GOT-aðdáendur heppnari í rúminu

Game of Thrones er nýlokið og mikill áhugi fyrir þáttunum.
Game of Thrones er nýlokið og mikill áhugi fyrir þáttunum.

Game of Thrones hefur sjaldan verið vinsælla en akkúrat núna en síðasti þátturinn fór í loftið fyrir stuttu. Hægt er að tengja Game of Thrones við ýmislegt en samkvæmt könnun frá árinu 2017 sem Men's Health greinir frá voru aðdáendur söguheimsins heppnari í rúminu en annað fólk. 

Könnunin var gerð á vegum stefnumótasíðunnar Match.com. Kom þar í ljós að aðdáendur Krúnuleikanna væru 61 prósent líklegri til að stunda kynlíf en aðrir og 81 prósent líklegri til að komast á stefnumót. 

Nú er bara spurning hvort þessi tölfræði eigi enn við og ekki bara í Bandaríkjunum! Nú er að minnsta kosti tíminn til þess að vera aðdáandi Game of Thrones og ekki verra ef áhuginn nýtist í ástalífinu.

Er Game of Thrones-áhuginn að koma þér á stefnumót?
Er Game of Thrones-áhuginn að koma þér á stefnumót? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is