Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

Það getur verið flókið að finna leið fyrir aðstandendur til ...
Það getur verið flókið að finna leið fyrir aðstandendur til að ræða um spilavanda. Gott er að fá stuðning með slíkt. mbl.is/Thinkstockphotos

Alma Haf­steins­dótt­ir fíkni- og fjöl­skyldu­markþjálfi sérhæfir sig í spilafíkn. Hér send­ir kona fyrirspurn tengda kærasta sínum sem eyðir öllum peingunum í veðmál á netinu.

Sæl Alma 

Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir það ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu. Segir að þetta sé alveg að koma og er með alls konar loforð. Ég get ekki haldið okkur uppi mikið lengur og við erum að reyna að safna fyrir útborgun í íbúð en það gengur ekkert þar sem hann eyðir öllum sínum peningum í þetta. Fyrir utan það að síðustu mánuði næ ég engu sambandi við hann og hann verður bara brjálaður þegar ég reyni að tala við hann. 

Ég er búin að hóta honum að tala við fjölskylduna hans en það virkar ekkert, honum er alveg sama. Samt segist hann ætla að hætta þessu og byrja að taka þátt. Á ég að tala við fjölskylduna hans og hvað get ég gert til að fá að hann til að hætta þessu eða alla vega borga það sem þarf að borga?

Kveðja,

V

Alma Hafsteinsdóttir starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með áherslu á ...
Alma Hafsteinsdóttir starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi með áherslu á spilafíkn.

Sæl V.

Sennilega er kærastinn þinn búinn að missa tökin á fjárhættuspilum sínum. Þegar einstaklingur hefur misst tökin á fjárhættuspilum sínum verður það óhjákvæmilega vandamál fyrir hans nánustu. Einmitt eins og þú lýsir þá lenda fjárhagslegar skuldbindingar á þér og allar tilraunir til að leggja fyrir eða gera framtíðarplön verða óraunhæfar. Spilafíklar eru allir af vilja gerðir og þegar fólk missir tökin þá reynir það að ná stjórn t.d. með því að skammta sér pening eða tíma. Því miður mistekst það iðulega. Fólk reynir að vinna upp tapið en í raun er það bara að tapa meiri pening og fjarhagserfiðleikarnir bara stækka þ.e. annaðhvort tapar fólk meiri pening nú eða skuldin verður enn hærri. Margir aðstandendur upplifa einmitt fyrstu einkenni í gegnum að fólk stendur ekki við fjárhagsskuldbindingar sínar. Einnig upplifa aðstandendur oft að viðkomandi sé alveg sama en svo er ekki, fólk er í raun búið að missa hæfnina og getuna til að taka þátt í eðlilegum samskiptum og lifa eðlilegu lífi.

Mér heyrist að hann sé kominn á mjög alvarlegan stað hvað varðar spilavanda sinn og því til lítils að fá hann að borðinu til að gera áætlanir, mér heyrist þú hafa reynt það nú þegar. Varðandi fjölskyldu hans þá myndi ég ráðleggja þér að tala við þau og upplýsa þau um stöðuna og reyna að fá þau með þér og tala við hann um vandann sem blasir við þér. Spilafíkn er alls ekkert til að skammast sín fyrir og mjög mikilvægt að hann viti hvernig þú og þið upplifið ástandið hans. Mjög gott væri að fá hann til að fara yfir stöðuna þ.e. hversu miklu hann er að eyða í veðmálin bæði fjármunum og tíma. Oft þegar spilafíklar taka þetta saman þá bregður þeim og verða meira tilbúnir að leita sér aðstoðar og taka á þessum vanda. Hvað þig varðar verða aðstandendur oft mjög veikir af ástandi sem þessu og því mikilvægt fyrir þig að leita þér aðstoðar einnig. Læra að setja mörk og standa með sjálfri þér og mæli ég með að þú kynnir þér meðvirkni og hvernig hún lýsir sér og hvað felst í að vera meðvirk. Því oft eru meðvirkir aðstandendur komnir í þrot með sjálfa sig og eiga því erfitt með að taka á ástandinu og brenna út. Spilafíkn er ekki fjárhagslegur sjúkdómur - eitt af einkennum hans er vissulega fjárhagserfiðleikar - en ef ekki er tekið á spilavandanum öðruvísi en að laga fjárhagshlutann er hætt við að spilafíkillinn komi sér aftur í veruleg fjárhagsvandræði. 

Ég ráðlegg þér að fylgjast með á spilavandi.is þar sem reglulega eru haldin fjölskyldunámskeið fyrir aðstandendur spilafíkla 

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Alma.

mbl.is

Íþróttaálfurinn kvæntist ástinni

09:33 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson gekk að eiga Ingibjörgu Sveinsdóttur um helgina. Hjónin gengu í það heilaga í Fríkirkjunni. Meira »

Svona getur hún ekki tekist á við lífið

05:00 Arianna Huffington stofnandi Huffington Post segir svefn eitt það mikilvægasta sem hún veit um. Henni líkar illa við sjálfa sig þegar hún er ósofin. Hún trúir á lítil skref í rétta átt til að byggja upp gott líf inn í framtíðina. Meira »

Eyddu 18 mánuðum í að gera húsið upp

Í gær, 22:00 Jessica Alba gjörbreytti nýja húsinu sínu en það tók eitt og hálft ár að gera húsið upp. Alba sýnir draumahúsið í nýju myndbandi sem birtist á vef Architectural Digest. Meira »

„Hef aldrei verið svona kynköld“

Í gær, 18:00 Kona sem elskar kærastann sinn er að upplifa áskorun í sambandinu þar sem þau eru með mismunandi væntingar til sambandsins. Hann skilgreinir kynlíf og nánd öðruvísi en hún og kennir henni um að hlutirnir eru ekki að ganga eins vel og hann vildi í svefnherberginu. Meira »

72 tíma hús minnkar stress um 70%

Í gær, 16:00 Langar þig að afstressa þig í Svíþjóð og koma endurnærð/ur til baka? Hvernig myndi þér lítast á að njóta 72 tíma í glerhúsi í Svíþjóð? Meira »

Haldið ykkur: Tie-dye-föt eru komin aftur í tísku

Í gær, 13:00 Byrjið að leita að gömlum fatakössum uppi á háalofti og kembið fatamarkaðina, tie-dye-föt verða það heitasta í sumar.  Meira »

Æfingin sem heldur Biel í formi

í gær Leikkonan Jessica Biel gerir krefjandi útgáfu af hnébeygju á öðrum fæti hjá einkaþjálfaranum sínum.  Meira »

Skilnaðarráð fræga fólksins vekja athygli

í gær Sumar stórstjörnur eru á því að eftir skilnað sé ávallt best að kenna öðrum um á meðan aðrar segja að það að taka ábyrgð ýti undir vinskap. Meira »

GOT-aðdáendur heppnari í rúminu

í fyrradag Game of Thrones-aðdáendur eru ekki bara að ná saman á kaffistofunum heldur einnig í ástalífinu.   Meira »

Búin að gleyma hvernig ástin er

í fyrradag Kona á þrítugsaldri sem hefur ekki verið í sambandi í nokkur ár segist ekki muna hvernig tilfinning það er að vera ástfangin. Hún biður um ráð. Meira »

Teppi á gólfinu hjá Sex and the City-stjörnu

í fyrradag Hús leikkonunnar Kristin Davis er afar huggulegt en þó spurning hvort það hefði verið nógu fínt fyrir hina fínu Charlotte úr Sex and the City. Meira »

Halla Bára: Gucci klæðir heimilið

í fyrradag Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður skrifar um heimilislínu Gucci sem hvikar hvergi frá þeim hugarheimi sem hefur gert merkið að því verðmætasta í tískuheiminum. Meira »

Leið ömurlega undir 58 kílóum

25.5. Tónlistarkonunni Bebe Rexha var kalt og hún borðaði ekki þegar hún var sem léttust. Hún gengur nú um fáklædd heima hjá sér til að efla sjálfstraustið. Meira »

Lofaði að húsið færi ekki úr fjölskyldunni

25.5. Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitektar FHI, endurhönnuðu hús sem byggt var 1901. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og var lagt mikið upp úr því að halda í upprunalegan stíl við endurbæturnar. Meira »

Undarleg stelling eyðileggur kynlífið

24.5. „Ég stunda sjálfsfróun á grúfu. Kynlíf með annarri manneskju, meira að segja munnmök, veita mér enga unun.“  Meira »

Ágústa Ósk selur Hvassaleitið

24.5. Söngkonan Ágústa Ósk Óskarsdóttir hefur sett raðhús sitt í Hvassaleiti í Reykjavík á sölu. Húsið er 260 fm að stærð og var byggt 1963. Meira »

Tók 450 tíma að gera Dior-dressið

24.5. Elle Fanning þykir ein best klædda leikkonan á Cannes í ár og leit út eins og gömul Hollwyood-stjarna í fallegu pilsi og kjól frá Dior á rauða dreglinum í vikunni. Meira »

Högnuhús eitt af draumahúsum BBC

24.5. Eitt fallegasta hús landsins, Bakkaflöt 1, er á lista BBC yfir draumahús frá 20. öldinni. Húsið var meðal annars sögusvið kvikmyndarinnar Eiðsins eftir Baltasar Kormák. Meira »

Valið snerist um að lifa eða deyja

24.5. „Mér þykir ekki létt að segja frá hvert var mitt fyrsta val. Það snerist ekki um að rigga mig á fætur og dúndra til dæmis fjárhagnum í lag. Nei. Valið snerist um að lifa eða deyja. Að deyja var á þeim tímapunkti auðveldari kosturinn og allt mælti með því vali. Ég viðurkenni að það var mitt val. Örlögin sáu til þess að leyfa mér það ekki. Ég breytti um skoðun. Valdi að lifa. Logandi hræddur við dauðann. Vildi aldrei deyja. Hef sagt og segi enn: Eina sem ég átti eftir var auðmýkt. Hafði ekki orku í að vera með hroka.“ Meira »

Giambattista Valli í samstarfi við H&M

24.5. H&M; tilkynnti nýjasta samstarf fyrirtækisins í galaveislu í Cannes í gærkvöldi.  Meira »

Haldið ykkur fast, COS opnar kl. 12

24.5. Sænska verslunin COS verður opnuð kl. 12 á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur en íslenskar tískuskvísur hafa beðið eftir þessari verslun í mörg ár. Meira »