Undarleg stelling eyðileggur kynlífið

Konan nýtur ekki að stunda kynlíf með maka og kennir …
Konan nýtur ekki að stunda kynlíf með maka og kennir sjálfsfróun sinni um. mbl.is/Thinkstockphotos

„Ég er 25 ára gömul kona sem hefur alltaf stundað sjálfsfróun á grúfu. Kynlíf með annarri manneskju, meira að segja munnmök, veita mér enga unun. Þegar ég átti kærasta þóttist ég njóta kynlífsins og óttaðist að hann myndi yfirgefa mig ef ég væri hreinskilin. Við hættum saman út af öðru en nú er ég einhleyp og skíthrædd að finna aldrei maka eða njóta kynlífs. Þetta er að gera mig þunglynda,“ skrifaði ung kona með áhyggjur og leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa The Guardian. 

Ráðgjafinn minnir konuna á að kynlíf fólks sé fullt af tilraunum og mistökum. Það taki tíma að læra að stunda fullnægjandi kynlíf með maka og hún ætti ekki að gera of mikið úr þessu. 

„Þú ert langt frá því að vera eina manneskjan sem hefur þróað með sér sjálfsfróunarstíl sem hentar ekki auðveldlega í kynlífi með maka. Góðu fréttirnar eru þær að þú skilur hvað veitir þér unun í kynlífi. Ef þú getur deilt þörfum þínum með maka (sem er nauðsynlegt í fullnægjandi kynlífi) eru margar leiðir til þess að finna út úr þessu. 

Reyndu að finna einhvern sem þú ert mjög hrifin af og þú treystir til að vera opinn og eftirlátur þegar þú biður um eitthvað. Þegar þú ert nógu hugrökk til þess að biðja og prófa stellingar og stíla í kynlífi sem reynast örvandi, byrjaðu á því sem sem er næst þeirri stellingu sem þú kýst. Reyndu að aðlaga uppáhalds-sjálfsfróunarstellingu þína og láttu maka þinn strjúka þér á réttan hátt. Prófaðu þig áfram með stellingar þegar þú hefur fengið fullnægingu á þennan hátt. Það er mikilvægt að hvetja maka þinn til þess að veita þér fullnægingu áður en þið reynið að hafa samfarir. Blíðar, tælandi leiðbeiningar eiga eftir að skipta máli.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál