„Langar að segja bless við fjölskylduna“

Fullorðin börn alkahólista finna til. Sér í lagi ef sjúkdómur …
Fullorðin börn alkahólista finna til. Sér í lagi ef sjúkdómur foreldranna er að stíga systkinum í sundur. Það er til lausn og það er til leið fyrir alla þá sem vilja ná bata á þessu sviði. Ljósmynd/Colourbox

Kona send­ir El­ín­rós Lín­dal ráðgjafa bréf þar sem foreldrar hennar eru með fíkn í áfengi og lyf. Hún er elst fjögurra systkina sem eru farin að rífast og meiða hvort annað út af ástandinu.

Sæl

Ég er elst fjögurra systkina og við eigum foreldra á lífi sem eru að nálgast sjötugt. Þau glíma bæði við fíkn í áfengi og lyf og eru helsjúkir fíklar og hafa verið það í tugi ára. Eins og gefur að skilja hefur sjúkdómur þeirra haft mjög slæmar og erfiðar afleiðingar gagnvart okkur systkinum en þrátt fyrir það höfum við reynt okkar besta til að hjálpa þeim og aðstoða eftir bestu getu.

Þessi vinna hefur þó haft neikvæðar afleiðingar og valdið leiðindum og togstreitu á milli okkar systkina. Við höfum alltaf verið góðir vinir og haldið hópinn en undanfarið hefur samheldni okkar gliðnað og við farin að þræta og finna að hvort öðru. Þetta hefur valdið leiðindum og sárindum og núna langar mig mest til að segja bless við alla fjölskyldumeðlimi svo ég nái að heila sjálfa mig. Ég tel það best að við færum í fjölskylduráðgjöf með fagaðila svo við næðum að stilla strengi okkar saman á ný.

Hvað finnst þér? Gætir þú hjálpað okkur?

Kær kveðja, Elsta barnið.

Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. Hún sérhæfir sig …
Elínrós Líndal starfar sem einstaklings- og fjölskylduráðgjafi. Hún sérhæfir sig í málefnum er varða fíkn og meðvirkni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sæl elsta barn.

Þið eruð ekki ein og að sjálfsögðu ætla ég að lána þér dómgreind mína í þessu máli.

Það eru nokkrir hlutir sem gott er að minna sig á þegar maður er í stöðunni sem þið eruð í.

Atriðin eru þessi:

  • Alkahólismi er sjúkdómur sem þróast, vex og dafnar með árunum.
  • American Medical Association (AMA) skilgreindi alkahólisma fyrst sem sjúkdóm árið 1956.
  • Alkahólismi er fjölskyldusjúkdómur sem meiðir ekki bara þá sem eru með sjúkdóminn heldur einnig aðstandendur þeirra.

Einungis þeir sem hafa verið í ykkar stöðu geta sett sig í spor ykkar. Nú veit ég ekki hversu langt genginn sjúkdómurinn er hjá foreldrum þínum. Það sem hins vegar er gott að hafa í huga í þessu samhengi er að það er enginn pínulítill alki og annar meiri alki. Ekki frekar en að konur eru pínulítið ófrískar og svo mikið ófrískar. 

Einkenni meðvirkni fæðast við að umgangast fólk með sjúkdóminn. Einkennin geta verið líkamleg og á allskonar stigum í sama fjölskylduhópi.

Mig langar að mæla með eftirfarandi atriðum:

  • Hjá Von starfa góðir ráðgjafar sem geta hitt ykkur fjölskylduna. Þú getur hringt á undan og það verður tekið vel á móti ykkur. Það gæti tekið nokkra tíma að hitta á rétta einstaklinginn fyrir ykkur. Eins eru reglulega námskeið haldin og fræðsla fyrir fjölskyldur á þeirra vegum.
  • Til eru 12 spora samtök fyrir aðstandendur alkahólista. Þar getur þú farið og bara setið og hlutað. Finndu út hvort þú eigir ekki skilið að tilheyra hóp af fólki sem þekkir það sem þú hefur farið í gegnum í lífinu. Hvort þar sé leiðbeinandi sem gæti leitt þig í gegnum sem dæmi sporin 12.
  • Til eru fjölmargar bækur sem gott er að eiga tengt meðvirkni. Codependence No More eftir Melody Beattie er ein þeirra að mínu mati. Þú getur hlustað á hana sem dæmi hér.

Það er til leið og það er til lausn. Ég þekki það af eigin raun. 

Ég vona að foreldrar þínir fái lausn frá sjúkdómi sínum og að þið finnið taktinn ykkar sem fjölskylda saman aftur.

Gangi þér sem allra best og leyfðu þér að fara af stað í að vinna í þér.

Þú átt það skilið.

Elsta barnið er oft leiðtoginn í hópnum og meðalið sem hann tekur inn breiðist hratt yfir hópinn. Ekki finnast erfitt þó það verði einungis þú sem ferð fyrst í bata. 

Mér hefur alltaf fundist veröldin með besta planið. Þó maður þurfi stundum að halda af stað í ferðalagið einn.

Að ná bata frá meðvirkni felur stundum í sér að geta mætt fólki á allskonar stöðum. Að vera góður við veika og sýna þeim sem þjást skilning. 

Gangi þér vel.

Kveðja, Elínrós Líndal.

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent El­ín­rósu spurn­ingu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál