Ástæður þess að fara ekki í samband

Eru allir í sambandi nema þú? Líklega ekki.
Eru allir í sambandi nema þú? Líklega ekki. mbl.is/Getty images

Það þarf meira en bara viljann til þess að vera tilbúin/n í nýtt samband. Ákveðin atriði benda til þess það sé kannski ekki málið að stíga næsta skref og fara í samband eins og færð eru rök fyrir á vef Cosmopolitan. 

Þú ert enn með hugann við fyrrverandi

Ef bara tilhugsunin um fyrrverandi fær þig til að gráta er líklegt að æskileg sjálfsvinna hafi ekki farið fram og það sé ekki besta lausnin að henda sér í nýtt samband. 

Þú getur ekki breytt eða gert málamiðlun fyrir aðra manneskju

Það getur verið krefjandi vinna að vera í sambandi. Ef þú getur ekki hugsað þér að gera málamiðlanir eða breyta einhverju í þínu lífi fyrir mögulegan maka er samband líklega ekki málið. Kannski er aðilinn ekki sá rétti eða lífið er hreinlega ágætt eins og það er án maka. 

Fólkið sem þú hefur áhuga á er ekki á lausu eða hefur ekki áhuga á samböndum

Ef fólkið sem þú hefur áhuga hefur ekki áhuga á sambandi heldur bara kynlífi getur það verið merki um að þú viljir innst inni ekki alvörusamband. Ef þú hefðir í alvöru áhuga á sambandi myndir þú beina sjónum þínum að einhverjum öðrum. 

Þú ert einmana og leiðist og vonast til að maki lagi það

Ef ástæðan fyrir því að þig langar í samband er að því að allir vinir þínir eru í sambandi þarf að endurskoða ástæðuna aðeins. Ef þú ert einmana eftir samband er lausnin ekki heldur að fara beint í annað samband. 

Þér líður eins og þú þurfir á sambandi að halda eins og hinir

Þegar skrollað er í gegnum samfélagsmiðla er eins og allir séu í sambandi nema þú. Staðreyndin er hins vegar allt önnur og er ekki mælt með því að fara í samband til þess að geta birt paramynd á samfélagsmiðlum. 

Leiðist þér og langar þess vegna í samband?
Leiðist þér og langar þess vegna í samband? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál