Sambandsráð Tony Robbins eru þessi

Tony Robbins ásamt eiginkonu sinni Sage Robbins.
Tony Robbins ásamt eiginkonu sinni Sage Robbins.

Tony Robbins er einn af þeim sem er ekki fastur í viðjum vanans. Hann er með áhugaverða sýn á ástina eins og flest annað í lífinu.

Hér koma nokkrar sambandshugleiðingar í hans anda.

Hver ætlar þú að vera í þessu sambandi?

Robbins gerir það að atvinnu að aðstoða fólk út úr viðjum vanans. Hann hjálpar fólki víðs vegar um heiminn að skapa sína eigin framtíð óháð því hvaðan það kemur. 

Ef þú ætlar að vera í sambandi í hans anda ættir þú að setja fókusinn á þig í sambandinu, ekki maka þinn. Ímyndaðu þér bestu útgáfuna af þér í sambandi, vertu sú útgáfa daglega - sama hvað maki þinn gerir. 

Ef þú setur fókusinn á þig í staða maka þíns þá ferðu í áttina að því að gefa í stað þess að þiggja. Það er að hans mati grunnurinn að góðu lífi. 

Hvað þarftu að losna við úr æskunni til að verða þessi aðili?

Að mati Robbins er mannfólkið forritað gömlum úreltum hugmyndum. Hann aðstoðar fólk við að losa sig við hugmyndir sem hamlar því og telur hann möguleika á að gera slíkt á skömmum tíma. 

Hann er einnig á því að þú ert það sem þú hugsar. Ef þú hugsar sterka hluti þá ertu sterkur/sterk. 

Til að geta losað okkur við gamlar hugmyndir úr fortíðinni er gott að skoða hvað við hugsum daglega um okkur sjálf. Robbins sjálfur þurfti að skipta út hugmyndum sem hann hafði um konur. Hann var alinn upp af veikri móður sem lagði m.a. hendur á hann. Ástæðan fyrir því var sú að hún var veik og vanmáttug gagnvart honum.

Til að hann gæti elskað konuna sína skilyrðislaust þurfti hann að taka til í hugmyndum sínum um konur sjálfur. Hann segir alla geta gert þetta, þar sem hann sé lifandi sönnun þess. 

Stöðugar hugsanir um höfnun, veikleika og aðrar skilgreiningar sem oft koma upp í hugann á fólki með áföll úr æsku er eitthvað sem Robbins leggur upp með að fólk finni sér leið í gegnum. Hann bendir á að margar leiðir eru í boði. Það eina sem ekki virkar er að gera ekki neitt við þessar hugsanir. 

Hvað gerir þessi einstaklingur daglega?

Robbins leggur mikið upp úr því að fólk agi sig upp í að framkvæma það sem það hugsar. Að lifa drauminn og láta ekkert stoppa sig. Ef þú vilt lifa samband í hans anda ættir þú að setja niður á blað hluti sem þú myndir gera sem frábær maki á hverjum degi. Settu þig í fyrsta sætið og síðan maka þinn, börn, atvinnuna, vini og fjölskyldu. 

Hvað gerir hann/hún ekki?

Það eru ákveðnir hlutir sem halda okkur niðri í lífinu. Sem skemma möguleika okkar til að vera ein og sama manneskjan hvert sem við förum. Ef þú ert að gera hluti sem eru að meiða þig þarftu að setja niður á blað hvaða hlutir þetta eru og æfa þig í að gera þá ekki. Það er engin afsökun fyrir því að gera hluti sem enginn mun vita um, þú munt vita um þessa hluti og þeir munu taka of mikið pláss innra með þér.

Ef þú vilt lifa í anda Robbins heldur þú þig frá þeim hlutum sem halda þér niðri. 

Hvernig getur þú orðið betri en maki þinn ætlast til af þér?

Af hverju heldurðu að þú þurfir að vera eins og maki þinn vill hafa þig? Af hverju viltu ekki vera eitthvað aðeins meira en það? Ef þú ert ein/n af þeim sem fær alltaf frábær meðmæli í vinnunni, ert með góða stigagjöf á AIRBNB en enginn af þínum fyrrverandi gæti mælt með þér í sambandi, hver ertu þá raunverulega?

Finndu leiðir til að vera framúrskarandi í einkalífinu líka. Til að vera framúrskarandi er nóg að gera meira en maður gæti hugsað sér daglega frá öðrum. Æfðu þig í þessu dag hvern og sjáðu hvert þú verður kominn eftir einn eða tvo áratugi.

Robbins er á því að fólk ofmeti það sem það geti gert á einu ári en vanmeti það sem getur gerst á heilum áratug.

Hafðu það hugfast í þeim breytingum sem þú ætlar í eftir að hafa lesið þessa grein og mundu að fram til dagsins í dag hefur þú verið að gera nákvæmlega eins vel og þú getur. Málið er bara að Robbins veit að þú getur gert svo mikið betur!

View this post on Instagram

Today I am blessed to be celebrating 20 years with my wife, my love, my partner on this path, my Sage!! You are truly the most magnificent gift of my life. Living this mission with you is my greatest joy & I give thanks for the depth of your love today & every day. Your pure light is the oxygen to my soul.❤️ . It's also #ValentinesDay which serves as a little reminder to focus on serving the people in our lives who mean the most to us – the ones we love & hold most dear. It’s all about bringing love, tenderness, & presence to our relationships by waking up to our partner’s needs on a higher level. It’s the perfect time to SET a NEW STANDARD— for living, loving, appreciating & celebrating each other consciously — one that we must commit to uphold not only on days like today, but EVERY DAY. If you’re not in a relationship right now, this can be a time to create the love story you want. What’s your vision? What do you want your relationship to look like? What do you want to create & share together? It’s not simply dreaming about who will show up & fulfill you, it's about forging a connection with someone that you have so much love for that you live to light them up. All the PLAYFULNESS, BEAUTY, ALIVENESS, & CONNECTION I am blessed to experience in my marriage with Sage is because I hold myself to a higher standard than she could ever expect from me. When your focus shifts to HOW YOU SHOW UP FOR THEM, what YOU are here to GIVE & BE for THEM — the whole game changes. But it has to come from your heart & soul, authentically, & WITHOUT EXPECTATION. Once you start MEASURING & tallying what you’re giving or not getting = GAME OVER. The quality of our life is the quality of our relationships. Make time to create space to be fully present with your partner, honoring their needs with moment-to-moment intimacy & DEVOTION to each other, because that kind of love will get you through ANY CHALLENGE that shows up in your life. Through relationships, our emotions are magnified, & we awaken to selfless LOVE & ONENESS — which is our TRUE NATURE. Is it time to rewrite your love story? How will you show up? How will you grow? What do you want to give & be for the one you love?

A post shared by Tony Robbins (@tonyrobbins) on Feb 14, 2019 at 9:59am PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál