Stofnandi Ali Baba veitir kynlífsráð

Jack Ma gaf brúðhjónum kynlífsráð.
Jack Ma gaf brúðhjónum kynlífsráð. mbl.is/AFP

Einn ríkasti maður í Kína, Jack Ma stofnandi Alibaba, er með uppskrift að betra lífi en það er að stunda kynlíf lengi sex sinnum á sex dögum. Ma er sagður hafa veitt þessi kynlífsráð í ræðu sinni þegar pör sem vinna hjá honum voru gefin saman að því kemur fram á vef Telegraph. 

„Við viljum 669 í lífinu. Hvað er 669? Sex sinnum á sex dögum, með áhersluna á níu,“ á Ma að hafa sagt. Á talan níu eða „nine“ að vera borið eins fram og lengi á mandarínkínversku. 

Var talan 669 merkingarþrungin en hún vísaði einnig á töluna 996 sem hefur mikla þýðingu í kínverskri vinnumenningu. Er talan stundum nefnd yfir ofurlanga vinnuviku sem saman stendur af vinnu frá níu á morgnana til níu á kvöldin sex daga vikunnar. Ef fólk vinnur svona mikið verður það þó að hafa sig alla við ef það á að geta stundað jafnmikið kynlíf og Ma mældi með. 

Jack Ma er stofnandi Alibaba.
Jack Ma er stofnandi Alibaba. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál