Tilvistarkreppa í starfsvali eða menntun

Ljósmynd/Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

„Í gegnum starf mitt sem vinnusálfræðingur hef ég orðið vitni af því að einstaklingar sitja með kvíða og eftirsjá út af starfsvali sínu og þeirri menntun sem býr að baki. Þetta er áhyggjuefni, vegna þess að tilteknir einstaklingar hafa oft eytt tíma og peningum í nám eða starf,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir klínískur sálfræðingur og heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Á svo að henda því öllu út um gluggann? Ýta á „delete“ og byrja upp nýtt með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn og tapi á reynslu og þekkingu?

Ef þetta á við þig, vil ég biðja þig að staldra við og hugsa málið. Það er nefnilega oft undirliggjandi ástæða fyrir þessari tilvistarkreppu. Þeir einstaklingar sem ég hef bæði heyrt um og unnið með hafa eitt sameiginlegt:  Að hafa upplifað mikla og langvarandi streitu sem leiðir oftast nær til kulnunar (burnout).

Vinkona mín sagði mér nýlega frá samstarfskonu sinni sem hafði eytt 4 árum í að mennta sig sem hjúkrunarfræðingur. Þegar hún byrjaði að vinna upplifði hún streitu í vinnunni sem varð langvarandi og varð til þess að hún gat ekki meira og fór í veikindaleyfi. Í veikindaleyfinu fékk hún hvorki meðferð né leiðsögn um hvað hún gæti gert framvegis til að fyrirbyggja að slíkt gerist aftur.

Ef einstaklingar í þessari stöðu fá ekki viðeigandi meðferð þá getur kvíðinn og stressið slegið niður rótum gagnvart vinnustaðnum. Fyrir þá sem hafa upplifað neikvæð líkamleg og tilfinningaleg viðbrögð á fyrri vinnustað sínum, er mjög rökrétt og skiljanlegt að þeir tengi það beint við starfsgrein sína. Vinnustreita til lengri tíma getur verið svo yfirþyrmandi að einstaklingar kasta upp. Það er dæmi um mjög sterk líkamlega viðbrögð við einhverju sem þú hefur tileinkað lífi þínu.

En aftur að þessari stúlku: Eftir veikindaleyfið sótti hún um hreingerningastarf og hefur ekki snúið aftur í hjúkrun.

Þetta er ekki einsdæmi, en mjög lýsandi. Það hryggir mig vegna þess að við þurfum hjúkrunarfræðinga, lækna, flugmenn o.fl. Við þurfum nákvæmlega þessa einstaklinga sem hafa tileinkað árum saman í þetta áhugsasvið sitt því að þeim er ekki sama.

Ég hef sagt þetta áður en ég ætla að leggja áherslu á það aftur: Leitaðu hjálpar ef þú ert með einkenni af langvarandi streitu. Það er hægt að meðhöndla og það er aldrei of seint.

Þú getur sent Þórey fyrirspurn á info@mindtherapy.dk

Þórey Kristín Þórisdóttir klínískur sálfræðingur og heilsumarkþjálfi.
Þórey Kristín Þórisdóttir klínískur sálfræðingur og heilsumarkþjálfi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál