„Ég get ekki meira af þessu sama“

Kona sendir bréf á Polly og segir að hún vilji ...
Kona sendir bréf á Polly og segir að hún vilji ekki gera meira af því sama. Hana langar í tilfinningalegt samband við mann, en ekki einvörðungu kynlíf án skuldbindingar. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Polly er ráðgjafi sem svarar lesendum New York Post á vefsvæði The Cut. Lesendur sem eru á öllum aldri senda Polly fyrirspurnir tengt foreldrum sínum, börnum, starfi, menntun og samböndum svo dæmi séu tekin.  Nýverið fékk hún bréf frá lesenda sem segist ekki geta meira af kynlífi án skuldbindingar. Lesandinn er orðinn öskureiður og er að spá í að loka á ástina. 

„Elsku Polly, ef einn maður í viðbót biður mig um að vera með sér kynferðislega án skuldbindingar mun ég kasta einhverju í vegg. Ég er orðin svo reið út af ástandinu.

Ég hef farið á sirka 40 stefnumót á undanförnum árum. Í fyrstu voru innihaldslaus stefnumót einmitt það sem ég þurfti á að halda. Ég reyndi að halda mig við slíkt en fann svo hversu mikið það meiddi mig. 

Mér finnst sárt að finna að eina ástæðan fyrir að menn vilja hitta mig er til að sofa hjá mér. Ég hef reynt að ýta tilfinningunum niður, en það virkar ekki. 

Á tímabili hafnaði ég öllum mönnum sem vildu einvörðungu kynlíf sem gekk illa líka. Það varð enginn eftir. Mér finnst eins og ef menn heyra að manni sé alvara að þeir haldi að það þýði gifting. 

Ég hitti mann nýlega og við fórum á nokkur stefnumót. Ég fann strax tengingu við hann og hann tikkaði í öll boxin mín, þar sem hann er góður, sætur og býr ekki í kjallaranum hjá mömmu sinni. Það er komið ár frá því að ég hef farið á stefnumót með einhverjum sem mér líkar svona vel við. En að sjálfsögðu var hann ekki tilbúinn í einhverja alvöru. Ég sagði honum hvað mér fyndist um að leika mér og hann sagði að samband kæmi alveg til greina en ekki strax.

Mér líður eins og ég sé á villigötum í lífinu. Ég veit að þessi aðili á eftir að særa mig en hef ekki sett honum mörk því mér finnst eins og ég eigi ekki betra skilið. Ég er hins vegar orðin gröm út í þessar aðstæður og hann líka. 

Mér líður eins og eini valmöguleikinn fyrir mig sé að vera ein. Eða að halda áfram að sofa hjá mönnum og bíða og vona að einhver þeirra leggi í tilfinningalega tengingu við mig seinna. Þá fá þeir allt sem þeir vilja og ég ekki það sem ég vil. Ég hata að gefa þeim vald yfir mér. Ég get ekki meira af því saman en langar ekki að gefast upp á ástinni. Á ég einhvern valmöguleika að þínu mati? Hvernig get ég stjórnað gremju minni gagnvart mönnum sem vilja ekki neitt annað en kynlíf frá mér?

Ein reið.“

Ráðgjafinn Polly er ekki lengi að greiða úr þessari fyrirspurn og segir lesendanum í vanda að lausnin við áskoruninni sé að hún byrji að trúa að hún eigi raunverulega eitthvað betra skilið. 

„Þú færð ekki það sem þú vilt fyrr en þú verður nógu hugrökk til að biðja um það. Þú færð ekki hugrekki til að biðja um hluti fyrr en þér finnst þú eiga þá skilið. 

Þú verður að byrja á því að gefa sjálfri þér það sem þér finnst þú eiga skilið. 

Hættu bara að gera það sem er að meiða þig. Ef þú vilt ekki sofa hjá þessum mönnum áttu ekki að gera það. 

Ástin er ólík öllu öðru og þú verður að vera tilbúin að vera opin fyrir ástinni. Hún krefst þess að þú opnir þig og segir hvernig þér líður. 

Ást er ákvörðun um að vera á staðnum. Þegar menn segja að þeir vilji bara kynlíf, þá getur þú virt þann heiðarleika sem þeir eru að gefa þér. En þetta er líka ákveðið öryggi fyrir þá - svo þeir verði ekki fyrir hjartasári, þú mátt bera minni virðingu fyrir því. 

Leyfðu þessum mönnum að lifa og haltu áfram að lifa sjálf.

Mér finnst tímaeyðsla að greina manninn sem þú ert að hitta. Hann hefur sínar ástæður. En þú hins vegar átt skilið að mynda tilfinningalega nánd við einhvern sem getur mætt þér. 

Svo framarlega sem þú heldur áfram að hitta menn sem vilja enga alvöru þá ertu að meiða þig. 

Í staðinn fyrir að segja: ÉG VEIT AÐ ÉG GET EKKI FENGIÐ NEITT BETRA. Segir þú: ÉG Á ALLT ÞAÐ BESTA SKILIÐ, ÉG ER BETRI EN ÞETTA.

Kveðja, Polly.“

mbl.is

Harry prins fer nýjar leiðir

15:04 Guðný Ósk Laxdal er sérfræðingur í konungsfjölskyldum en hún stúderaði nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar í B.A. ritgerð sinni í ensku við HÍ og hefur ávallt haft gaman af konunglegum málefnum, bæði sem dægurmál og fræðilegt menningarfyrirbæri. Meira »

Líkamsfarði Kim gerir allt vitlaust

12:00 Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian West kynnir okkur nú fyrir líkamsfarða sem getur falið æðar og marbletti.   Meira »

IKEA vinnur með heimsþekktu fólki

09:00 Sænska móðurskipið IKEA kynnti nýjungar sínar á Democratic Design Days í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Sjálfbærni, nýting á plássi og upplifun eru í forgrunni hjá þessu stóra fyrirtæki án þess að tapa þeim eiginleikum að gera heimilið fallegra. Ein af stærstu fréttunum er samstarf IKEA og Sonos. Meira »

Bláklæddar á veðhlaupakeppninni

05:00 Katrín hertogaynja og Elísabet Englandsdrottning voru í stíl á opnunarhátíð konunglegu veðhlaupakeppninnar sem hófst í dag.  Meira »

Rihanna sjóðandi heit í bleiku

Í gær, 23:30 Tónlistarkonan Rihanna brá undir sig betri fætinum í New York-borg á þriðjudagskvöld og var sjóðandi heit í bleikum kjól.  Meira »

Gettu hvar Gylfi keypti brúðkaupsfötin?

Í gær, 19:00 Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og fótboltastjarna kvæntist ástinni um helgina. Hann valdi aðeins það besta eða föt frá ... Meira »

Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

Í gær, 18:00 Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. Meira »

Adele nánast óþekkjanleg

í gær Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af en það sést vel á nýrri mynd af tónlistarkonunni með hljómsveitinni Spice Girls. Meira »

Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

í gær Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav.   Meira »

Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

í gær Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki skorað á hana. Meira »

Eins og risastór tískusýning á árshátíðinni

í gær Það voru allir í spariskapi þegar Geysir hélt árshátíð sína í Marshallhúsinu. Eins og sést á myndunum voru allir í sínu fínasta pússi á þessu fallega sumarkvöldi. Boðið var upp á girnilegar veitingar en andleg næring var í boði Frímanns Gunnarssonar en hann kitlaði hláturtaugar gestanna og Una Schram og Cell7 tóku í míkrafóninn við mikinn fögnuð. Meira »

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

í fyrradag Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

18.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

18.6. Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

18.6. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

18.6. Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

17.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

17.6. Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

17.6. Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

17.6. Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

17.6. Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »