Svona getur hún ekki tekist á við lífið

Arianna Huffington er hugsandi athafnakona sem segir mikilvægt að ná …
Arianna Huffington er hugsandi athafnakona sem segir mikilvægt að ná jafnvægi í lífinu. mbl.is/AFP

Ég heyrði áhugavert viðtal um daginn sem Jay Shatty tók við Arianna Huffington, stofnanda Huffington Post. Meginviðfangsefni viðtalsins var áhrif svefns á lífið.

Huffington er á því að litlar breytingar hafi mikil áhrif þegar til lengri tíma er litið. Hún segir að góður svefn sé mikilvægur. Í viðtalinu nefnir hún nokkur atriði sem hafa aðstoðað hana við að sofa betur. Eins mælir Huffington með jákvæðri hugsun og þakklæti bæði kvölds og morgna. 

Að skilja símann eftir fyrir utan svefnherbergið er lykilatriði að mati Huffington. Ef fólk vaknar upp um miðja nótt getur verið freistandi að skoða símann eða póstinn og það er truflandi að mati Huffington.

Hún segir að við mannfólkið séum forrituð til að hugsa neikvætt og því sé nauðsynlegt að hafa einhverja stjórn á hugsununum.

„Lífið snýst ekki einvörðungu um peninga og völd. Heilsan skiptir einnig miklu máli sem og viskan sem býr innra með okkur öllum. Ég fæ bestu hugmyndirnar mínar í sturtu svo dæmi séu tekin,“ segir hún í viðtalinu við Shatty.

Hún segir að tilgangur lífsins sé ekki að búa til peninga og vinna. 

„Ég trúi því að þakklæti sé mikilvægt. Stundum getum við meira að segja verið þakklát fyrir misfarir okkar. Ég er sem dæmi þakklát kærastanum mínum til sjö ára sem vildi ekki eignast börn með mér. Eftir sambandsslitin stofnaði ég meðal annars Huffington Post og eignaðist tvær yndislegar dætur sem eru það dýrmætasta í mínu lífi í dag.“

Huffington segir að mestu ánægjuna í lífinu fái hún út úr móðurhlutverkinu. Sama hversu upptekin hún er þá er hún aldrei of upptekin fyrir dætur sínar. „Þær vita að ef þær þurfa á mér að halda þá legg ég öll önnur verkefni til hliðar og sinni þeim.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál