10 ástæður fyrir kynlífsleysi í samböndum

Það er mikilvægt að pör nái að tengjast í kynlífi ...
Það er mikilvægt að pör nái að tengjast í kynlífi og leggi ekki óeðlilega pressu á hvort annað eða sjálft sig í svefnherberginu að mati sérfræðinga. mbl.is/Thinkstockphotos

Samkvæmt Huffington Post ganga mörg pör í gegnum þurrktímabil í svefnherberginu. Sérfræðingar sem aðstoða pör á þeim stað í samböndunum segja samfélög víða um heiminn með fordóma fyrir því þegar kynlíf minnkar í samböndum. Leiðin út úr slíku sé alltaf að opna á umræðuna og fræða fólk um hvað veldur því að fólk minnkar eða hættir að stunda kynlíf í samböndum.

Eftirfarandi atriði eru þau sem vanalega búa til áskorun í kynlífi fólks í samböndum.  

1. Skortur á samtali

Í samböndum skiptir miklu máli að fólk geti talað um kynlíf. Margir einstaklingar þora ekki að opna sig eða vera viðkvæmir inn í samböndum. Fólk ætti hins vegar ekki að láta það stoppa sig. Þeim mun opnari sem þú ert með hvað þú vilt eða hvað þú ert óörugg/óöruggur með, þeim mun auðveldara verður samtalið.  

Pör sem ekki tala um kynlífið hafa tilhneigingu til að fjarlægjast hvort annað í svefnherberginu og missa þannig innsæið fyrir því hvað þau vilja eða maka þeirra að þessu leyti. Þau ná minni tengingu og missa áhuga á kynlífi í kjölfarið. 

2. Streita

Þegar einstaklingar eru undir miklu álagi verður stundum kynlíf það síðasta sem þeir hugsa um. Að ná endum saman og að hugsa um börnin getur verið það eina sem fólk hefur getu til að huga að á ákveðnu tímabili í lífinu.

Stöðug streita getur leitt til hækkunar á kortisólhormóninu í líkamanum, sem getur haft áhrif á kynlöngun í sambandi. 

Á álagstíma er mælt með því að setja kynlíf á dagskrána í staðinn fyrir að bíða eftir því að kynlöngunin komi. 

3. Mismikil kynlöngun

Það er eðlilegt að fólk sé með mismikla kynlöngun í samböndum sem þýðir að stundum eru þú og maki þinn ekki á sömu blaðsíðunni þegar kemur að kynlífi. Ef pör geta talað opinskátt saman um þetta minnkar það álagið og mismikil löngun þarf þá ekki að ógna sambandinu. 

Ef málið er hins vegar ekki rætt getur það haft neikvæð áhrif á sambönd. Þá sér í lagi þar sem sá sem langar í meira kynlíf upplifir höfnun þegar hann ekki fær kynlíf í sambandinu og gæti þá hætt að reyna að stunda kynlíf með maka sínum. Aðilanum með minni kynlöngun getur einnig fundist hann ekki nóg þar sem löngunin er ekki til staðar. 

Að forðast samtalið og kynlíf algjörlega skapar vandamál sem fólk ætti að forðast. 

4. Veikindi

Líkamleg veikindi geta haft áhrif á kynlöngun fólks í samböndum eða getuna til að ástunda kynlíf almennt. Það sama á við um andleg veikindi svo sem þunglyndi, kvíða og áföll á kynferðissviðinu. Sum lyf geta líka dregið úr kynlöngun fólks. 

Þessir hlutir geta allir haft áhrif á löngun eða getu til að tengjast öðrum. Síðan geta fylgikvillar veikinda verið lágt sjálfsmat og óöryggi. Ef þetta er til staðar, er gott að hafa hugfast áhrif þess á sambandið og kynlífið í sambandinu. Samtal er alltaf leiðin að lausninni í tilvikum sem þessum. 

5. Erfiðleikar í samböndum

Þegar pör rífast mikið eða eru að fara í gegnum erfið tímabil eftir framhjáhald eða önnur áföll, getur það haft veruleg áhrif á það sem gerist í svefnherberginu. 

Áskoranir í samböndum geta valdið reiði, gremju, vonbrigðum eða svikum sem svo aftur hafa áhrif á löngun fólks í kynlíf. Sum af þessum málum leysast seint eða aldrei, sem gerir það að verkum að fólk verður lokað eða upplifir sársauka í samböndunum sínum. 

Sumir geta stundað kynlíf þó að þeir séu reiðir við hinn aðilann, á meðan aðrir geta það ekki. Gremja eða óleystur ágreiningur getur eyðilagt gott kynlíf. 

6. Gagnrýni

Gagnrýni er að mati rannsakenda einn af helstu fyrirboðum skilnaða. Hér er gott að hafa hugfast að gagnrýni er annað en að bjóða upp á ráðleggingu eða að lána maka dómgreind á uppbyggilegan hátt. Það sem aðili segir á særandi hátt við maka sinn getur komið út eins og árás. Slíkt hefur oft áhrif á það sem gerist í svefnherberginu líka. 

Sambönd ganga vel ef fólk meðtekur hvort annað eins og það er. Sér í lagi kynferðislega, þar sem fólk er vanalega mjög viðkvæmt og vanmáttugt í svefnherberginu. Að gagnrýna maka sinn í svefnherberginu ætti að forðast eins og heitan eldinn.

7. Óraunhæfar væntingar

Kynlíf er mismunandi í samböndum. Stundum getur það verið frábært og stundum er það ekkert sérstakt. Ef fólk gerir of miklar væntingar til kynlífsins í samböndum, getur það leitt til vonbrigða sem getur síðan minnkað áhuga fólks á kynlífi almennt. 

Óraunhæfar væntingar eru aldrei góðar og draga úr nánd í kynlífinu. Þá verður kynlífið meira eins og athöfn í staðinn fyrir að vera um samveru og ánægju. Þetta getur valdið minni kynlöngun og fólk forðast kynlíf í sambandinu. 

8. Frammistöðuótti

Ótti við að geta ekki staðið sig í rúminu getur búið til kvíða sem veldur því að auðveldara er að kasta inn handklæðinu og hætta alveg að reyna. Hugsunin verður þá: Ef ég bara sleppi þessu, þá er mér í það minnsta ekki að mistakast. 

Að tala ekki um hlutina elur á skömm og skömm getur oft leitt til ótta á þessu sviði. 

9. Ótti við að prófa nýja hluti

Óttinn við að koma með nýjar hugmyndir getur oft leitt til þess að hlutirnir verði leiðinlegir í svefnherberginu. Annar aðilinn gæti þá verið með nýjar hugmyndir, en þorir ekki að tala um þær af ótta við viðbrögð hins. 

Ótti við höfnun, fjarlægð eða reiði er það sem hindrar fólk vanalega í að tala um nýja hluti. Óttinn við að taka áhættu á þessu sviði getur sogið alla kynferðislega orku úr fólki. 

10. Staðnað kynlíf

Þegar sambönd byrja getur kynlífið verið heitt og spennandi. Þegar ákveðinn tími er liðinn geta pör hins vegar orðið föst í ákveðinni rútínu, sem getur leitt til stöðnunar á kynferðissviðinu. Gott er að hafa í huga að langanir í kynlífinu þróast stöðugt hjá fólki. Það er eðlilegt að vilja prófa nýja hluti í kynlífi. 

Þegar pör hætta að vera forvitin og staðna á þessu sviði getur kynlífið orðið leiðingjarnt. Ef pör hins vegar reyna að setja fókusinn aftur á erótík og spyrja sig hvað kemur þeim til geta hlutinir breyst fljótt. Það er alltaf þess virði að auka forvitni, spennu og leik á þessu sviði í lífínu. 

mbl.is

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

05:00 „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

Í gær, 16:00 Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

Í gær, 13:54 Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

Í gær, 10:35 Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

í gær Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

í fyrradag Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

í fyrradag „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

í fyrradag Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

20.5. Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

19.5. Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »