Nenni ekki að tala við fyrrverandi daglega

Ef fólk er í daglegum samskiptum eftir skilnað eða sambandsslit …
Ef fólk er í daglegum samskiptum eftir skilnað eða sambandsslit getur slíkt valdið misskilningi eða von hjá þeim sem tók ekki ákvörðun um skilnaðinn. mbl.is/Thinkstockphotos

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu sem hætti nýverið með manni sem hún var með. Hún nennir ekki að tala við hann á hverjum degi lengur en veit ekki hvernig er best að segja það.

Sæl Elínrós. 

Ég er búin að vera í sambandi með manni í tvö ár en núna er sambandið búið. Ég hætti með honum út af ýmsum ástæðum og þurfum við að vinna úr þeim áður en við getum alveg hætt saman. Við erum búin að tala saman á hverjum degi á Facebook síðan við hættum saman en ég er orðin mjög þreytt á þeim samskiptum. Ég vil samt ekki alveg loka á hann á öllum samfélagsmiðlum. Hvernig get ég sagt honum að ég vilji ekki tala saman á hverjum degi án þess að særa tilfinningar hans? Og hversu mikil samskipti ættum við að hafa enn þá? Við eigum eftir að ræða nokkra hluti, en mér finnst við tala of mikið saman miðað við að við erum hætt saman.

Kveðja, XY

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert

Sæl og takk fyrir að senda inn fyrirspurnina.

Það sem ég mæli með að þú gerir er að segja honum bara hvað þig langar. Það er ekkert að því að hætta í sambandi og vilja taka sér pásu frá samskiptum til að ná áttum. Ég mæli með allt að þremur til fjórum vikum í engin samskipti fyrir þá sem vilja fá dómgreind mína lánaða í svona málum. 

Hins vegar mæli ég alltaf með við fólk sem er að hætta saman að það sé alveg hreinskilið við hvort annað, svo ekkert óljóst sé á milli þeirra inn í framtíðina. 

Eitt af því sem mér finnst áhugavert að gera fyrir alla er að gera upp gömul sambönd áður en lengra er haldið í lífinu. Svona fundi má taka nokkrum mánuðum eftir sambandsslit þar sem farið er yfir ástæður skilnaðarins og fólk tekur ábyrgð á sínum hluta og skilur síðan í vináttu og með virðingu í huga. 

Það finnst mér eðlilegt og heilbrigt. Oftar en ekki fara aðilar í að vera fórnarlömb eftir skilnað og festast í því um tíma. Ég hef aldrei séð slíkt gera nokkuð gott fyrir fólk. Til að samband geti átt sér stað þurfa tveir að koma saman.

Ef við vöndum okkur við að vera almennileg í sambandi, ættum við að þora að mæta þeim sem maður deildi lífinu með og heyra hvað maður hefði getað gert betur og hvað var gott. Ef um alvarlega hluti, trúnaðarbresti eða framhjáhöld eru að ræða geta svona fundir verið einstaklega hjálplegir. Því vanalega hefur það ekkert með maka að gera að einskaklingur haldi fram hjá. 

Heiðarlegt samtal í þessa veru getur verið frábært veganesti inn í framtíðina. Hins vegar finnst mér ekki mikilvægt að viðhalda vináttusambandi ef börn eru ekki í spilinu. Sér í lagi ef fólk vill halda áfram í lífinu og setja fókusinn annað. 

Gangi þér sem best og haltu áfram að standa með þér. 

Kveðja, Elínrós. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál