„Hjónabandið er orðið eins og fyrirtæki“

Það krefst vinnu og hugrekkis að fá meira út úr ...
Það krefst vinnu og hugrekkis að fá meira út úr hjónabandinu. Að geta opnað sig inn í sambandinu er alltaf grunnurinn að meiri nánd við maka. mbl.is

El­ín­rós Lín­dal, ein­stak­lings- og fjöl­skylduráðgjafi, svar­ar spurn­ing­um les­enda. Hér fær hún bréf frá konu sem langar í eitthvað meira út úr hjónabandinu. Heimilið er rekið eins og fyrirtæki og lítið er um rómantík, kynlíf eða nánd. Heimilið er á hennar höndum og hún er með lítinn tíma aflögu til að sinna sér. Hún biður um svör. 

Sælar.

Ég er búin að vera að hugsa aðeins málið eftir að hafa lesið pistlana þína. Ég er gift sjálf og á þrjú börn og upplifi hluti í hjónabandinu sem ég held að fleiri en ég sé að upplifa. Það gengur allt vel en heimilið og hjónabandið er orðið eins og fyrirtæki. Þegar ég les um áskoranir fólks velti ég því stundum fyrir mér hvort þessi verkefni séu góð eða slæm. Því hjónabandið mitt gengur ágætlega, en það er ekkert að gerast í því. 

Við erum eins og systkin og það er lítið um kynlíf, ástríðu eða annað sem ég gæti ímyndað mér að kynsystur mínar séu að upplifa.

Ég dett stundum í að stjórna, en ég held að maðurinn minn stjórni líka á sinn hátt. Hvernig get ég upplifað meiri hamingju í hjónabandinu? Ég hef þyngst aðeins með aldrinum, og er ekki að sinna mér eins vel og ég vildi. Eins á ég mér ekki mörg áhugamál þar sem heimilið er mikið á mínum snærum.

Mig langar í eitthvað meira með karlinum mínum en er algjörlega lens með hvernig ég tek fyrsta skrefið. 

Gætir þú ekki verið með námskeið fyrir mig og fleiri konur á mínum stað líka? Málið er nefnilega að ég er orðin verulega pirruð og leiðinleg í þessu ástandi.

Kveðja, XOX

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi.
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl XOX og takk fyrir þitt innlegg.

Mikið er ég sammála þér með að þessi staða sem þú ert í gæti verið algeng. Þegar fólk lendir á vegg í samskiptum við aðra getur slíkt verið tækifæri til að gera eitthvað verulega uppbyggilegt og gott í málunum. Þegar hins vegar hlutirnir malla áfram vantar oft gott tækifæri til að breyta. 

Ég gæti bara vel hugsað mér að halda svona námskeið eins og þú talar um. Á námskeiðinu myndi ég þá fjalla um hvernig er best að taka ábyrgð á eigin hamingju. Hvernig skýr og falleg mörk eru grunnurinn að góðu sambandi að mínu mati og hvernig það að elska án skilyrða er alltaf vegurinn heim. 

Ef þig langar að koma á svona námskeið, skaltu senda á mig póst HÉR. Námskeiðin mín eru vanalega í þrjár klukkustundir. 

En þangað til að þú kemur á námskeiðið skaltu ekki hika við að skrifa niður allt sem þú ert þakklát fyrir í þessu lífi. Skrifaðu niður hvernig kona þig langar að vera og hvað hún gerir daglega. Skrifaðu niður allt sem þú elskar við manninn þinn og láttu hann vita hvaða hlutir það eru. 

Prófaðu að opna á að þig langi í meiri nánd við hann í hjónabandinu. Raunveruleg nánd í hjónaböndum að mínu mati er að geta opnað sig tilfinningalega og fengið þetta fallega svigrúm til að vera elskaður og að elska fyrir hver maður raunverulega er. Líkamleg nánd er síðan alltaf falleg afleiðing andlegrar nándar að mínu mati. 

Það eru hins vegar ótal mörg verkefni sem við höfum staðið andspænis í lífinu sem gerir það að verkum að við lokum stundum hjartanu okkar og festumst í viðjum vanans.

Ég vona að dagurinn verði góður og þakka þér fyrir að senda inn bréf fyrir hönd þeirra kvenna sem langar í meira frá þeim sem þær elska mest. 

Kær kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rós spurn­ingu HÉR. 

mbl.is

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

Í gær, 16:00 Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

Í gær, 13:54 Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

Í gær, 10:35 Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

Í gær, 05:00 Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

í fyrradag Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

í fyrradag „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

í fyrradag Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

í fyrradag Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »

Afgangarnir urðu að geggjaðri teppalínu

20.5. Erna Einarsdóttir hönnuður er manneskjan á bak við nýja teppalínu Geysis sem unnin er úr afgöngum. Línan er ekki bara falleg heldur umhverfisvæn. Meira »

Glamúrinn í skipstjórahúsi frá 1935

19.5. Innanhússarkitektinn Hanna Stína fékk það verkefni að endurhanna skipstjórahús sem byggt var 1935.  Meira »

Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

19.5. Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Meira »

Hugmyndir að hárgreiðslu og förðun

19.5. Við fengum Katrínu Sif Jónsdóttur, hárgreiðslukonu á Sprey, og Helgu Sæunni Þorkelsdóttur, förðunarfræðing, til að skapa þrjár mismunandi útfærslur af brúðargreiðslu og -förðun. Meira »

10 atriði sem þú gætir átt von á án sykurs

19.5. Þú færð sterkara ónæmiskerfi, missir þyngd og sefur betur án sykurs. Þú gætir viljað nota minna af snyrtivörum og hafir meira úr að spila með breyttu matarræði. Meira »