Hætti að svara eftir 3 stefnumót

Þrjú stefnumót og svo ekki meir.
Þrjú stefnumót og svo ekki meir. Getty images

Kona fór á þrjú frábær stefnumót með manni. Hann hætti svo að tala við hana og er búinn að loka á hana á öllum samfélagsmiðlum. Hún veltir fyrir sér hvort hún hafi sent of mörg skilaboð og leitar ráða E. Jean ráðgjafa ELLE.

„Kæra E.Jean

Ég kynntist æðislegum gaur. Við fórum á þrjú frábær stefnumót og höfum talað saman eiginlega á hverjum degi. Það gekk allt vel þangað til fyrir tveimur dögum að hann hætti að svara hringingum og skilaboðum frá mér.

Ég sendi honum skilaboð því ég haði áhyggjur af honum, og hann sagði að það væri mikið að gera í vinnunni og að hann myndi hafa samband við mig þegar hann væri búinn. Síðan lokaði hann á mig á öllum samfélagsmiðlum og á símanúmerið mitt. Ég sendi fullt af skilaboðum í vinun símann hans, bara til að láta hann vita að ég væri til staðar fyrir hann. Ritarinn hans hafði samband við mig og sagði að hann væri búinn að ákveða að loka alveg á mig. Ég sendi honum ein skilaboð í viðbót til að láta hann vita að ég væri til staðar fyrir hann sama hvað. En núna er ég hrædd um að ég hafi verið of ágeng og hann vilji aldrei sjá mig aftur. Var það rétt hjá mér að hafa samband við hann, jafnvel þó hann hafi beðið mig um að gera það ekki? Kveðja, Vil Ekki Missa Hann“

„Mín kæra,

Ég elska þig, rugludallurinn þinn, en leyfðu mér að ráðleggja þér eitt, besta leiðin til að lenda ekki aftur í svona aðstæðum í framtíðinni er að hætta að senda skilaboð eftir að þú fékkst ekki svör við fyrstu tveimur skilaboðunum. (Tvö eru jafnvel of mikið!!)“

Hefði konan kannski átt að róa sig?
Hefði konan kannski átt að róa sig? Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál