Mýtur um vinnustaðarómantík

Mike Ross og Rachel Zane í Suits kynntust í vinnunni.
Mike Ross og Rachel Zane í Suits kynntust í vinnunni. skjáskot

Það dreymir marga um að eiga í eldheitu ástarsambandi með samstarfsfélaga sínum eða yfirmanni. Í könnun sem Woman's Health gerði fyrir nokkrum árum kom í ljós að 84% kvenna hafði dreymt um vinnustaðarómantík.

Það er þó margt sem ber að hafa í huga áður en þú byrjar að gera hosur þína grænar fyrir samstarfsfélögum þínum. Fólk hefur ýmsar ranghugmyndir um hvernig svona vinnustaðarómantík gengur fyrir sig, enda hefur Hollywood sýnt okkur hana í rósrauðu ljósi í gegnum árin. Hér eru nokkrar mýtur um vinnustaðarómantík. 

„Enginn annar veit hvað er í gangi“

Samstarfsfélagar ykkar eru mun eftirtektarsamari en ykkur grunar og það er líklegt að þeir taki eftir breytingum á samskiptum ykkar. Ef þið farið eitthvað út saman þá er líka alltaf sá möguleiki fyrir hendi að þið rekist á einhvern af samstarfsfélögum ykkar. 

„Það kemur engum öðrum við“

Það er ekki rétt að ástarsamband á vinnustaðnum komi engum öðrum við. Þau geta skipt miklu máli hvað varðar samvinnu og ágreining. Sérstaklega ef annað ykkar er yfirmaður. Það getur verið gott efni í málssókn. Sum fyrirtæki hreinlega banna starfsmönnum sínum að vera í ástarsamböndum, eða setja þá reglu að tilkynna þarf um þau til mannauðsstjóra.

„Þið getið samt unnið saman“

Það er margt skemmtilegt sem fylgir ástarsambandi, eins og til dæmis afbrýðisemi. Hún getur haft áhrfif á margt á vinnustaðnum og eðlileg vinnusambönd fara að virðast grunsamleg. Ef þið hættið svo saman, getur orðið erfitt að taka lyftuna saman, eða þurfa að sitja við sama borð í kaffitímanum.

„Það mun hafa mikil áhrif á ykkur bæði þegar hún endar“

Rannsóknir hafa sýnt að konur eru dæmdar harðar en karlar fyrir að eiga í ástarsamböndum inni á vinnustöðum. Það er því líklegra að þetta muni hafa minni áhrif á starfsframa karlsins, þar að segja ef karl og kona eiga í ástarsambandi. Ef það er valdaójafnvægi á milli ykkar og annað ykkar er hærra sett en hitt, er líklegt að yfirmaðurinn komi betur út úr sambandsslitunum en sá sem er lægra settur. Það er mjög líklegt að annað ykkar muni vilja yfirgefa vinnustaðinn.

Það getur verið vandræðalegt að þurfa að vinna með fyrrverandi.
Það getur verið vandræðalegt að þurfa að vinna með fyrrverandi. Pexels
mbl.is