhleypu fólki endalaust hvernig það á að vera aðlaðandi, hvernig það á að fara á stefnumót og með hverjum. Þessar upplýsingar hjálpa ekki mörgum. Vinir í samböndum ættu að bíða með að gefa ráð þangað til sá einhleypi biður um þau. 

„Leyfðu mér að kynna þig fyrir...“

Um þetta gildir sama reglan. Bíddu eftir að einhleypi vinur þinn biðji um að vera kynntur fyrir einhverjum. Þótt þú eigir tvo vini sem eru einhleypir þýðir það ekki að þeir eigi vel saman. 

Fólk í samböndum er ekki endilega hamingjusamara en þeir einhleypu.
Fólk í samböndum er ekki endilega hamingjusamara en þeir einhleypu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is