Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

Er allt gott að frétta úr svefnherberginu?
Er allt gott að frétta úr svefnherberginu? mbl.is/Thinkstockphotos

Það glíma örugglega fleiri en vilja viðurkenna við vandamál í svefnherberginu. Vandamálin eru að minnsta kosti fjölbreytt ef marka má kynlífssérfræðinginn Tracey Cox en ekkert er of flókið fyrir hana. Fór hún yfir hvaða vandamál væru algengust þegar kemur að kynlífi gagnkynhneigðra para og hvernig ætti að vinna úr þeim í pistli á vef Daily Mail. 

Kunna ekki á titrarann

Cox telur þetta upp sem algengt vandamál. Bendir hún fólki á að nota mismunandi stillingar og gera tilraunir með titringinn, þrýstinginn og hliðar. Mælir hún svo með því að fólk prófi sig áfram með stellingar. Þrátt fyrir að hún mæli með því fyrir konur að vita hvernig nota skuli titrarann mælir hún ekki með því að konur í samböndum fái einungis fullnægingu með hjálp rafmagnstækis. Tvær af fimm ættu að vera með hjálp fingra, tungu eða jafnvel samfara. 

Konan er ekki hrifin af samförum

Þrátt fyrir að samfarir séu ekki besta leiðin fyrir konur til þess að fá fullnægingu er vel hægt að njóta þeirra að minnsta kosti þegar vel tekst til. Cox mælir með því að að karlmenn hugsi um að taka því rólega í byrjun, gleyma ekki forleiknum og muna að breyta líkamanum á mismunandi hátt til að mynda þegar kemur að dýpt og hraða. Mælir hún með því að menn reyni að leika við sníp konunnar í samförum og minnir á að flestar konur séu ánægðar með fimm til tíu mínútna langar samfarir. 

Líkamarnir passa ekki saman

Karlinn getur verið mjög hávaxinn og konan lágvaxin eða annað mun þyngra en hitt. Cox mælir með að nýta húsgögn. Bara það að nota púða getur breytt miklu. Annars er hægt að finna sérstök kynlífshúsgögn. 

Margir glíma við vandamál í rúminu.
Margir glíma við vandamál í rúminu. mbl.is/Thinkstockphotos

Dót týnist

Í þessu tilviki er Cox að tala um kynlífsleikföng sem hverfa inn í líkama fólks. Það reynist auðvelt þegar eitthvað rennur of langt upp leggöngin en erfiðara þegar afturendinn á í hlut. Mælir Cox einfaldlega með að bíða eftir því að það skili sér í klósettið. Ef það gerir það ekki og verkir fylgja í kjölfarið gæti þurft að leita til læknis en sem betur fer hafa læknar séð ýmislegt svo það er ekkert til að skammast sín fyrir. 

Hann fær ekki fullnægingu í samförum

Það eiga ekki allir karlmenn auðvelt með að fá fullnægingu þótt margir haldi annað. Getur ástæðan verið sú að þeir þurfi á ákveðinni stroku að halda sem aðeins hendur geta framkvæmt. Maðurinn ætti að sýna konunni hvað hann gerir og hún getur síðan haldið utan um liminn í samförum. Cox mælir ekki með því að menn haldi of fast um lim sinn þegar þeir stunda sjálfsfróun. 

Getur ekki hætt að fantasera um einhvern

Hugsunin ein og sér þarf ekki að vera skaðleg. Ef þetta verður að þráhyggju er það slæmt. Fólk ætti ekki að leyfa sér að láta hugsunina hafa neikvæð áhrif á sig. Það er því algjört lykilatriði að finna ekki fyrir sektarkennd eða líða illa í kringum manneskjuna. 

Hún vill ekki að makinn fari niður á sig

Cox segir að konur vilji stundum ekki stunda munnmök vegna þess að þær hafi áhyggjur af því hvernig þær líta út eða eru á bragðið þarna niðri. Hún mælir með að tala um það fyrir utan svefnherbergið hvort það sé eitthvað við fortíð hennar sem fær hana til að forðast munngælur. Svo þarf að vinna í tækninni. 

Verður linur um leið og smokkurinn er settur á

Ástæðan gæti verið sú að smokkurinn er of stór eða of þröngur. Mælir Cox með því að prófa sig áfram með mismunandi tegundir. Einnig mælir hún með að setja dropa af sleipiefni inn í smokkinn en ekki bara utan á. 

Limurinn er alltaf að renna út

Ertu kannski að nota of mikið sleipiefni? Ástæðan gæti líka verið mjög mikil örvun. Til þess að komast hjá þessu vandamáli þarf að skoða stellingar og hversu djúpt limurinn fer inn í konuna. Konan getur haldið honum inni með því að vefja fótum sínum utan um manninn eða halda í rass hans. 

Passar smokkurinn?
Passar smokkurinn? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál