Konan er of gömul

Manninum finnst konan of gömul.
Manninum finnst konan of gömul. mbl.is/Getty

„Eftir nokkurra ára vinasamband bauð maður mér á stefnumót. Hann spurði hvað ég væri gömul á einu af fyrstu stefnumótunum og þá áttaði hann sig á því að ég var tíu árum eldri en hann (ég er að nálgast fimmtugt). Þrátt fyrir að við lifum svipuðu lífi, eigum svipuð áhugamál og vini var hann efins um aldursmuninn og hætti með mér í fyrra eftir hálft ár saman. Eftir nokkra mánuði byrjuðum við aftur saman og vorum saman í ár. Hann hætti aftur með og sagði að hann kæmist ekki yfir aldursmuninn og að hann hefði hætt með fyrri maka vegna sömu ástæðu. 

Þetta snýst ekki um barneignir. Við kunnum vel við og virðum hvort annað, njótum þess að vera saman og erum hrifin af hvort öðru, það eru engin illindi. Er kominn tími til að halda áfram og samþykkja andlega takmörkun hans?“ spyr kona lesendur The Guardian. 

Lesendur liggja ekki á skoðunum sínum. Margir hafa góða reynslu af samböndum með miklum aldursmun og telja vandamálið sé hjá manninum. 

„Svo... hann hefur tvisvar verið í sambandi við eldri konu jafnvel þó að hann eigi í vandræðum með „aldursmuninn“. Það hljómar eins og sambandið hafi verið gott og ekkert annað. Það er hann sem er að glíma við vandamál sem snýst um að hann velur sér óhentuga maka og það þarf að leysa. Hann hefur látið þig lausa og nú getur þú fundið einhvern sem á skilið tíma þinn og ást. Þú varst heppin að komast undan,“ skrifaði einn lesandi. 

Aldurinn setur strik í reikninginn.
Aldurinn setur strik í reikninginn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Bloggað um fréttina