Aldrei heitari eftir breytt mataræði

Simon Cowell í mars í fyrra. Nú hefur hæfileikaþáttadómarinn breytt …
Simon Cowell í mars í fyrra. Nú hefur hæfileikaþáttadómarinn breytt um mataræði. mbl.is/AFP

Yfirlýsingaglaði tónlistarmógúllinn Simon Cowell verður sextugur seinna á árinu og er á góðri leið með að verða vegan. Breytt mataræðið og lífstíll á töluvert langan aðdraganda en Cowell var fluttur á spítala í október árið 2017 eftir að leið yfir hann. Ástæðan var sú að hann vakti of lengi og lifði ekki heilbrigðu lífi. Nú er hins vegar allt breytt.

„Á skalanum eitt til tíu í hversu myndarlegur ég var var ég átta og nú er ég orðinn 11,“ sagði Cowell ánægður með sjálfan sig í viðtali við The Sun

Segist Cowell hafa gjörbreytt lífstíl sínum og er hann ekki bara hættur að vinna allar nætur heldur borðar hann örðuvísi. Segist hann sleppa öllum mjólkurvörum, kjöti, hveiti, sykri og ætlar bráðum að hætta að borða fisk. Cowell segist einstaka sinnum reykja og fá sér bjór. 

Breytti Cowell um mataræði eftir að hann talaði við sérfræðing sem vinur hans sem er læknir mælti með. 

„Á innan við 24 tímum breytti ég mataræði mínu og hef ekki séð eftir því. Þér líður betur, þú lítur betur út,“ sagði Cowell. „Ég tók út mikið af dóti sem ég átti ekki að vera að borða og það var aðallega kjöt, mjólkurvörur, hveiti og sykur, það voru aðallega þessir fjórir hlutir.“

Cowell segist hafa elskað mat sem hafði þau áhrif að honum leið vel. Þennan mat hafði hann borðað alla sína ævi. Segist hann hafa elskað ávaxtabökur, hamborgara og spaghettí Bolognes.Cowell sagði það auðveldara en fólk haldi að skipta þessum vörum út. 

„Ég var vanur að fá mér jógúrt á morgnana og ég breytti því í möndlujógúrt. Ég fæ mér möndlumjólk í teið mitt,“ segir Cowell. „Ég má burða suma ávexti en ekki alla. Þú verður að fara varlega þar sem sumir ávextir búa yfir meiri sykri en kókdós.“

Hann segir breyttur lífstíll hafi hjálpað honum að sofa og hann vakni á morgnana með meiri orku en áður. Það hafi ekki tekið hann nema eina viku að finna mun á sér. Eins og margir aðrir kýs Cowell ekki lýsa breytta mataræðinu sem megrunarkúr þar sem orðið láti honum líða illa. Þó svo að hann segi breytingarnar hafa verið auðveldar segir hann að það komi upp erfiðar aðstæður eins og ef einhver er að borða pizzu fyrir framan hann. Sem betur fer hefur konan hans breytt sínum matarvenjum Cowell til samlætis. 

Simon Cowell fannst bökur, hamborgarar og spaghettí gott.
Simon Cowell fannst bökur, hamborgarar og spaghettí gott. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál