Aldrei heitari eftir breytt mataræði

Simon Cowell í mars í fyrra. Nú hefur hæfileikaþáttadómarinn breytt ...
Simon Cowell í mars í fyrra. Nú hefur hæfileikaþáttadómarinn breytt um mataræði. mbl.is/AFP

Yfirlýsingaglaði tónlistarmógúllinn Simon Cowell verður sextugur seinna á árinu og er á góðri leið með að verða vegan. Breytt mataræðið og lífstíll á töluvert langan aðdraganda en Cowell var fluttur á spítala í október árið 2017 eftir að leið yfir hann. Ástæðan var sú að hann vakti of lengi og lifði ekki heilbrigðu lífi. Nú er hins vegar allt breytt.

„Á skalanum eitt til tíu í hversu myndarlegur ég var var ég átta og nú er ég orðinn 11,“ sagði Cowell ánægður með sjálfan sig í viðtali við The Sun

Segist Cowell hafa gjörbreytt lífstíl sínum og er hann ekki bara hættur að vinna allar nætur heldur borðar hann örðuvísi. Segist hann sleppa öllum mjólkurvörum, kjöti, hveiti, sykri og ætlar bráðum að hætta að borða fisk. Cowell segist einstaka sinnum reykja og fá sér bjór. 

Breytti Cowell um mataræði eftir að hann talaði við sérfræðing sem vinur hans sem er læknir mælti með. 

„Á innan við 24 tímum breytti ég mataræði mínu og hef ekki séð eftir því. Þér líður betur, þú lítur betur út,“ sagði Cowell. „Ég tók út mikið af dóti sem ég átti ekki að vera að borða og það var aðallega kjöt, mjólkurvörur, hveiti og sykur, það voru aðallega þessir fjórir hlutir.“

Cowell segist hafa elskað mat sem hafði þau áhrif að honum leið vel. Þennan mat hafði hann borðað alla sína ævi. Segist hann hafa elskað ávaxtabökur, hamborgara og spaghettí Bolognes.Cowell sagði það auðveldara en fólk haldi að skipta þessum vörum út. 

„Ég var vanur að fá mér jógúrt á morgnana og ég breytti því í möndlujógúrt. Ég fæ mér möndlumjólk í teið mitt,“ segir Cowell. „Ég má burða suma ávexti en ekki alla. Þú verður að fara varlega þar sem sumir ávextir búa yfir meiri sykri en kókdós.“

Hann segir breyttur lífstíll hafi hjálpað honum að sofa og hann vakni á morgnana með meiri orku en áður. Það hafi ekki tekið hann nema eina viku að finna mun á sér. Eins og margir aðrir kýs Cowell ekki lýsa breytta mataræðinu sem megrunarkúr þar sem orðið láti honum líða illa. Þó svo að hann segi breytingarnar hafa verið auðveldar segir hann að það komi upp erfiðar aðstæður eins og ef einhver er að borða pizzu fyrir framan hann. Sem betur fer hefur konan hans breytt sínum matarvenjum Cowell til samlætis. 

Simon Cowell fannst bökur, hamborgarar og spaghettí gott.
Simon Cowell fannst bökur, hamborgarar og spaghettí gott. mbl.is/AFP
mbl.is

Ágústa Ósk selur Hvassaleitið

20:00 Söngkonan Ágústa Ósk Óskarsdóttir hefur sett raðhús sitt í Hvassaleiti í Reykjavík á sölu. Húsið er 260 fm að stærð og var byggt 1963. Meira »

Tók 450 tíma að gera Dior-dressið

19:00 Elle Fanning þykir ein best klædda leikkonan á Cannes í ár og leit út eins og gömul Hollwyood-stjarna í fallegu pilsi og kjól frá Dior á rauða dreglinum í vikunni. Meira »

Högnuhús eitt af draumahúsum BBC

16:00 Eitt fallegasta hús landsins, Bakkaflöt 1, er á lista BBC yfir draumahús frá 20. öldinni. Húsið var meðal annars sögusvið kvikmyndarinnar Eiðsins eftir Baltasar Kormák. Meira »

Valið snerist um að lifa eða deyja

14:44 „Mér þykir ekki létt að segja frá hvert var mitt fyrsta val. Það snerist ekki um að rigga mig á fætur og dúndra til dæmis fjárhagnum í lag. Nei. Valið snerist um að lifa eða deyja. Að deyja var á þeim tímapunkti auðveldari kosturinn og allt mælti með því vali. Ég viðurkenni að það var mitt val. Örlögin sáu til þess að leyfa mér það ekki. Ég breytti um skoðun. Valdi að lifa. Logandi hræddur við dauðann. Vildi aldrei deyja. Hef sagt og segi enn: Eina sem ég átti eftir var auðmýkt. Hafði ekki orku í að vera með hroka.“ Meira »

Giambattista Valli í samstarfi við H&M

12:00 H&M; tilkynnti nýjasta samstarf fyrirtækisins í galaveislu í Cannes í gærkvöldi.  Meira »

Haldið ykkur fast, COS opnar kl. 12

10:29 Sænska verslunin COS verður opnuð kl. 12 á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur en íslenskar tískuskvísur hafa beðið eftir þessari verslun í mörg ár. Meira »

Þorgrímur Þráinsson selur Tunguveginn

08:35 Íþróttastjarnan og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur sett sitt fallega hús á sölu. Um er að ræða 150 fm tvíbýli við Tunguveg í Reykjavík. Meira »

Svona vinnur Arianna Huffington

05:00 Það eru til fjölmargar leiðir til að setja ramma utan um vinnuna og upplifa heilbrigðara samræmi á milli vinnu og einkalífs. Thrive-leiðin þykir áhugaverð til þess. Meira »

Svona er sumartíska Weekday

Í gær, 23:00 Ef þú vissir ekki að hjólabuxur væru komnar aftur í tísku þá lastu það fyrst hér og líka að þú getur varla lifað sumarið af án þess að eiga samfesting. Mundu bara að það er ekki gott að vera í samfesting ef þú ert að drekka. Meira »

Fólk afkastar minna í góðu veðri

í gær Veður hefur ómeðvituð áhrif á okkur og við eigum það til að missa einbeitinguna þegar það er gott veður, þar af leiðandi afköstum við minna í vinnunni. Meira »

Hönnuðurinn sem allir elska að stæla flytur

í gær Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður hefur sett íbúð sína við Blönduhlíð á sölu. Ingibjörg Hanna hannaði krummann sem sló í gegn þegar hann kom á markað og prýðir hann fjölmörg heimili landsmanna. Meira »

„Orðin háð kynlífi og hef ekki stjórn“

í gær „Ég er farin að hafa verulegar áhyggjur. Svo virðist sem ég sé orðin háð kynlífi. Það er eins og ég hafi enga stjórn á mér og geti ekki stoppað mig í að fara út sum kvöld (næstum öll kvöld vikunnar) á bari eða skemmtistaði.“ Meira »

Fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi

í gær Rihanna hefur unnið hörðum höndum við að byggja upp feril sinn í tískuheiminum. Núna er hún fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi. Meira »

„Að burðast með gömul áföll“

í gær Dr. Sigríður Björk Þormar er einn helsti sérfræðingur landsins í áföllum. Hún heldur námskeið í dag um áföll og afleiðingar þeirra þar sem hún m.a. kennir leiðir til þrautseigju. Meira »

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

í gær „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

22.5. Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

22.5. Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

22.5. Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

22.5. Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

22.5. Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

21.5. Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »