Hreinleika hringurinn kenndi honum að skilja kynlíf

Nick Jonas er giftur leikkonunni Priyönku Chopra.
Nick Jonas er giftur leikkonunni Priyönku Chopra. AFP

Bræðurnir Nick, Joe og Kevin Jonas, liðsmenn hljómsveitarinnar The Jonas Brothers, báru allir hreinleikahring þegar þeir voru unglingar. Nick segir að hringurinn hafi kennt honum að skilja hvað kynlíf þýðir, en hreinleikahringurinn merki að sá sem ber hann ætlar ekki að stunda kynlíf fyrr en hann er giftur eða í hjónabandi. 

Það er langt um liðið síðan bræðurnir báru hringina, enda allir giftir menn í dag. Nick segir að umræðan sem myndaðist á sínum tíma í kringum hringina hafi verið stórfurðuleg. 

„Það sem var ekki hvetjandi í þessum kafla í lífi okkar er að þegar ég var 13 og 14 ára, var rætt opinberlega um kynlíf mitt. Það var mjög erfitt að melta það í rauntíma eða reyna að skilja hvað skipti mig máli og hvað ég vildi gera með líf mitt. Á sama tíma og fjölmiðlar eru að ræða um kynlíf 13-14 ára unglings. Ég er ekki viss um að þetta yrði leyft í dag. Mjög skrítið,“ segir Nick í  heimildarmyndinni, Chasing Happiness, um þá bræður sem kom á Amazon um helgina.

Hann segir þó að hringurinn hafi skilað tilgangi sínum að lokum. „Að skilja kynlíf og gildi kynlífs er mjög mikilvægt. Þegar ég eignast börn, ætla ég að vera viss um að þau skilji mikilvægi kynlífs og samþykkis og alla þá hluti sem skipta máli,“ sagði Nick.

Kevin Jonas, Joe Jonas og Nick Jonas árið 2009.
Kevin Jonas, Joe Jonas og Nick Jonas árið 2009. Phil Mccarten
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál