Algengustu vandamálin í rúminu

Er eitthvert vandamál í kynlífinu?
Er eitthvert vandamál í kynlífinu? mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk úti um allan heim glímir við sömu vandamálin í svefnherberginu. Ólíklegt er að vandamál þitt sé einsdæmi en miðað við lýsingar kynlífsráðgjafa á Reddit sem Men's Health greinir frá eru sum vandamál algengari en önnur. 

Það er nokkuð algengt að andlega hliðin sé að flækjast fyrir fólki og því ekki bara líkamleg frammistaða sem skiptir máli. Risvandi er til að mynda sagður meðal yngri manna en fólk heldur en það er hreinlega andlegt vandamál. Það getur verið slæmt að vera of stressaður eða of spenntur. Er mælt með því að fólk reyni að slaka á og gefi sér tíma til að líða vel með bólfélaga sínum. 

Annar sérfræðingur vildi meina að hundurinn lægi grafinn fyrir utan svefnherbergið. Vildi hann meina að það væri mikilvægast fyrir sambandið að læra að tjá sig almennilega og það myndi skila sér í betra kynlífi. 

Einn ráðgjafinn sagði að það mikilvægasta væri að vinna úr áföllum en það getur leitt til vandamála í svefnherberginu. 

Annað algengt vandamál er mismikil kynhvöt. Vill einn sérfræðingur meina að þetta eigi sér stað hjá flestum pörum. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál